| Sf. Gutt
Þegar Emre Can skallaði boltann í mark West Ham United í gær hafði Liverpool skorað 100 mörk það sem af er þessarar leiktíðar. Eru þá tekin mörk í öllum keppnum. Mörkunum fjölgaði svo upp í 103 áður en leik lauk.
Þetta verður að teljast magnaður árangur því febrúar hefur enn ekki runnið sitt skeið. Á öllu árinu 2017 skoraði Liverpool 111 mörk ef rétt er vitað.
Mohamed Salah bætti marki í safn sitt og hefur þar með skorað 31 mark af þessum 100. Hann er nú búinn að jafna bestu markatöluna sem Luis Suarez náði á ferli sínum með Liverpool á leiktíðinni 2013/14. Luis skoraði þá öll mörk sín í deildinni og jafnaði markamet sem Alan Shearer og Cristiano Ronaldo höfðu áður sett yfir mörk í Úrvalsdeildinni eftir að hún var stofnuð. Það verður áhugavert hversu mörg mörk Moahmed nær að skora áður en þessi sparktíð endar.
TIL BAKA
Eitt hundrað mörk!
Þegar Emre Can skallaði boltann í mark West Ham United í gær hafði Liverpool skorað 100 mörk það sem af er þessarar leiktíðar. Eru þá tekin mörk í öllum keppnum. Mörkunum fjölgaði svo upp í 103 áður en leik lauk.
Þetta verður að teljast magnaður árangur því febrúar hefur enn ekki runnið sitt skeið. Á öllu árinu 2017 skoraði Liverpool 111 mörk ef rétt er vitað.
Mohamed Salah bætti marki í safn sitt og hefur þar með skorað 31 mark af þessum 100. Hann er nú búinn að jafna bestu markatöluna sem Luis Suarez náði á ferli sínum með Liverpool á leiktíðinni 2013/14. Luis skoraði þá öll mörk sín í deildinni og jafnaði markamet sem Alan Shearer og Cristiano Ronaldo höfðu áður sett yfir mörk í Úrvalsdeildinni eftir að hún var stofnuð. Það verður áhugavert hversu mörg mörk Moahmed nær að skora áður en þessi sparktíð endar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan