| Sf. Gutt
Hafi einhver haldið að Jürgen Klopp myndi hvíla einhverja af sínum bestu mönnum fyrir Meistaradeildarleikinn við Manchester City í næstu viku þá var ekki svo. Enda má ekkert út af bera í baráttunni um efstu fjögur sætin. Heimamenn voru líka staðráðnir í stigasöfnun enda í fallslag. Roy Hodgson, fyrrum framkæmdastjóri Liverpool, var með fjóra fyrrum leikmenn Liverpool í leikmannahópi sínum!
Á 8. mínútu komst Wilfried Zaha í færi inn í vítateignum en Loris Karius kom út á móti honum og varði í horn með brjóstkassanum. Vel gert hjá Þjóðverjanum. Rétt á eftir ógnaði Liverpool eftir horn. Virgil van Dijk skallaði að marki, boltinn stefndi að markinu en fór í Sadio Mané og fór framhjá. Á 13. mínútu dró til tíðinda. Wilfred slapp aftur inn í vítateiginn, Loris kom út á móti honum og felldi hann. Dómarinn dæmdi víti og bókaði Loris. Luka Milivojevic skoraði af öryggi úr vítinu. Í bæði skiptin sem Wilfred slapp missti Trent Alexander-Arnold af honum.
Liverpool hafði í framhaldinu boltann mikið til en það gekk illa að skapa færi. Á 25. mínútu féll Sadio Mané eftir baráttu við varnarmann og vildu leikmenn Liverpool fá víti. Dómarinn var á annarri skoðun og bókaði Sadio fyrir að láta sig detta. Ekkert hægt að kvarta þó einhverjir hefði dæmt á snertinguna. Um fimm mínútum seinna skoraði Sadio með skalla eftir horn en var dæmdur rangstæður. Réttur dómur og hann dugði til þess að Ernirnir voru yfir í hálfleik.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og eftir fjórar mínútur var staðan orðin jöfn. Sadio náði boltanum hægra megin við vítateiginn og sókn fór af stað. Boltinn fór yfir til vinstri og það endaði með því að James Milner gaf fyrir markið en þangað var Sadio kominn til að skora af stuttu færi.
Heimamenn náðu nú sínum besta kafla í leiknum og á 58. mínútu komst Christian Benteke óvænt í færi en skot hans í vítateignum fór víðsfjarri. Rétt á eftir missti Virgil boltann og honum var komið á Christian sem fékk boltann í miðjum teig en hann mokaði boltanum yfir. Þar slapp Liverpool vel og aftur slapp á 60. mínútu. Sadio taldi þá brotið á sér rétt utan við vítateiginn og tók boltann til sín með hendi. Dómarinn hafði ekkert dæmt og dæmdi aukaspyrnu á Sadio en gaf honum ekki gult spjald eins og hann hefði átt að gera. Í raun óskiljanlegt! Patrick Van Aanholt tók aukaspyruna en Loris var vel á verði og sló boltann í horn.
Ekki var talið ráðlegt að hafa Sadio Máne lengur inn á og var honum og Georginio Wijnaldum skipt út af. Alex Oxlade-Chamberlain og Adam Lallana komu inn á en Adam var bara sex mínútur inn á og fór meiddur af velli. Ekki gott!
Þegar sex mínútur voru eftir gaf Alex fyrir til vinsti. Andrew Robertson tók boltann á lofti og sendi fyrir á Mohamed Salah sem lagði boltann fyrir sig áður en hann skoraði af öryggi við markteigslínuna. Enn eitt markið hjá þessum ótrúlega leikmanni sem fáar varnir ráða nokkuð við! Sendingin hjá Andrew var líka mögnuð og það voru sannarlega gerð góð kaup í Skotanum í fyrrasumar.
Markið góða færði Liverpool sigur sem var mjög mikilvægur í baráttunni um fjögur efstu sætin. Liverpool fór upp í annað sætið um stundarsakir með sigrinum og þó Meistaradeildarrimman við ManchesterCity fari í hönd má ekki slaka á í deildinni!
Crystal Palace: Hennessey, Wan-Bissaka (Fosu-Mensah 88. mín.), Kelly, Sakho, van Aanholt, McArthur, Milivojevic, Cabaye (Loftus-Cheek 73. mín.), Townsend, Zaha og Benteke. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Lee, Souare, Delaney og Riedewald.
Mark Crystal Palace: Luka Milivojevic, víti, (13. mín.).
Gul spjöld: Christain Benteke og James McArthur.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Wijnaldum (Lallana 64. mín. (Lovren 70. mín.)), Salah, Mane (Oxlade-Chamberlain 64. mín.) og Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Clyne, Moreno og Ings.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (49. mín.) og Mohamed Salah (84. mín.).
Gul spjöld: Loris Karius og Sadio Mané.
Áhorfendur á Selhurst Park: 25.807.
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn var geysilega duglegur. Hann braust fram hvað eftir annað og var alltaf að reyna að skapa eitthvað. Hann lagði upp sigurmark leiksins.
Jürgen Klopp: Við þurfum alltaf að berjast fyrir öllu hérna. Þetta var gaman þegar upp var staðið og sérstaklega eftir erfiða byrjun. Sigurinn var verðskuldaður.
- Sadio Mané skoraði 15. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Hann skoraði í fimmta sinn í deildarleik á móti Crystal Palace.
- Mohamed Salah skoraði 37. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 100. deildarleikur Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp. Liverpool hefur unnið 54 af leikjunum og gert 28 jafntefli. Töpin eru 18. Markatalan 208 mörk á móti 117.
- Þetta var þriðji sigur Liverpool í röð á Selhurst Park og er það í fyrsta sinn sem liðið nær því.
- Roy Hodgson, fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, stillti upp þremur fyrrum leikmönnum Liverpool. Það voru þeir Martin Kelly, Mamadou Sakho og Christian Benteke. Varamarkamðurinn Diego Cavalieri var svo til taks á bekknum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Hér er viðtal við Jürgen Klopp.
TIL BAKA
Góður sigur í London
Liverpool vann í dag góðan sigur á Crystal Palace í London. Liverpool lenti undir en sneri leiknum sér í hag og hafði 1:2 sigur! Enn bættir Mohamed Salah í markasafn sitt.
Hafi einhver haldið að Jürgen Klopp myndi hvíla einhverja af sínum bestu mönnum fyrir Meistaradeildarleikinn við Manchester City í næstu viku þá var ekki svo. Enda má ekkert út af bera í baráttunni um efstu fjögur sætin. Heimamenn voru líka staðráðnir í stigasöfnun enda í fallslag. Roy Hodgson, fyrrum framkæmdastjóri Liverpool, var með fjóra fyrrum leikmenn Liverpool í leikmannahópi sínum!
Á 8. mínútu komst Wilfried Zaha í færi inn í vítateignum en Loris Karius kom út á móti honum og varði í horn með brjóstkassanum. Vel gert hjá Þjóðverjanum. Rétt á eftir ógnaði Liverpool eftir horn. Virgil van Dijk skallaði að marki, boltinn stefndi að markinu en fór í Sadio Mané og fór framhjá. Á 13. mínútu dró til tíðinda. Wilfred slapp aftur inn í vítateiginn, Loris kom út á móti honum og felldi hann. Dómarinn dæmdi víti og bókaði Loris. Luka Milivojevic skoraði af öryggi úr vítinu. Í bæði skiptin sem Wilfred slapp missti Trent Alexander-Arnold af honum.
Liverpool hafði í framhaldinu boltann mikið til en það gekk illa að skapa færi. Á 25. mínútu féll Sadio Mané eftir baráttu við varnarmann og vildu leikmenn Liverpool fá víti. Dómarinn var á annarri skoðun og bókaði Sadio fyrir að láta sig detta. Ekkert hægt að kvarta þó einhverjir hefði dæmt á snertinguna. Um fimm mínútum seinna skoraði Sadio með skalla eftir horn en var dæmdur rangstæður. Réttur dómur og hann dugði til þess að Ernirnir voru yfir í hálfleik.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og eftir fjórar mínútur var staðan orðin jöfn. Sadio náði boltanum hægra megin við vítateiginn og sókn fór af stað. Boltinn fór yfir til vinstri og það endaði með því að James Milner gaf fyrir markið en þangað var Sadio kominn til að skora af stuttu færi.
Heimamenn náðu nú sínum besta kafla í leiknum og á 58. mínútu komst Christian Benteke óvænt í færi en skot hans í vítateignum fór víðsfjarri. Rétt á eftir missti Virgil boltann og honum var komið á Christian sem fékk boltann í miðjum teig en hann mokaði boltanum yfir. Þar slapp Liverpool vel og aftur slapp á 60. mínútu. Sadio taldi þá brotið á sér rétt utan við vítateiginn og tók boltann til sín með hendi. Dómarinn hafði ekkert dæmt og dæmdi aukaspyrnu á Sadio en gaf honum ekki gult spjald eins og hann hefði átt að gera. Í raun óskiljanlegt! Patrick Van Aanholt tók aukaspyruna en Loris var vel á verði og sló boltann í horn.
Ekki var talið ráðlegt að hafa Sadio Máne lengur inn á og var honum og Georginio Wijnaldum skipt út af. Alex Oxlade-Chamberlain og Adam Lallana komu inn á en Adam var bara sex mínútur inn á og fór meiddur af velli. Ekki gott!
Þegar sex mínútur voru eftir gaf Alex fyrir til vinsti. Andrew Robertson tók boltann á lofti og sendi fyrir á Mohamed Salah sem lagði boltann fyrir sig áður en hann skoraði af öryggi við markteigslínuna. Enn eitt markið hjá þessum ótrúlega leikmanni sem fáar varnir ráða nokkuð við! Sendingin hjá Andrew var líka mögnuð og það voru sannarlega gerð góð kaup í Skotanum í fyrrasumar.
Markið góða færði Liverpool sigur sem var mjög mikilvægur í baráttunni um fjögur efstu sætin. Liverpool fór upp í annað sætið um stundarsakir með sigrinum og þó Meistaradeildarrimman við ManchesterCity fari í hönd má ekki slaka á í deildinni!
Crystal Palace: Hennessey, Wan-Bissaka (Fosu-Mensah 88. mín.), Kelly, Sakho, van Aanholt, McArthur, Milivojevic, Cabaye (Loftus-Cheek 73. mín.), Townsend, Zaha og Benteke. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Lee, Souare, Delaney og Riedewald.
Mark Crystal Palace: Luka Milivojevic, víti, (13. mín.).
Gul spjöld: Christain Benteke og James McArthur.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Wijnaldum (Lallana 64. mín. (Lovren 70. mín.)), Salah, Mane (Oxlade-Chamberlain 64. mín.) og Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Clyne, Moreno og Ings.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (49. mín.) og Mohamed Salah (84. mín.).
Gul spjöld: Loris Karius og Sadio Mané.
Áhorfendur á Selhurst Park: 25.807.
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn var geysilega duglegur. Hann braust fram hvað eftir annað og var alltaf að reyna að skapa eitthvað. Hann lagði upp sigurmark leiksins.
Jürgen Klopp: Við þurfum alltaf að berjast fyrir öllu hérna. Þetta var gaman þegar upp var staðið og sérstaklega eftir erfiða byrjun. Sigurinn var verðskuldaður.
Fróðleikur
- Sadio Mané skoraði 15. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Hann skoraði í fimmta sinn í deildarleik á móti Crystal Palace.
- Mohamed Salah skoraði 37. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 100. deildarleikur Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp. Liverpool hefur unnið 54 af leikjunum og gert 28 jafntefli. Töpin eru 18. Markatalan 208 mörk á móti 117.
- Þetta var þriðji sigur Liverpool í röð á Selhurst Park og er það í fyrsta sinn sem liðið nær því.
- Roy Hodgson, fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, stillti upp þremur fyrrum leikmönnum Liverpool. Það voru þeir Martin Kelly, Mamadou Sakho og Christian Benteke. Varamarkamðurinn Diego Cavalieri var svo til taks á bekknum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
Hér er viðtal við Jürgen Klopp.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan