| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Emre Can 14. fyrirliðinn frá því að Gerrard hætti.
Emre Can bar fyrirliðabandið í gær. Hann er 14. fyrirliði Liverpool frá því að Steven Gerrard kvaddi fyrir 2 og hálfu ári síðan. Margir þessara 14 eru hættir, hinir komast varla í liðið.
Á Lfchistory.net kemur fram að Steven Gerrard bar fyrirliðabandið alls 473 sinnum á ferli sínum með Liverpool, oftar en nokkur leikmaður í sögu Liverpool. Frá því að Gerrard hætti með Liverpool í maí 2015 hefur Jordan Henderson verið fyrirliði, en síðustu tvær leiktíðir hefur hann verið talsvert meiddur þannig að þá hefur þurft að leita annað. Henderson er samt kominn með 90 skipti sem fyrirliði, sem er dágott.
James Milner er fyrsti varafyrirliði Liverpool og hann hefur borið bandið 44 sinnum. Lucas Leiva bar bandið 13 sinnum, en hann er farinn frá félaginu. Coutinho fékk bandið þrisvar í haust, kannski sem tilraun til að láta honum líða betur hjá félaginu, en hann er líka farinn eins og við vitum.
Simon Mignolet hefur sömuleiðis verið fyrirliði þrisvar sinnum, síðast í leiknum gegn Burnley á nýársdag. Hann hefur verið á bekknum síðan.
Kolo Toure var tvisvar sinnum fyrirliði, Joe Allen, Mamadou Sakho, Christian Benteke, Jose Enrique og Martin Skrtel voru allir fyrirliðar í eitt skipti hver. Þeir eru allir horfnir á braut.
Af þeim leikmönnum sem enn eru á mála hjá félaginu hafa Jon Flanagan, Dejan Lovren og nú síðast Emre Can allir verið fyrirliðar í einum leik. Flanagan á líklega ekki mikla framtíð hjá félaginu, Can virðist vera á förum og Lovren á alls ekki víst sæti í liðinu.
Þetta er svo sem enginn heimsendir, en óneitanlega dálítið vandræðaleg staða.
Á Lfchistory.net kemur fram að Steven Gerrard bar fyrirliðabandið alls 473 sinnum á ferli sínum með Liverpool, oftar en nokkur leikmaður í sögu Liverpool. Frá því að Gerrard hætti með Liverpool í maí 2015 hefur Jordan Henderson verið fyrirliði, en síðustu tvær leiktíðir hefur hann verið talsvert meiddur þannig að þá hefur þurft að leita annað. Henderson er samt kominn með 90 skipti sem fyrirliði, sem er dágott.
James Milner er fyrsti varafyrirliði Liverpool og hann hefur borið bandið 44 sinnum. Lucas Leiva bar bandið 13 sinnum, en hann er farinn frá félaginu. Coutinho fékk bandið þrisvar í haust, kannski sem tilraun til að láta honum líða betur hjá félaginu, en hann er líka farinn eins og við vitum.
Simon Mignolet hefur sömuleiðis verið fyrirliði þrisvar sinnum, síðast í leiknum gegn Burnley á nýársdag. Hann hefur verið á bekknum síðan.
Kolo Toure var tvisvar sinnum fyrirliði, Joe Allen, Mamadou Sakho, Christian Benteke, Jose Enrique og Martin Skrtel voru allir fyrirliðar í eitt skipti hver. Þeir eru allir horfnir á braut.
Af þeim leikmönnum sem enn eru á mála hjá félaginu hafa Jon Flanagan, Dejan Lovren og nú síðast Emre Can allir verið fyrirliðar í einum leik. Flanagan á líklega ekki mikla framtíð hjá félaginu, Can virðist vera á förum og Lovren á alls ekki víst sæti í liðinu.
Þetta er svo sem enginn heimsendir, en óneitanlega dálítið vandræðaleg staða.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan