| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Stórsigur í Porto
Liverpool vann 0-5 stórsigur á Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar. Sadio Mané vaknaði til lífsins, skoraði þrennu og félagar hans í sókninni bættu við sitthvoru markinu.
Liðsuppstilling Jürgen Klopp kom ekki svo á óvart en hann gerði nokkrar breytingar á liðinu frá sigrinum gegn Southampton á sunnudaginn var. Þeir Dejan Lovren, James Milner og Jordan Henderson komu inn í stað Joel Matip, Alex Oxlade-Chamberlain og Emre Can sem var í leikbanni. Heimamenn náðu ekki að fá sinn aðalsóknarmann, Vincent Aboubakar í stand fyrir leik en stilltu upp nánast sínu sterkasta liði engu að síður.
Leikurinn byrjaði frekar rólega og bæði lið þreifuðu fyrir sér í rigningunni í Porto. Heimamenn voru þó beinskeittari til að byrja með og þurfti Alexander-Arnold að vera vel á verði vinstra megin þar sem Yacine Brahimi skapaði hættu. Fyrsta alvöru færið fékk svo Otavio þegar hann komst í gott skotfæri eftir klafs utarlega í teignum en Lovren renndi sér fyrir skot hans og boltinn fór yfir markið sem betur fer. Gestirnir fóru að gera sig líklegri hinumegin og Salah fékk sendingu út til hægri, reyndi að finna Mané á fjærstöng en sendingin stoppaði á varnarmönnum. Robertson átti svo frábæra sendingu fyrir markið eftir rúmlega 20 mínútna leik, Firmino reyndi að skutla sér til að skalla boltann en náði ekki til hans og hættunni var bægt frá. Skömmu síðar kom hinsvegar fyrsta mark leiksins. Wijnaldum vann boltann ofarlega á vellinum og kom sér nær teignum, hann þrumaði að marki en boltinn fór í varnarmann, boltinn barst til Mané vinstra megin og hann skaut að marki. Skotið var ekki það besta en markvörður heimamanna misreiknaði skotið eitthvað og boltinn skoppaði undir hann og í markið. Virkilega mikilvægt útivallarmark komið og því var að sjálfsögðu fagnað vel. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 0-2. James Milner vann boltann nálægt teignum, heimamenn vildu fá aukaspyrnu en dómarinn dæmdi réttilega ekkert. Milner lék inní teiginn og átti skot sem hafnaði í stönginni. Mohamed Salah var fyrstur til að átta sig, flikkaði boltanum framhjá markverðinum, tók á móti honum með léttri snertingu á höfuðið og nikkaði svo boltanum í markið, framhjá varnarmanni sem reyndi allt hvað hann gat til að renna sér í boltann. Stórkostleg tilþrif hjá Salah sem getur bara ekki hætt að skora. Eftir þetta gerðist fátt markvert en heimamenn fengu reyndar gott færi til að minnka muninn þegar Francisco Soares komst í ágætt skotfæri í teignum en þrumaði boltanum framhjá.
Hafi Porto menn gert sér vonir um að koma sterkir til baka í seinni hálfleik og ná svipaðri endurkomu og Sevilla gerði gegn Liverpool fyrr í vetur voru þær vonir orðnar að engu á 53. mínútu. Snörp skyndisókn eftir hornspyrnu Porto var keyrð í gang þar sem Firmino kom boltanum snyrtilega á Salah og hann tók á rás í átt að marki, sendi boltann til Firmino sem var á hlaupum inní teiginn og skaut að marki. Skotið var varið en Mané fylgdi vel á eftir og sendi boltann rakleiðis í netið. Eftir þetta var allur vindur svo gott sem farinn úr heimamönnum, þeir misstu boltann ítrekað eftir pressu gestanna og áttu svo slakar sendingar þess á milli sem gerði Liverpool mönnum auðvelt fyrir. Þetta gat bara endað á einn veg og gestirnir bættu við fleiri mörkum. Á 69. mínútu kom Firmino sér á blað. Boltinn vannst einu sinni sem oftar á miðsvæðinu þar sem Mané gerði vel, sendi til vinstri á Milner sem var í góðri stöðu, hann lék nær endamörkum og renndi svo boltanum út í teiginn á Firmino sem átti auðvelt verk fyrir höndum og fjórða markið var komið. Mané fullkomnaði svo þrennuna með flottasta marki sínu í leiknum þegar hann fékk að leika nær vítateignum, Alexander-Arnold kom hlaupandi hægra megin við hann og rökrétt hefði verið að senda á hann en Mané hikaði ekkert og þrumaði boltanum í markið fyrir utan teiginn. Lokatölur 0-5 og það má nú nánast bóka það að okkar menn munu eiga sæti í 8-liða úrslitum þegar dregið verður í mars.
Porto: Malheiro de Sá, Barbosa Pereira, Reyes, Marcano, Telles, Relvas de Oliveira, Herrera, Marega, da Silva Monteiro (Corona, 45. mín.), Brahimi (Waris, 62. mín.), das Chagas Soares dos Santos (Mendes Paciência, 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Casillas, Maxi Pereira, Osorio, Óliver.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold (Gomez, 79. mín.), Lovren, van Dijk, Robertson, Milner, Henderson (Matip, 75. mín.), Wijnaldum, Salah, Firmino (Ings, 80. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Lallana, Oxlade-Chamberlain.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (25., 53. og 85. mín.), Mohamed Salah (29. mín.) og Roberto Firmino (69. mín.).
Maður leiksins: Sadio Mané hlýtur að sjálfsögðu nafnbótina að þessu sinni en hann hrökk loksins í gang eftir að hafa verið frekar mistækur á þessu tímabili. Vonandi heldur hann áfram þessari spilamennsku út leiktíðina.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var mjög góð frammistaða, nákvæmlega eins góð og til þurfti. Ég held að allir hafi séð í leiknum að á stundum vorum við ekki alveg eins þéttir og við vildum vera og Porto voru sterkir. Þeir áttu sín færi en við skoruðum frábær mörk á réttum augnablikum."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt 30. mark á tímabilinu og er hann þar með annar fljótasti leikmaðurinn í sögu félagsins til að komast í 30 mörk á einu tímabili en hann hefur spilað 36 leiki til þessa. Er hann þar á eftir George nokkrum Allan sem skoraði sitt 30. mark í 27. leik sínum árið 1896 ! Daniel Sturridge komst í 30 mörk eftir 37 leiki árið 2014 og Fernando Torres skoraði sitt 30. mark í sínum 42. leik tímabilið 2007-2008.
- Sadio Mané hefur nú skorað 12 mörk á tímabilinu, sex í deild og sex í Meistaradeildinni.
- Roberto Firmino hefur skorað 21 mark á tímabilinu, þar af átta í Meistaradeildinni.
- Virgil van Dijk spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið.
- Liverpool jafnaði met í Meistaradeildinni yfir þau lið sem hafa unnið stærstu sigrana í útsláttarkeppninni. Bayern Munchen unnu Sporting Lissabon í febrúar árið 2009 og Real Madrid sigruðu Schalke í febrúar árið 2014.
- Þetta var stærsti ósigur Porto á heimavelli í Evrópu og í fyrsta sinn sem þeir fá á sig meira en þrjú mörk í einum leik í Evrópukeppni.
- Liverpool varð fyrsta enska liðið sem skorar fimm mörk á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
- Mohamed Salah komst í 30 marka hópinn með marki sínu en það hafði ekki gerst síðan Luis Suarez náði því tímabilið 2013-14.
- Salah hefur skorað í síðustu fimm leikjum í röð en síðast náði Divock Origi því í desember árið 2016.
- Trent Alexander-Arnold varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, 19 ára og 130 daga gamall.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Liðsuppstilling Jürgen Klopp kom ekki svo á óvart en hann gerði nokkrar breytingar á liðinu frá sigrinum gegn Southampton á sunnudaginn var. Þeir Dejan Lovren, James Milner og Jordan Henderson komu inn í stað Joel Matip, Alex Oxlade-Chamberlain og Emre Can sem var í leikbanni. Heimamenn náðu ekki að fá sinn aðalsóknarmann, Vincent Aboubakar í stand fyrir leik en stilltu upp nánast sínu sterkasta liði engu að síður.
Leikurinn byrjaði frekar rólega og bæði lið þreifuðu fyrir sér í rigningunni í Porto. Heimamenn voru þó beinskeittari til að byrja með og þurfti Alexander-Arnold að vera vel á verði vinstra megin þar sem Yacine Brahimi skapaði hættu. Fyrsta alvöru færið fékk svo Otavio þegar hann komst í gott skotfæri eftir klafs utarlega í teignum en Lovren renndi sér fyrir skot hans og boltinn fór yfir markið sem betur fer. Gestirnir fóru að gera sig líklegri hinumegin og Salah fékk sendingu út til hægri, reyndi að finna Mané á fjærstöng en sendingin stoppaði á varnarmönnum. Robertson átti svo frábæra sendingu fyrir markið eftir rúmlega 20 mínútna leik, Firmino reyndi að skutla sér til að skalla boltann en náði ekki til hans og hættunni var bægt frá. Skömmu síðar kom hinsvegar fyrsta mark leiksins. Wijnaldum vann boltann ofarlega á vellinum og kom sér nær teignum, hann þrumaði að marki en boltinn fór í varnarmann, boltinn barst til Mané vinstra megin og hann skaut að marki. Skotið var ekki það besta en markvörður heimamanna misreiknaði skotið eitthvað og boltinn skoppaði undir hann og í markið. Virkilega mikilvægt útivallarmark komið og því var að sjálfsögðu fagnað vel. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 0-2. James Milner vann boltann nálægt teignum, heimamenn vildu fá aukaspyrnu en dómarinn dæmdi réttilega ekkert. Milner lék inní teiginn og átti skot sem hafnaði í stönginni. Mohamed Salah var fyrstur til að átta sig, flikkaði boltanum framhjá markverðinum, tók á móti honum með léttri snertingu á höfuðið og nikkaði svo boltanum í markið, framhjá varnarmanni sem reyndi allt hvað hann gat til að renna sér í boltann. Stórkostleg tilþrif hjá Salah sem getur bara ekki hætt að skora. Eftir þetta gerðist fátt markvert en heimamenn fengu reyndar gott færi til að minnka muninn þegar Francisco Soares komst í ágætt skotfæri í teignum en þrumaði boltanum framhjá.
Hafi Porto menn gert sér vonir um að koma sterkir til baka í seinni hálfleik og ná svipaðri endurkomu og Sevilla gerði gegn Liverpool fyrr í vetur voru þær vonir orðnar að engu á 53. mínútu. Snörp skyndisókn eftir hornspyrnu Porto var keyrð í gang þar sem Firmino kom boltanum snyrtilega á Salah og hann tók á rás í átt að marki, sendi boltann til Firmino sem var á hlaupum inní teiginn og skaut að marki. Skotið var varið en Mané fylgdi vel á eftir og sendi boltann rakleiðis í netið. Eftir þetta var allur vindur svo gott sem farinn úr heimamönnum, þeir misstu boltann ítrekað eftir pressu gestanna og áttu svo slakar sendingar þess á milli sem gerði Liverpool mönnum auðvelt fyrir. Þetta gat bara endað á einn veg og gestirnir bættu við fleiri mörkum. Á 69. mínútu kom Firmino sér á blað. Boltinn vannst einu sinni sem oftar á miðsvæðinu þar sem Mané gerði vel, sendi til vinstri á Milner sem var í góðri stöðu, hann lék nær endamörkum og renndi svo boltanum út í teiginn á Firmino sem átti auðvelt verk fyrir höndum og fjórða markið var komið. Mané fullkomnaði svo þrennuna með flottasta marki sínu í leiknum þegar hann fékk að leika nær vítateignum, Alexander-Arnold kom hlaupandi hægra megin við hann og rökrétt hefði verið að senda á hann en Mané hikaði ekkert og þrumaði boltanum í markið fyrir utan teiginn. Lokatölur 0-5 og það má nú nánast bóka það að okkar menn munu eiga sæti í 8-liða úrslitum þegar dregið verður í mars.
Porto: Malheiro de Sá, Barbosa Pereira, Reyes, Marcano, Telles, Relvas de Oliveira, Herrera, Marega, da Silva Monteiro (Corona, 45. mín.), Brahimi (Waris, 62. mín.), das Chagas Soares dos Santos (Mendes Paciência, 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Casillas, Maxi Pereira, Osorio, Óliver.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold (Gomez, 79. mín.), Lovren, van Dijk, Robertson, Milner, Henderson (Matip, 75. mín.), Wijnaldum, Salah, Firmino (Ings, 80. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Lallana, Oxlade-Chamberlain.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (25., 53. og 85. mín.), Mohamed Salah (29. mín.) og Roberto Firmino (69. mín.).
Maður leiksins: Sadio Mané hlýtur að sjálfsögðu nafnbótina að þessu sinni en hann hrökk loksins í gang eftir að hafa verið frekar mistækur á þessu tímabili. Vonandi heldur hann áfram þessari spilamennsku út leiktíðina.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var mjög góð frammistaða, nákvæmlega eins góð og til þurfti. Ég held að allir hafi séð í leiknum að á stundum vorum við ekki alveg eins þéttir og við vildum vera og Porto voru sterkir. Þeir áttu sín færi en við skoruðum frábær mörk á réttum augnablikum."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt 30. mark á tímabilinu og er hann þar með annar fljótasti leikmaðurinn í sögu félagsins til að komast í 30 mörk á einu tímabili en hann hefur spilað 36 leiki til þessa. Er hann þar á eftir George nokkrum Allan sem skoraði sitt 30. mark í 27. leik sínum árið 1896 ! Daniel Sturridge komst í 30 mörk eftir 37 leiki árið 2014 og Fernando Torres skoraði sitt 30. mark í sínum 42. leik tímabilið 2007-2008.
- Sadio Mané hefur nú skorað 12 mörk á tímabilinu, sex í deild og sex í Meistaradeildinni.
- Roberto Firmino hefur skorað 21 mark á tímabilinu, þar af átta í Meistaradeildinni.
- Virgil van Dijk spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið.
- Liverpool jafnaði met í Meistaradeildinni yfir þau lið sem hafa unnið stærstu sigrana í útsláttarkeppninni. Bayern Munchen unnu Sporting Lissabon í febrúar árið 2009 og Real Madrid sigruðu Schalke í febrúar árið 2014.
- Þetta var stærsti ósigur Porto á heimavelli í Evrópu og í fyrsta sinn sem þeir fá á sig meira en þrjú mörk í einum leik í Evrópukeppni.
- Liverpool varð fyrsta enska liðið sem skorar fimm mörk á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
- Mohamed Salah komst í 30 marka hópinn með marki sínu en það hafði ekki gerst síðan Luis Suarez náði því tímabilið 2013-14.
- Salah hefur skorað í síðustu fimm leikjum í röð en síðast náði Divock Origi því í desember árið 2016.
- Trent Alexander-Arnold varð yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, 19 ára og 130 daga gamall.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan