| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er risaleikur á dagskrá á Anfield í kvöld þegar Liverpool mætir Manchester City í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á heimavelli okkar, Spot í Kópavogi.
Jürgen Klopp var á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og fór þar yfir meiðsli leikmanna sinna. Það er ljóst að Joel Matip verður ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla sem hann hlaut á læri í leiknum gegn Crystal Palace á laugardaginn var. Það er vissulega vont að missa einn aðalmiðherjann út á þessu stigi tímabilsins en við því er ekkert að gera. Einu miðverðirnir sem eru leikfærir eins og staðan er núna eru þeir Virgil van Dijk og Dejan Lovren. Ragnar Klavan á við einhver smávægileg meiðsli að stríða og mun að öllum líkindum ekki vera með í þessum leik. Þá er Emre Can mjög tæpur og ég myndi ekki búast við honum í byrjunarliðinu. Betri fréttir bárust af Adam Lallana en hann meiddist einnig gegn Crystal Palace og allt leit út fyrir að tímabilið hans og jafnvel HM í sumar væri í hættu. En meiðslin eru ekki eins slæm eins og fyrst var talið og sagði Klopp að Lallana gæti mögulega náð lokaleikjum tímabilsins. Joe Gomez er svo enn frá vegna meiðsla sinna.
Það því nánast sjálfvalið í byrjunarliðið hvað vörnina varðar en þó gæti verið að Klopp setji Nathaniel Clyne beint í byrjunarliðið þar sem Trent Alexander-Arnold hefur ekki verið nógu stöðugur undanfarið. En það má nú deila um það hversu sniðugt það er að setja Clyne inn í þennan leik þar sem hann hefur ekki spilað neitt með aðalliðinu allt tímabilið. Hann ætti þó að vera kominn í ágætis leikæfingu eftir að hafa spilað með U-23 ára liðinu undanfarið og hann sat á bekknum á laugardaginn var. Miðjan er svo ákveðið spurningamerki eins og alltaf en Jordan Henderson hlýtur að byrja leikinn, ég tippa svo á að James Milner og Alex Oxlade-Chamberlain byrja sem þýðir þá að Gini Wijnaldum sest á bekkinn. Frammi verða svo þeir Sadio Mané, Mohamed Salah og Roberto Firmino.
Af gestunum er það helst að frétta að Sergio Aguero verður ekki með vegna hnémeiðsla og er það nú alveg ágætt þar sem hann hefur nú sett nokkur mörkin gegn Liverpool í gegnum tíðina. Hann ætti þó að ná seinni leiknum sem er ákveðið áhyggjuefni en það þýðir þó lítið að pæla í því strax. Að öðru leyti hafa City menn nánast fullskipað lið og er það svo sannarlega ógnvekjandi sterkt.
Eins og allir vita er Liverpool eina liðið sem hefur náð að sigra City það sem af er deildarkeppninni, það gerðist í eftirminnilegum leik í janúar þar sem lokatölur voru 4-3. Fyrri leikur liðanna í deild er svo eitthvað sem við viljum helst gleyma, 5-0 sigur heimamanna þar sem City menn gengu á lagið eftir að Liverpool missti Sadio Mané útaf með rautt spjald. Eigum við ekki að segja að sá leikur sé ekki tekinn með þar sem ójafnt var í liðunum mestan part leiksins ? City hafa svo ekki tapað mörgum leikjum fyrir utan þennan eina deildarleik. Þeir töpuðu einum leik í riðlakeppni Meistaradeildar, nánar tiltekið lokaleiknum gegn Shakhtar Donetsk á útivelli þegar þeir voru öruggir áfram með sigur í riðlinum. Þeir töpuðu svo kannski smá óvænt seinni leiknum í 16-liða úrslitum gegn Basel á heimavelli 1-2 en þá voru þeir líka öruggir áfram eftir 0-4 sigur á útivelli. Í FA bikarnum töpuðu þeir svo ansi óvænt fyrir Wigan á útivelli 1-0 og þar með eru tapleikir þeirra á tímabilinu upptaldir.
Þetta eru fyrstu viðureignir liðanna í Evrópukeppni enda hafa City menn ekki mikla sögu þegar kemur að leikjum í Evrópu. Jürgen Klopp og Pep Guardiola hafa þó leitt saman hesta sína nokkrum sinnum áður, reyndar aldrei í Evrópukeppni. Þeir mættust átta sinnum í Þýskalandi með Dortmund og Bayern Munchen í deild, bikar og ofurbikarnum (sama keppni og Góðgerðarskjöldurinn á Englandi) og unnu hver sína 4 leiki af þeim. Á Englandi hafa þeir mæst fjórum sinnum og þar hefur Klopp unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Klopp er sá stjóri sem hefur unnið flesta sigra á Guardiola í gegnum tíðina, vonandi bætist sigur í safnið í kvöld.
Spennan er heldur betur byrjuð að magnast og andrúmsloftið á Anfield í kvöld verður rafmagnað. Stuðningsmenn liðsins hafa lengi beðið eftir svona Evrópukvöldi á Anfield og menn vonast eftir svipaðri stemmningu og var gegn Chelsea í undanúrslitum árin 2005 og 2007. Ég held það sé morgunljóst að það verða mikil læti á Anfield í kvöld og vonandi hafa þessi læti einhver smá áhrif til hins verra á leikmenn Manchester City. Þeir eru nú ekki vanir því á sínum heimavelli að spila í miklum látum...
Spáin að þessu sinni er sú að þetta verður markaleikur. Lokatölur verða 3-2 fyrir Liverpool þar sem einhver dramatík verður í boði á lokamínútunum. Vonandi dugar þessi tæpa forysta sem er spáð fyrir seinni leikinn.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur leikmanna Liverpool á tímabilinu með 37 mörk í öllum keppnum.
- Roberto Firmino er markahæstur þegar kemur að leikjum í Evrópukeppni á tímabilinu með átta mörk.
- Sergio Aguero er markahæstur leikmanna City á tímabilinu með 30 mörk í öllum keppnum.
- Aguero og Raheem Sterling eru markahæstir í Evrópu með fjögur mörk hvor.
- Roberto Firmino og Mohamed Salah eru einu leikmenn Liverpool sem hafa tekið þátt í öllum 10 Evrópuleikjum liðsins það sem af er tímabilsins.
Jürgen Klopp var á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og fór þar yfir meiðsli leikmanna sinna. Það er ljóst að Joel Matip verður ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla sem hann hlaut á læri í leiknum gegn Crystal Palace á laugardaginn var. Það er vissulega vont að missa einn aðalmiðherjann út á þessu stigi tímabilsins en við því er ekkert að gera. Einu miðverðirnir sem eru leikfærir eins og staðan er núna eru þeir Virgil van Dijk og Dejan Lovren. Ragnar Klavan á við einhver smávægileg meiðsli að stríða og mun að öllum líkindum ekki vera með í þessum leik. Þá er Emre Can mjög tæpur og ég myndi ekki búast við honum í byrjunarliðinu. Betri fréttir bárust af Adam Lallana en hann meiddist einnig gegn Crystal Palace og allt leit út fyrir að tímabilið hans og jafnvel HM í sumar væri í hættu. En meiðslin eru ekki eins slæm eins og fyrst var talið og sagði Klopp að Lallana gæti mögulega náð lokaleikjum tímabilsins. Joe Gomez er svo enn frá vegna meiðsla sinna.
Það því nánast sjálfvalið í byrjunarliðið hvað vörnina varðar en þó gæti verið að Klopp setji Nathaniel Clyne beint í byrjunarliðið þar sem Trent Alexander-Arnold hefur ekki verið nógu stöðugur undanfarið. En það má nú deila um það hversu sniðugt það er að setja Clyne inn í þennan leik þar sem hann hefur ekki spilað neitt með aðalliðinu allt tímabilið. Hann ætti þó að vera kominn í ágætis leikæfingu eftir að hafa spilað með U-23 ára liðinu undanfarið og hann sat á bekknum á laugardaginn var. Miðjan er svo ákveðið spurningamerki eins og alltaf en Jordan Henderson hlýtur að byrja leikinn, ég tippa svo á að James Milner og Alex Oxlade-Chamberlain byrja sem þýðir þá að Gini Wijnaldum sest á bekkinn. Frammi verða svo þeir Sadio Mané, Mohamed Salah og Roberto Firmino.
Af gestunum er það helst að frétta að Sergio Aguero verður ekki með vegna hnémeiðsla og er það nú alveg ágætt þar sem hann hefur nú sett nokkur mörkin gegn Liverpool í gegnum tíðina. Hann ætti þó að ná seinni leiknum sem er ákveðið áhyggjuefni en það þýðir þó lítið að pæla í því strax. Að öðru leyti hafa City menn nánast fullskipað lið og er það svo sannarlega ógnvekjandi sterkt.
Eins og allir vita er Liverpool eina liðið sem hefur náð að sigra City það sem af er deildarkeppninni, það gerðist í eftirminnilegum leik í janúar þar sem lokatölur voru 4-3. Fyrri leikur liðanna í deild er svo eitthvað sem við viljum helst gleyma, 5-0 sigur heimamanna þar sem City menn gengu á lagið eftir að Liverpool missti Sadio Mané útaf með rautt spjald. Eigum við ekki að segja að sá leikur sé ekki tekinn með þar sem ójafnt var í liðunum mestan part leiksins ? City hafa svo ekki tapað mörgum leikjum fyrir utan þennan eina deildarleik. Þeir töpuðu einum leik í riðlakeppni Meistaradeildar, nánar tiltekið lokaleiknum gegn Shakhtar Donetsk á útivelli þegar þeir voru öruggir áfram með sigur í riðlinum. Þeir töpuðu svo kannski smá óvænt seinni leiknum í 16-liða úrslitum gegn Basel á heimavelli 1-2 en þá voru þeir líka öruggir áfram eftir 0-4 sigur á útivelli. Í FA bikarnum töpuðu þeir svo ansi óvænt fyrir Wigan á útivelli 1-0 og þar með eru tapleikir þeirra á tímabilinu upptaldir.
Þetta eru fyrstu viðureignir liðanna í Evrópukeppni enda hafa City menn ekki mikla sögu þegar kemur að leikjum í Evrópu. Jürgen Klopp og Pep Guardiola hafa þó leitt saman hesta sína nokkrum sinnum áður, reyndar aldrei í Evrópukeppni. Þeir mættust átta sinnum í Þýskalandi með Dortmund og Bayern Munchen í deild, bikar og ofurbikarnum (sama keppni og Góðgerðarskjöldurinn á Englandi) og unnu hver sína 4 leiki af þeim. Á Englandi hafa þeir mæst fjórum sinnum og þar hefur Klopp unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Klopp er sá stjóri sem hefur unnið flesta sigra á Guardiola í gegnum tíðina, vonandi bætist sigur í safnið í kvöld.
Spennan er heldur betur byrjuð að magnast og andrúmsloftið á Anfield í kvöld verður rafmagnað. Stuðningsmenn liðsins hafa lengi beðið eftir svona Evrópukvöldi á Anfield og menn vonast eftir svipaðri stemmningu og var gegn Chelsea í undanúrslitum árin 2005 og 2007. Ég held það sé morgunljóst að það verða mikil læti á Anfield í kvöld og vonandi hafa þessi læti einhver smá áhrif til hins verra á leikmenn Manchester City. Þeir eru nú ekki vanir því á sínum heimavelli að spila í miklum látum...
Spáin að þessu sinni er sú að þetta verður markaleikur. Lokatölur verða 3-2 fyrir Liverpool þar sem einhver dramatík verður í boði á lokamínútunum. Vonandi dugar þessi tæpa forysta sem er spáð fyrir seinni leikinn.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur leikmanna Liverpool á tímabilinu með 37 mörk í öllum keppnum.
- Roberto Firmino er markahæstur þegar kemur að leikjum í Evrópukeppni á tímabilinu með átta mörk.
- Sergio Aguero er markahæstur leikmanna City á tímabilinu með 30 mörk í öllum keppnum.
- Aguero og Raheem Sterling eru markahæstir í Evrópu með fjögur mörk hvor.
- Roberto Firmino og Mohamed Salah eru einu leikmenn Liverpool sem hafa tekið þátt í öllum 10 Evrópuleikjum liðsins það sem af er tímabilsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan