| Sf. Gutt
Iker Casillas markmaður Porto þakkaði The Kop fyrir frábærar móttökur sem hann fékk þegar hann kom út á völlinn til að verja markið fyrir framan fyrir framan þessa frægu stúku. Allir í Kop stúkunni klöppuðu fyrir spænsku goðsögninni og eftir leikinn hafði hann þetta að segja.
,,Mig langar að þakka stuðningsmönnum Liverpool. Þetta var fallega gert. Það er er frekar sjaldgæft að það sé klappað fyrir leikmanni andstæðinga. Á þessum leikvangi er borin virðing fyrir leikmönnum. Ég er þakklátur fyrir að það sé klappað fyrir leikmönnum hérna. Þetta gerðist líka þegar ég spilaði hérna með Real." Á Instagram síðu sinn þakkaði Iker fyrir sig með því að skrifa ,,virðing."
Margir telja að leikur Liverpool og Porto á Anfield hafi verið síðasti leikur Iker í Meistaradeildinni. Þetta var 173. Evrópuleikur hans og mun það vera met. Að auki bætti Spánverjinn met sitt, yfir að halda hreinu, í keppninni. Þetta var í 56. sinn sem hann hefur ekki fengið á sig mark í Meistaradeildinni.
Iker, sem vann Evrópubikarinn þrívegis með Real Madrid, var ekki í marki Porto í fyrri leiknum sem Liverpool vann 0:5 í Portúgal. Kannski sem betur fer því hann var öryggið uppmálað á Anfield!
Það er löng hefð fyrir því á The Kop að klappa fyrir markmanni andstæðinga Liverpool þegar þeir koma að markinu til að taka sér stöðu í því. Svo til allir markmenn klappa á móti fyrir The Kop. Það hefur einstaka sinnum komið fyrir að þeir geri það ekki og þá er baulað hressilega á þá. Ekki þarf að taka fram að Iker klappaði fyrir The Kop!
TIL BAKA
Iker Casillas þakkaði The Kop
Iker Casillas markmaður Porto þakkaði The Kop fyrir frábærar móttökur sem hann fékk þegar hann kom út á völlinn til að verja markið fyrir framan fyrir framan þessa frægu stúku. Allir í Kop stúkunni klöppuðu fyrir spænsku goðsögninni og eftir leikinn hafði hann þetta að segja.
,,Mig langar að þakka stuðningsmönnum Liverpool. Þetta var fallega gert. Það er er frekar sjaldgæft að það sé klappað fyrir leikmanni andstæðinga. Á þessum leikvangi er borin virðing fyrir leikmönnum. Ég er þakklátur fyrir að það sé klappað fyrir leikmönnum hérna. Þetta gerðist líka þegar ég spilaði hérna með Real." Á Instagram síðu sinn þakkaði Iker fyrir sig með því að skrifa ,,virðing."
Margir telja að leikur Liverpool og Porto á Anfield hafi verið síðasti leikur Iker í Meistaradeildinni. Þetta var 173. Evrópuleikur hans og mun það vera met. Að auki bætti Spánverjinn met sitt, yfir að halda hreinu, í keppninni. Þetta var í 56. sinn sem hann hefur ekki fengið á sig mark í Meistaradeildinni.
Iker, sem vann Evrópubikarinn þrívegis með Real Madrid, var ekki í marki Porto í fyrri leiknum sem Liverpool vann 0:5 í Portúgal. Kannski sem betur fer því hann var öryggið uppmálað á Anfield!
Það er löng hefð fyrir því á The Kop að klappa fyrir markmanni andstæðinga Liverpool þegar þeir koma að markinu til að taka sér stöðu í því. Svo til allir markmenn klappa á móti fyrir The Kop. Það hefur einstaka sinnum komið fyrir að þeir geri það ekki og þá er baulað hressilega á þá. Ekki þarf að taka fram að Iker klappaði fyrir The Kop!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan