| Sf. Gutt
Sigur Liverpool á Newcastle United var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn sem lið sem Rafael Benítez stjórnar tapar fyrir Liverpool. Hann hafði áður stjórnað þremur mismunandi liðum í fimm leikjum á móti Liverpool og aldrei tapað.
Tvívegis hafði Rafael stýrt Valencia, einu sinni Chelsea og svo Newcastle áður en kom að leiknum um helgina sem Liverpool vann 2:0.
Rafael Benítez bíður nú það verkefni að verja sæti Newcastle United í efstu deild. Liðið er eitt þeirra sem er að berjast við falldrauginn.
Þess má geta að vel kom í ljós í leik Liverpool og Newcastle í hversu miklum metum Rafael Benítez er hjá stuðningsmönnum liðanna. Á einum tímapunkti sungu stuðningsmenn beggja liða nafn Spánverjans svo bergmálaði á Anfield Road. Magnað!
TIL BAKA
Fyrsti sigur Liverpool á Rafael Benítez

Sigur Liverpool á Newcastle United var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn sem lið sem Rafael Benítez stjórnar tapar fyrir Liverpool. Hann hafði áður stjórnað þremur mismunandi liðum í fimm leikjum á móti Liverpool og aldrei tapað.

Rafael Benítez bíður nú það verkefni að verja sæti Newcastle United í efstu deild. Liðið er eitt þeirra sem er að berjast við falldrauginn.

Þess má geta að vel kom í ljós í leik Liverpool og Newcastle í hversu miklum metum Rafael Benítez er hjá stuðningsmönnum liðanna. Á einum tímapunkti sungu stuðningsmenn beggja liða nafn Spánverjans svo bergmálaði á Anfield Road. Magnað!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan