| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Stærsti leikur tímabilsins til þessa fer fram í kvöld þegar okkar menn mæta Porto á heimavelli þeirra Estádio do Dragão í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á heimavelli okkar, Spot í Kópavogi.
Það er ljóst að erfiður leikur er fyrir höndum þar sem Porto sitja á toppi portúgölsku deildarinnar með 55 stig eftir 21 leik, þeir eru með tveggja stiga forystu á Benfica og eiga auk þess leik til góða. Porto hafa auk þess aðeins fengið á sig 10 mörk í deildinni en í riðlakeppni Meistaradeildar fengu þeir einnig á sig 10 mörk en þá einungis í sex leikjum þannig að eitthvað er varnarleikur þeirra í meira veseni þar. Þeirra markahæsti maður er Vincent Aboubakar en hann hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu, það er þó aðeins óljóst hvort að hann nær þessum leik í kvöld vegna einhverra smávægilegra meiðsla en ég geri fastlega ráð fyrir því að hann spili þennan leik. Nái hann því ekki verður Moussa Marega líklega í framlínunni en hann hefur skorað 17 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Margir leikmenn Porto eru nú þegar komnir á blað hvað markaskorun varðar og leikmenn Liverpool verða því að vera vel á varðbergi í vörninni, auk þess skorar Porto flest sín mörk seint í leikjum, það er vandamál sem Liverpool á erfitt með að leysa en það sem af er tímabili hefur liðið oftar en ekki tapað niður forystu síðasta hálftíma leikja og menn verða að vera á tánum í 90 mínútur ef ekki á illa að fara í kvöld. Aðrar meiðslafréttir af heimamönnum eru þær að varnarmaðurinn Ivan Marcano hefur náð sér af meiðslum og kemur inní byrjunarliðið þar sem hann á iðulega fast sæti. Samherji hans í vörninni, Felipe, er svo í banni eftir að hafa fengið beint rautt spjald í lokaleik riðlakeppninnar. Þá er miðjumaðurinn Danilo frá vegna meiðsla í kálfa.
Emre Can er í leikbanni í kvöld og líklega verður Jordan Henderson í byrjunarliðinu í stað Þjóðverjans, að öðru leyti hefur Klopp á sterku liði að skipa. Nathaniel Clyne hefur hafið æfingar að nýju og ferðaðist með liðinu til Portúgals en hann mun engu að síður ekki taka þátt í leiknum þar sem hann þarf að koma sér í almennilegt leikform fyrst. Staða Joe Gomez var tekin í gær en hann hefur verið frá undanfarið, líklega byrjar því Trent Alexander-Arnold leikinn að þessu sinni. Loris Karius verður á milli stanganna sem er gott því þetta hringl á markvörðum hefur ekki skilað tilætluðum árangri og nú er ljóst að Karius er markvörður númer eitt og þar við situr. Að öðru leyti verður varnarlínan væntanlega skipuð þeim Matip, van Dijk og Robertson. Miðjan er alltaf spurningamerki en eins og áður sagði vona ég innilega að Henderson spili og þá líklega með Wijnaldum og Oxlade-Chamberlain. James Milner er einnig inní myndinni. Frammi verða svo þeir Mané, Salah og Firmino.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður í Evrópukeppni. Síðast árið 2007 þegar okkar menn gerðu góða ferð til Porto og náðu í 1-1 jafntefli í riðlakeppninni. Seinni leikurinn vannst svo örugglega á Anfield 4-1. Hinir tveir leikirnir fóru fram árið 2001 á leið okkar manna að sigri í hinni sálugu keppni UEFA Cup. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli á útivelli og á Anfield vannst 2-0 sigur.
Það eru heil níu ár síðan okkar menn voru síðast að spila í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í apríl árið 2009 voru þeir slegnir út af Chelsea í 8-liða úrslitum samanlagt 5-7 þar sem seinni leikurinn á Stamford Bridge var mikill markaleikur og endaði hann 4-4. Níu ár er heillöng bið og það er mikil tilhlökkun fyrir leik kvöldsins. Eins og áður sagði er ljóst að verkefnið er erfitt en alls ekki óyfirstíganlegt. Vonandi nær liðið góðum leik og úrslitum sömuleiðis fyrir seinni leikinn á Anfield sem fer fram þriðjudagskvöldið 6. mars næstkomandi.
Spáin að þessu sinni er sú að 2-2 jafntefli verður niðurstaðan. Liverpool skorar snemma leiks en heimamenn jafna fyrir leikhlé. Liverpool nær aftur forystu en heimamenn sækja stíft í lok leiks og jafna metin. Þetta er jú bara spá og vonandi verða úrslitin betri og alls ekki verri !
Fróðleikur:
- Fjórir leikmenn Liverpool hafa spilað alla átta leiki liðsins til þessa í Meistaradeild (að meðtalinni undankeppni), þetta eru þeir Roberto Firmino, Gini Wijnaldum, Mohamed Salah og Emre Can.
- Roberto Firmino er markahæstur leikmanna félagsins í Evrópu það sem af er tímabili með sjö mörk. Næstur honum er Mohamed Salah með sex mörk.
- Vincent Aboubakar er markahæstur leikmanna Porto í Evrópu með 5 mörk.
- Virgil van Dijk spilar líklega sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið í kvöld.
Það er ljóst að erfiður leikur er fyrir höndum þar sem Porto sitja á toppi portúgölsku deildarinnar með 55 stig eftir 21 leik, þeir eru með tveggja stiga forystu á Benfica og eiga auk þess leik til góða. Porto hafa auk þess aðeins fengið á sig 10 mörk í deildinni en í riðlakeppni Meistaradeildar fengu þeir einnig á sig 10 mörk en þá einungis í sex leikjum þannig að eitthvað er varnarleikur þeirra í meira veseni þar. Þeirra markahæsti maður er Vincent Aboubakar en hann hefur skorað 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu, það er þó aðeins óljóst hvort að hann nær þessum leik í kvöld vegna einhverra smávægilegra meiðsla en ég geri fastlega ráð fyrir því að hann spili þennan leik. Nái hann því ekki verður Moussa Marega líklega í framlínunni en hann hefur skorað 17 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Margir leikmenn Porto eru nú þegar komnir á blað hvað markaskorun varðar og leikmenn Liverpool verða því að vera vel á varðbergi í vörninni, auk þess skorar Porto flest sín mörk seint í leikjum, það er vandamál sem Liverpool á erfitt með að leysa en það sem af er tímabili hefur liðið oftar en ekki tapað niður forystu síðasta hálftíma leikja og menn verða að vera á tánum í 90 mínútur ef ekki á illa að fara í kvöld. Aðrar meiðslafréttir af heimamönnum eru þær að varnarmaðurinn Ivan Marcano hefur náð sér af meiðslum og kemur inní byrjunarliðið þar sem hann á iðulega fast sæti. Samherji hans í vörninni, Felipe, er svo í banni eftir að hafa fengið beint rautt spjald í lokaleik riðlakeppninnar. Þá er miðjumaðurinn Danilo frá vegna meiðsla í kálfa.
Emre Can er í leikbanni í kvöld og líklega verður Jordan Henderson í byrjunarliðinu í stað Þjóðverjans, að öðru leyti hefur Klopp á sterku liði að skipa. Nathaniel Clyne hefur hafið æfingar að nýju og ferðaðist með liðinu til Portúgals en hann mun engu að síður ekki taka þátt í leiknum þar sem hann þarf að koma sér í almennilegt leikform fyrst. Staða Joe Gomez var tekin í gær en hann hefur verið frá undanfarið, líklega byrjar því Trent Alexander-Arnold leikinn að þessu sinni. Loris Karius verður á milli stanganna sem er gott því þetta hringl á markvörðum hefur ekki skilað tilætluðum árangri og nú er ljóst að Karius er markvörður númer eitt og þar við situr. Að öðru leyti verður varnarlínan væntanlega skipuð þeim Matip, van Dijk og Robertson. Miðjan er alltaf spurningamerki en eins og áður sagði vona ég innilega að Henderson spili og þá líklega með Wijnaldum og Oxlade-Chamberlain. James Milner er einnig inní myndinni. Frammi verða svo þeir Mané, Salah og Firmino.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður í Evrópukeppni. Síðast árið 2007 þegar okkar menn gerðu góða ferð til Porto og náðu í 1-1 jafntefli í riðlakeppninni. Seinni leikurinn vannst svo örugglega á Anfield 4-1. Hinir tveir leikirnir fóru fram árið 2001 á leið okkar manna að sigri í hinni sálugu keppni UEFA Cup. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli á útivelli og á Anfield vannst 2-0 sigur.
Það eru heil níu ár síðan okkar menn voru síðast að spila í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í apríl árið 2009 voru þeir slegnir út af Chelsea í 8-liða úrslitum samanlagt 5-7 þar sem seinni leikurinn á Stamford Bridge var mikill markaleikur og endaði hann 4-4. Níu ár er heillöng bið og það er mikil tilhlökkun fyrir leik kvöldsins. Eins og áður sagði er ljóst að verkefnið er erfitt en alls ekki óyfirstíganlegt. Vonandi nær liðið góðum leik og úrslitum sömuleiðis fyrir seinni leikinn á Anfield sem fer fram þriðjudagskvöldið 6. mars næstkomandi.
Spáin að þessu sinni er sú að 2-2 jafntefli verður niðurstaðan. Liverpool skorar snemma leiks en heimamenn jafna fyrir leikhlé. Liverpool nær aftur forystu en heimamenn sækja stíft í lok leiks og jafna metin. Þetta er jú bara spá og vonandi verða úrslitin betri og alls ekki verri !
Fróðleikur:
- Fjórir leikmenn Liverpool hafa spilað alla átta leiki liðsins til þessa í Meistaradeild (að meðtalinni undankeppni), þetta eru þeir Roberto Firmino, Gini Wijnaldum, Mohamed Salah og Emre Can.
- Roberto Firmino er markahæstur leikmanna félagsins í Evrópu það sem af er tímabili með sjö mörk. Næstur honum er Mohamed Salah með sex mörk.
- Vincent Aboubakar er markahæstur leikmanna Porto í Evrópu með 5 mörk.
- Virgil van Dijk spilar líklega sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið í kvöld.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan