| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur okkar manna er gegn Rafa Benítez og hans mönnum í Newcastle United. Leikurinn er lokaleikur laugardagsins 3. mars og hefst hann klukkan 17:30. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á heimavelli okkar á Spot í Kópavogi.
Það er ansi óvenjuleg staða uppi hvað meiðsli leikmanna Liverpool varðar en enginn leikmaður er á hinum ekki svo ágæta meiðslalista ákkúrat núna. Það er vissulega mjög gott nú þegar lokabaráttan í deildinni er fyrir höndum sem og væntanlegt áframhald í Meistaradeild. En við vitum svosem að það getur allt breyst til hins verra á svipstundu en er á meðan er. Það er því úr vöndu að ráða þegar spáð er fyrir um liðsuppstillingu Klopp að þessu sinni. Eitt er víst að Loris Karius verður í markinu og vörnin svo væntanlega skipuð þeim Robertson, Matip og van Dijk þó svo að Dejan Lovren gæti nú alveg komið inn í þessum leik. Hvort það verði svo Joe Gomez eða Trent Alexander-Arnold sem spila í hægri bakverði verður að koma í ljós en ég hallast frekar að þeim síðarnefnda þar sem hann er meiri ógn framávið en Gomez og Liverpool þarf að sækja í þessum leik. Miðjuna er svo nánast vonlaust að spá fyrir um en ég held að Jordan Henderson komi aftur inn og Gini Wijnaldum fær að spila gegn sínum gömlu félögum. Frammi verða svo þeir Salah, Mané og Firmino.
Gestirnir eru með fjóra leikmenn á sínum meiðslalista en það eru þeir Gayle, Slimani, Gamez og fyrrum leikmaður Liverpool Jonjo Shelvey. Gayle er sá eini af þeim sem er líklegur til að ná leiknum miðað við fréttir en það er þó alls ekki víst hvort hann nái sér í tæka tíð fyrir þennan leik sem er gott því hann hefur nú skorað mörk gegn Liverpool á sínum ferli. Að öðru leyti má búast við því að Benítez muni stilla varnarsinnað upp og spila mörgum mönnum fyrir aftan bolta og freista þess að sækja hratt þegar færi gefst. Leikurinn er jú mikilvægur fyrir bæði lið, eins og allir vita eru Liverpool í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti, sitja í þriðja sætinu með 57 stig, tveimur stigum betur en Tottenham í því fjórða og fjórum stigum betur en Chelsea sem eru í fimmta sæti. Newcastle sitja í 15. sæti með 29 stig og mega illa við því að misstíga sig þar sem aðeins munar tveim stigum á þeim og liðinu í 18. sæti.
Rafa Benítez fær svo örugglega hlýjar móttökur frá stuðningsmönnum Liverpool en þær mega nú helst ekki vera of hlýjar því hann hefur enn ekki tapað leik sem knattspyrnustjóri gegn Liverpool. Það er nú alveg kominn tími á það nú og tækifærið hefur væntanlega sjaldan verið betra. Það má þó ekki vanmeta hversu vel hann setur leikinn taktískt upp og leikmenn Liverpool þurfa að spila vel til að knýja fram sigur. Liðin hafa mæst ansi oft í deild í gegnum tíðina og ef horft er til síðustu fimm leikja liðanna á Anfield hafa Liverpool unnið þrjá og gert tvö jafntefli. Síðast mættust liðin á Anfield, þá með Benítez sem stjóra, í apríl árið 2016. Okkar menn voru í góðri stöðu í hálfleik með 2-0 forystu en Newcastle, sem voru í mikilli fallbaráttu þá eins og nú, komu til baka, jöfnuðu metin um miðjan seinni hálfleik og héldu því svo til leiksloka. Vonbrigðisúrslit sem klárlega mega ekki endurtaka sig núna. Fyrri leikur liðanna á tímabilinu endaði einmitt 1-1 þar sem Coutinho kom Liverpool yfir en heppnismark frá Joselu jafnaði metin og þar við sat.
Spáin að þessu sinni er á þann veg að nú tekst að leggja Benítez og hans lærisveina af velli. Lokatölur verða 3-1 þar sem Liverpool kemst í kunnuglega 2-0 stöðu, Newcastle minnka muninn og það fer aðeins um áhorfendur á Anfield en þriðja markið kemur á síðasta korterinu og sigrinum siglt í höfn.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur leikmanna Liverpool á tímabilinu með 31 mark, þar af 23 í deildinni.
- Dwight Gayle er markahæstur hjá Newcastle með 5 mörk í öllum keppnum.
- Gini Wijnaldum hefur til þessa spilað 60 leiki fyrir Liverpool í deildinni og skorað í þeim 7 mörk.
- Jordan Henderson vantar aðeins tvo leiki til að ná 200. deildarleikjum fyrir Liverpool og hefur hann skorað til þessa 21 deildarmark fyrir liðið.
- Loris Karius spilar sinn 20. deildarleik fyrir félagið, hann hefur haldið markinu hreinu í fjórum þessara leikja.
Það er ansi óvenjuleg staða uppi hvað meiðsli leikmanna Liverpool varðar en enginn leikmaður er á hinum ekki svo ágæta meiðslalista ákkúrat núna. Það er vissulega mjög gott nú þegar lokabaráttan í deildinni er fyrir höndum sem og væntanlegt áframhald í Meistaradeild. En við vitum svosem að það getur allt breyst til hins verra á svipstundu en er á meðan er. Það er því úr vöndu að ráða þegar spáð er fyrir um liðsuppstillingu Klopp að þessu sinni. Eitt er víst að Loris Karius verður í markinu og vörnin svo væntanlega skipuð þeim Robertson, Matip og van Dijk þó svo að Dejan Lovren gæti nú alveg komið inn í þessum leik. Hvort það verði svo Joe Gomez eða Trent Alexander-Arnold sem spila í hægri bakverði verður að koma í ljós en ég hallast frekar að þeim síðarnefnda þar sem hann er meiri ógn framávið en Gomez og Liverpool þarf að sækja í þessum leik. Miðjuna er svo nánast vonlaust að spá fyrir um en ég held að Jordan Henderson komi aftur inn og Gini Wijnaldum fær að spila gegn sínum gömlu félögum. Frammi verða svo þeir Salah, Mané og Firmino.
Gestirnir eru með fjóra leikmenn á sínum meiðslalista en það eru þeir Gayle, Slimani, Gamez og fyrrum leikmaður Liverpool Jonjo Shelvey. Gayle er sá eini af þeim sem er líklegur til að ná leiknum miðað við fréttir en það er þó alls ekki víst hvort hann nái sér í tæka tíð fyrir þennan leik sem er gott því hann hefur nú skorað mörk gegn Liverpool á sínum ferli. Að öðru leyti má búast við því að Benítez muni stilla varnarsinnað upp og spila mörgum mönnum fyrir aftan bolta og freista þess að sækja hratt þegar færi gefst. Leikurinn er jú mikilvægur fyrir bæði lið, eins og allir vita eru Liverpool í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti, sitja í þriðja sætinu með 57 stig, tveimur stigum betur en Tottenham í því fjórða og fjórum stigum betur en Chelsea sem eru í fimmta sæti. Newcastle sitja í 15. sæti með 29 stig og mega illa við því að misstíga sig þar sem aðeins munar tveim stigum á þeim og liðinu í 18. sæti.
Rafa Benítez fær svo örugglega hlýjar móttökur frá stuðningsmönnum Liverpool en þær mega nú helst ekki vera of hlýjar því hann hefur enn ekki tapað leik sem knattspyrnustjóri gegn Liverpool. Það er nú alveg kominn tími á það nú og tækifærið hefur væntanlega sjaldan verið betra. Það má þó ekki vanmeta hversu vel hann setur leikinn taktískt upp og leikmenn Liverpool þurfa að spila vel til að knýja fram sigur. Liðin hafa mæst ansi oft í deild í gegnum tíðina og ef horft er til síðustu fimm leikja liðanna á Anfield hafa Liverpool unnið þrjá og gert tvö jafntefli. Síðast mættust liðin á Anfield, þá með Benítez sem stjóra, í apríl árið 2016. Okkar menn voru í góðri stöðu í hálfleik með 2-0 forystu en Newcastle, sem voru í mikilli fallbaráttu þá eins og nú, komu til baka, jöfnuðu metin um miðjan seinni hálfleik og héldu því svo til leiksloka. Vonbrigðisúrslit sem klárlega mega ekki endurtaka sig núna. Fyrri leikur liðanna á tímabilinu endaði einmitt 1-1 þar sem Coutinho kom Liverpool yfir en heppnismark frá Joselu jafnaði metin og þar við sat.
Spáin að þessu sinni er á þann veg að nú tekst að leggja Benítez og hans lærisveina af velli. Lokatölur verða 3-1 þar sem Liverpool kemst í kunnuglega 2-0 stöðu, Newcastle minnka muninn og það fer aðeins um áhorfendur á Anfield en þriðja markið kemur á síðasta korterinu og sigrinum siglt í höfn.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur leikmanna Liverpool á tímabilinu með 31 mark, þar af 23 í deildinni.
- Dwight Gayle er markahæstur hjá Newcastle með 5 mörk í öllum keppnum.
- Gini Wijnaldum hefur til þessa spilað 60 leiki fyrir Liverpool í deildinni og skorað í þeim 7 mörk.
- Jordan Henderson vantar aðeins tvo leiki til að ná 200. deildarleikjum fyrir Liverpool og hefur hann skorað til þessa 21 deildarmark fyrir liðið.
- Loris Karius spilar sinn 20. deildarleik fyrir félagið, hann hefur haldið markinu hreinu í fjórum þessara leikja.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan