| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stórgóður sigur á West Ham United
Liverpool sýndi stórgóðan leik á Anfield Road í dag og vann mikilvægan 4:1 sigur á West Ham United. Sigurinn kom Liverpool upp i annað sæti deildarinnar. Þar verður liðið að minnsta kosti fram til morguns.
Leikmenn Liverpool mættu úthvíldir til leiks eftir góða dvöl við æfingar á Spáni og það mátti litlu muna að Mohamed Salah næði að skora strax á 3. mínútu. Roberto kom boltanum inn í vítateiginn á Mohamed en skot hans fór í stöngina og út. Eftir stundarfjórðung komust gestirnir nærri því að skora. Marko Arnautovic reyndi þá, utan vítateigs, að vippa boltanum yfir Loris Karius en Þjóðverjinn henti sér aftur á bak og náði að krafla í boltann sem fór í slána. Frábær tilþrif hjá báðum.
Liverpool komst yfir á 29. mínútu. Eftir hornspyrnu frá hægri náði Emre Can að skalla boltanum neðst í vinstra hornið. Þetta var 100. mark Liverpool á keppnistímabilu og eru þá allar keppnir taldar. Um tveimur mínútum seinna sendi Andrew Robinson fyrir frá vinstri en Mohamed skallaði yfir. Færið var býsna gott en þröngt. Þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks ógnaði Makro aftur en Loris sló langskot hans yfir markið. Eitt mark í forystu í hálfleik. Liverpool með undirtökin en West Ham börðust vel.
Liverpool lék ennþá betur eftir hlé og þegar sex mínútur voru liðnar kom mark. Alex Oxlade-Chamberlain braust fram völlinn og rétt fyrir utan vítateiginn féll hann við en náði samt að koma boltanum inn í teiginn. Mohamed Salah tók við boltanum og skoraði með öruggu vinstrifótarskoti neðst í hægra hornið fyrir framan The Kop. Mark númer 31 hjá Egyptanum. Ótrúlegt! En Alex átti allan heiður af markinu með því að brjótast fram völlinn framhjá manni og öðrum.
Á 57. mínútu skoraði Liverpool þriðja markið. Emre vann boltann á miðjunni og sendi hann fram á Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn lék fallega á markmann West Ham sem kom út úr vítateignum á móti honum og renndi svo boltanum í autt markið. Glæsilega gert. Sigurinn virtist innsiglaður en West Ham svaraði tveimur mínútum seinna. Emre missti boltann. Varamaðurinn Michail Antonio fékk sendingu út til hægri, lék upp að vítateignum og skoraði með skoti neðst í fjærhornið.
Gestirnir reyndu i kjölfarið að komast betur inn í leikinn en leikmenn Liverpool héldu ró sinni og náðu svo aftur öllum tökum á leiknum. Á 73. mínútu lagði Alex upp algjört dauðafæri fyrir Sadio Mané en hann skaut í stöngina einn á móti markmanninum. Klaufalegt en það kom ekki að sök því Sadio nýtti næsta færi sem hann fékk þegar 13 mínútur voru eftir. Eftir gott spil sendi Andrew, sem átti frábæran leik, fyrir markið á Sadio sem skoraði af stutti færi með skot í stöng og inn. Sigur sem hefði getað verið stærri var í höfn og með honum skaust Liverpool upp í annað sæti deildarinnar.
Liverpool lék stórvel í þessum leik. Allir leikmenn liðsins voru duglegir, spilið gekk vel og í raun var þetta með bestu leikjum leiktíðarinnar.
Maður leiksins: James Milner. Hugsanlega voru einhverjir enn betri en þessi reyndi leikmaður gaf tóninn með mikilli baráttu. Hann spilar reyndar yfirleitt mjög vel og þetta var með betri leikjum hans.
Jürgen Klopp: Maður vonast eftir svona leikjum en þeir koma ekki ýkja oft. Í dag kom þetta allt og sigurinn var ótrúlega mikilvægur vegna stöðunnar í deildinni og eins á þessum tímapunkti.
- Liverpool hefur nú skorað 100 mörk í öllum keppnum á þessu keppnistímabili.
- Á öllu síðasta ári skoraði Liverpool 111 mörk.
- Emre Can skoraði sjötta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði 31. mark sitt.
- Roberto Firmino skoraði í 22. sinn.
- Sadio Mané er nú kominn með 13 mörk.
- Liverpool hefur skorað níu mörk í síðustu tveimur leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Leikmenn Liverpool mættu úthvíldir til leiks eftir góða dvöl við æfingar á Spáni og það mátti litlu muna að Mohamed Salah næði að skora strax á 3. mínútu. Roberto kom boltanum inn í vítateiginn á Mohamed en skot hans fór í stöngina og út. Eftir stundarfjórðung komust gestirnir nærri því að skora. Marko Arnautovic reyndi þá, utan vítateigs, að vippa boltanum yfir Loris Karius en Þjóðverjinn henti sér aftur á bak og náði að krafla í boltann sem fór í slána. Frábær tilþrif hjá báðum.
Liverpool komst yfir á 29. mínútu. Eftir hornspyrnu frá hægri náði Emre Can að skalla boltanum neðst í vinstra hornið. Þetta var 100. mark Liverpool á keppnistímabilu og eru þá allar keppnir taldar. Um tveimur mínútum seinna sendi Andrew Robinson fyrir frá vinstri en Mohamed skallaði yfir. Færið var býsna gott en þröngt. Þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks ógnaði Makro aftur en Loris sló langskot hans yfir markið. Eitt mark í forystu í hálfleik. Liverpool með undirtökin en West Ham börðust vel.
Liverpool lék ennþá betur eftir hlé og þegar sex mínútur voru liðnar kom mark. Alex Oxlade-Chamberlain braust fram völlinn og rétt fyrir utan vítateiginn féll hann við en náði samt að koma boltanum inn í teiginn. Mohamed Salah tók við boltanum og skoraði með öruggu vinstrifótarskoti neðst í hægra hornið fyrir framan The Kop. Mark númer 31 hjá Egyptanum. Ótrúlegt! En Alex átti allan heiður af markinu með því að brjótast fram völlinn framhjá manni og öðrum.
Á 57. mínútu skoraði Liverpool þriðja markið. Emre vann boltann á miðjunni og sendi hann fram á Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn lék fallega á markmann West Ham sem kom út úr vítateignum á móti honum og renndi svo boltanum í autt markið. Glæsilega gert. Sigurinn virtist innsiglaður en West Ham svaraði tveimur mínútum seinna. Emre missti boltann. Varamaðurinn Michail Antonio fékk sendingu út til hægri, lék upp að vítateignum og skoraði með skoti neðst í fjærhornið.
Gestirnir reyndu i kjölfarið að komast betur inn í leikinn en leikmenn Liverpool héldu ró sinni og náðu svo aftur öllum tökum á leiknum. Á 73. mínútu lagði Alex upp algjört dauðafæri fyrir Sadio Mané en hann skaut í stöngina einn á móti markmanninum. Klaufalegt en það kom ekki að sök því Sadio nýtti næsta færi sem hann fékk þegar 13 mínútur voru eftir. Eftir gott spil sendi Andrew, sem átti frábæran leik, fyrir markið á Sadio sem skoraði af stutti færi með skot í stöng og inn. Sigur sem hefði getað verið stærri var í höfn og með honum skaust Liverpool upp í annað sæti deildarinnar.
Liverpool lék stórvel í þessum leik. Allir leikmenn liðsins voru duglegir, spilið gekk vel og í raun var þetta með bestu leikjum leiktíðarinnar.
Maður leiksins: James Milner. Hugsanlega voru einhverjir enn betri en þessi reyndi leikmaður gaf tóninn með mikilli baráttu. Hann spilar reyndar yfirleitt mjög vel og þetta var með betri leikjum hans.
Jürgen Klopp: Maður vonast eftir svona leikjum en þeir koma ekki ýkja oft. Í dag kom þetta allt og sigurinn var ótrúlega mikilvægur vegna stöðunnar í deildinni og eins á þessum tímapunkti.
Fróðleikur
- Liverpool hefur nú skorað 100 mörk í öllum keppnum á þessu keppnistímabili.
- Á öllu síðasta ári skoraði Liverpool 111 mörk.
- Emre Can skoraði sjötta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði 31. mark sitt.
- Roberto Firmino skoraði í 22. sinn.
- Sadio Mané er nú kominn með 13 mörk.
- Liverpool hefur skorað níu mörk í síðustu tveimur leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan