| Sf. Gutt
Sumum finnst að Sadio Mané hefði ekki spilað nógu vel á leiktíðinni. En hann fór á kostum á móti Porto og skoraði þrennu í 0:5 metsigri Liverpool. Hann sagðist aldrei hafa haft efasemdir um eigin getu þó svo að hann væri ekki að spila jafn vel og hann gæti. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn í Portó.
,,Ég er mjög hamingjusamur yfir því að hafa skorað þrjú mörk. Það gengur á ýmsu í knattspyrnunni og þetta var ekki alltaf auðvelt fyrir mig. En ég hafði aldrei efasemdir um eigin getu því ég veit hvernig ég get lagt mitt af mörkum til að hjálpa liðinu. Það gerði ég með því að leggja hart að mér."
,,Liðið lék liðið frábærlega. Við byrjuðum af krafti. Við sköpuðum okkur mörg marktækifæri og skoruðum fimm mörk. Það var lykillinn að þessu öllu og við verðskulduðum uppskeru okkar fyllilega. Ég nýt þess alltaf að spila með strákunum í liðinu. Okkur finnst gaman að spila saman og það er lykilatriði."
Sadio Mané er nú búinn að skora 12 mörk sem er nú bara einu marki minna en hann skoraði á síðasta keppnistímabili. Þá missti hann reyndar af rúmum mánuði í lok leiktíðar. En Senegalinn á örugglega eftir að láta til sín taka til vorsins.
Þess má geta að Sadio Mané er aðeins annar leikmaðurinn í sögu Liverpool til að skora þrennu á útivelli. Aðeins Michael Owen hafði áður gert svo. Hann skoraði tvívegis þrennu á útivöllum. Fyrst í 0:5 sigri á móti finnska liðinu Haka á leiktíðinni 2001/02 og svo í Rússlandi í 1:3 sigri á Spartak Moscow á sparktíðinni 2002/03. Myndirnar að ofan eru úr leiknum á móti Spartak.
TIL BAKA
Hafði aldrei efasemdir!
Sumum finnst að Sadio Mané hefði ekki spilað nógu vel á leiktíðinni. En hann fór á kostum á móti Porto og skoraði þrennu í 0:5 metsigri Liverpool. Hann sagðist aldrei hafa haft efasemdir um eigin getu þó svo að hann væri ekki að spila jafn vel og hann gæti. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn í Portó.
,,Ég er mjög hamingjusamur yfir því að hafa skorað þrjú mörk. Það gengur á ýmsu í knattspyrnunni og þetta var ekki alltaf auðvelt fyrir mig. En ég hafði aldrei efasemdir um eigin getu því ég veit hvernig ég get lagt mitt af mörkum til að hjálpa liðinu. Það gerði ég með því að leggja hart að mér."
,,Liðið lék liðið frábærlega. Við byrjuðum af krafti. Við sköpuðum okkur mörg marktækifæri og skoruðum fimm mörk. Það var lykillinn að þessu öllu og við verðskulduðum uppskeru okkar fyllilega. Ég nýt þess alltaf að spila með strákunum í liðinu. Okkur finnst gaman að spila saman og það er lykilatriði."
Sadio Mané er nú búinn að skora 12 mörk sem er nú bara einu marki minna en hann skoraði á síðasta keppnistímabili. Þá missti hann reyndar af rúmum mánuði í lok leiktíðar. En Senegalinn á örugglega eftir að láta til sín taka til vorsins.
Þess má geta að Sadio Mané er aðeins annar leikmaðurinn í sögu Liverpool til að skora þrennu á útivelli. Aðeins Michael Owen hafði áður gert svo. Hann skoraði tvívegis þrennu á útivöllum. Fyrst í 0:5 sigri á móti finnska liðinu Haka á leiktíðinni 2001/02 og svo í Rússlandi í 1:3 sigri á Spartak Moscow á sparktíðinni 2002/03. Myndirnar að ofan eru úr leiknum á móti Spartak.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan