| Sf. Gutt
Stórsigur Liverpool á Porto fór í annála. Með því að vinna 0:5 bætti Liverpool Englandsmet sem var sett daginn áður! Sigurinn var sá stærsti sem enskt lið vinnur á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Kvöldið áður vann Manchester City 0:4 sigur á Basel í Sviss. Met City stóð því aðeins í sólarhring!
Liverpool setti annað Englandsmet í haust þegar liðið vann Maribor 0:7 í Slóveníu. Það var stærsti útisigur ensks liðs í Evrópubikarinum frá upphafi vega. Sigurinn var um leið jöfnun á Evrópumeti en franska liðið Marseille og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu höfðu áður unnið 0:7 á útivelli.
Vel að verki staðið og þess má geta að Liverpool vann báða þessa metsigra í appelsínugulu búningunum sem hafa gefið svo vel af sér á þessari leiktíð. Liverpool hefur sex sinnum klæðst þessum búningum og skorað hvorki fleiri né færri en 24 mörk í þeim leikjum!
TIL BAKA
Nýtt Englandsmet!

Stórsigur Liverpool á Porto fór í annála. Með því að vinna 0:5 bætti Liverpool Englandsmet sem var sett daginn áður! Sigurinn var sá stærsti sem enskt lið vinnur á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Kvöldið áður vann Manchester City 0:4 sigur á Basel í Sviss. Met City stóð því aðeins í sólarhring!

Liverpool setti annað Englandsmet í haust þegar liðið vann Maribor 0:7 í Slóveníu. Það var stærsti útisigur ensks liðs í Evrópubikarinum frá upphafi vega. Sigurinn var um leið jöfnun á Evrópumeti en franska liðið Marseille og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu höfðu áður unnið 0:7 á útivelli.

Vel að verki staðið og þess má geta að Liverpool vann báða þessa metsigra í appelsínugulu búningunum sem hafa gefið svo vel af sér á þessari leiktíð. Liverpool hefur sex sinnum klæðst þessum búningum og skorað hvorki fleiri né færri en 24 mörk í þeim leikjum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan