| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Undir venjulegum kringumstæðum væri leikurinn við Everton á morgun einn stærsti leikur tímabilsins. Nú er staðan hinsvegar þannig að borgarslagurinn er bara að þvælast fyrir langstærsta leiknum.
Það er alveg með ólíkindum að það skuli hittast þannig á að á milli leikja Liverpool og Manchester City í Meistaradeildinni þurfi bæði lið að mæta erkifjendum sínum í grannaslag. Hverjar eru líkurnar á því!??
Stuðningsmenn City dreymir um að landa dollunni í leik við United, sem væri auðvitað alveg stórkostlegt fyrir þá, en City er algjörlega með bakið upp við vegg í viðureigninni við Liverpool þannig að það hlýtur að vera freistandi fyrir Guardiola að hvíla einhverja af sínum bestu mönnum á morgun. Þeir hafa vitanlega algjörlega efni á því, enda löngu búnir að vinna deildina þannig séð - en Guardiola veit líka að það væri geggjað fyrir stemninguna í liðinu og hjá stuðningsmönnunum að taka dolluna í Manchesterborg.
Jürgen Klopp veit það líka mæta vel að leikurinn við Everton er hjartans mál fyrir okkar stuðningsmenn og það er stórhættulegt að fara með hálfum hug í þann leik, það gæti drepið niður "mómentumið" sem er í gangi hjá okkur þessa dagana.
Ég hallast að því að Klopp stilli upp eins sterku liði og hann mögulega getur, en það hjálpar honum ekki að eftir ágæta tíð hrúgast menn allt í einu inn á meiðslalistann plús það að Henderson nældi sér í gult spjald á miðvikudaginn og verður í banni á móti City. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp að hann gæti ekki leyft sér að hugsa um leikinn gegn City, nú væri það bara Everton leikurinn sem skipti öllu máli. Einn leikur í einu.
Staðan er þannig að Wijnaldum, Ox og Milner eru einu miðjumennirnir í aðalliðinu sem eru tiltækir í seinni leikinn við City þannig að það ætti að vera nokkurn veginn 100% öruggt að þeir spili þann leik frá byrjun, svo framarlega sem enginn þeirra meiðist um helgina. 7,9,13.
Vonir stóðu til þess að Emre Can yrði kominn á ferðina og gæti tekið stöðu Henderson, en nýjustu fréttir af honum eru að það sé enn talsvert í hann. Lallana er svo auðvitað meiddur og þá er nú miðjan upptalin. Í morgun var talað um að klúbburinn ætlaði að kalla Grujic til baka úr láninu hjá Reading, þar sem hann hefur staðið sig vel, en það mun ekki vera hægt. Þá er ekkert eftir nema einhverjir kjúklingar.
Ég nenni ekki að fara yfir söguna, við þekkjum hana. Við erum stærri klúbbur og betra lið á öllum sviðum, en það breytir engu þegar þessar viðureignir eru annarsvegar eins og við vitum öll. Big Sam, Rooney og allt þetta óþolandi lið þarna hinum megin getur hæglega gert okkur skráveifu á morgun.
Eins og ég segi á ég frekar von á því að Klopp stilli upp eins sterku liði og hann mögulega getur. Hann hefur lýst fullkomnu frati á FA fyrir þessa leikjaniðurröðun, en það þýðir ekkert að pæla í því úr því sem komið er.
Karius verður í markinu og ég sé ekki að Klopp hafi nokkurn annan kost en að stilla Lovren og Van Dijk upp í miðju varnarinnar. Ég veit ekki annað en að "Clean Sheet Klavan" sé tæpur og Matip er frá út tímabilið. Ég vona að Trent og Robertson fái hvíld og Clyne og Moreno komi inn.
Henderson verður örugglega á miðjunni, enda í banni á þriðjudaginn, en svo er spurning hvernig restin af miðjunni kemur til með að líta út. Wijnaldum og Oxlade-Chamberlain þurfa sjálfsagt að spila megnið af leiknum, en hvað veit maður? Kannski kemur Woodburn inn eða einhver enn meiri unglingur.
Salah skoraði geggjað mark í fyrri leiknum á Anfield, en það dugði ekki til. Hann fór meiddur af velli í City leiknum og verður líklega ekki með á morgun, en nær vonandi leiknum á þriðjudaginn. Á blaðamannafundi í dag útilokaði Klopp reyndar ekki að Salah yrði klár á morgun.
,,Við sjáum til, það er ennþá tæpur sólarhringur í leikinn og kannski nær hann sér. Ef hann verður tæpur hvílum við hann. En það gildir auðvitað um alla leikmenn, ekki bara Salah."
Firmino og Mané gætu byrjað, en við eigum líka Solanke og Ings þannig að staðan frammi er ekki svo slæm. Klopp gaf sterklega í skyn og rúmlega það í dag að Ings myndi byrja. ,,Guði sé lof að Ings er hérna og hann er heill. Það er allt útlit fyrir að hann byrji leikinn á morgun."
Ég er auðvitað drullustressaður með þennan leik, en ég ætla samt að spá 2-1 sigri. Ings skorar bæði mörkin.
YNWA!
Það er alveg með ólíkindum að það skuli hittast þannig á að á milli leikja Liverpool og Manchester City í Meistaradeildinni þurfi bæði lið að mæta erkifjendum sínum í grannaslag. Hverjar eru líkurnar á því!??
Stuðningsmenn City dreymir um að landa dollunni í leik við United, sem væri auðvitað alveg stórkostlegt fyrir þá, en City er algjörlega með bakið upp við vegg í viðureigninni við Liverpool þannig að það hlýtur að vera freistandi fyrir Guardiola að hvíla einhverja af sínum bestu mönnum á morgun. Þeir hafa vitanlega algjörlega efni á því, enda löngu búnir að vinna deildina þannig séð - en Guardiola veit líka að það væri geggjað fyrir stemninguna í liðinu og hjá stuðningsmönnunum að taka dolluna í Manchesterborg.
Jürgen Klopp veit það líka mæta vel að leikurinn við Everton er hjartans mál fyrir okkar stuðningsmenn og það er stórhættulegt að fara með hálfum hug í þann leik, það gæti drepið niður "mómentumið" sem er í gangi hjá okkur þessa dagana.
Ég hallast að því að Klopp stilli upp eins sterku liði og hann mögulega getur, en það hjálpar honum ekki að eftir ágæta tíð hrúgast menn allt í einu inn á meiðslalistann plús það að Henderson nældi sér í gult spjald á miðvikudaginn og verður í banni á móti City. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp að hann gæti ekki leyft sér að hugsa um leikinn gegn City, nú væri það bara Everton leikurinn sem skipti öllu máli. Einn leikur í einu.
Staðan er þannig að Wijnaldum, Ox og Milner eru einu miðjumennirnir í aðalliðinu sem eru tiltækir í seinni leikinn við City þannig að það ætti að vera nokkurn veginn 100% öruggt að þeir spili þann leik frá byrjun, svo framarlega sem enginn þeirra meiðist um helgina. 7,9,13.
Vonir stóðu til þess að Emre Can yrði kominn á ferðina og gæti tekið stöðu Henderson, en nýjustu fréttir af honum eru að það sé enn talsvert í hann. Lallana er svo auðvitað meiddur og þá er nú miðjan upptalin. Í morgun var talað um að klúbburinn ætlaði að kalla Grujic til baka úr láninu hjá Reading, þar sem hann hefur staðið sig vel, en það mun ekki vera hægt. Þá er ekkert eftir nema einhverjir kjúklingar.
Ég nenni ekki að fara yfir söguna, við þekkjum hana. Við erum stærri klúbbur og betra lið á öllum sviðum, en það breytir engu þegar þessar viðureignir eru annarsvegar eins og við vitum öll. Big Sam, Rooney og allt þetta óþolandi lið þarna hinum megin getur hæglega gert okkur skráveifu á morgun.
Eins og ég segi á ég frekar von á því að Klopp stilli upp eins sterku liði og hann mögulega getur. Hann hefur lýst fullkomnu frati á FA fyrir þessa leikjaniðurröðun, en það þýðir ekkert að pæla í því úr því sem komið er.
Karius verður í markinu og ég sé ekki að Klopp hafi nokkurn annan kost en að stilla Lovren og Van Dijk upp í miðju varnarinnar. Ég veit ekki annað en að "Clean Sheet Klavan" sé tæpur og Matip er frá út tímabilið. Ég vona að Trent og Robertson fái hvíld og Clyne og Moreno komi inn.
Henderson verður örugglega á miðjunni, enda í banni á þriðjudaginn, en svo er spurning hvernig restin af miðjunni kemur til með að líta út. Wijnaldum og Oxlade-Chamberlain þurfa sjálfsagt að spila megnið af leiknum, en hvað veit maður? Kannski kemur Woodburn inn eða einhver enn meiri unglingur.
Salah skoraði geggjað mark í fyrri leiknum á Anfield, en það dugði ekki til. Hann fór meiddur af velli í City leiknum og verður líklega ekki með á morgun, en nær vonandi leiknum á þriðjudaginn. Á blaðamannafundi í dag útilokaði Klopp reyndar ekki að Salah yrði klár á morgun.
,,Við sjáum til, það er ennþá tæpur sólarhringur í leikinn og kannski nær hann sér. Ef hann verður tæpur hvílum við hann. En það gildir auðvitað um alla leikmenn, ekki bara Salah."
Firmino og Mané gætu byrjað, en við eigum líka Solanke og Ings þannig að staðan frammi er ekki svo slæm. Klopp gaf sterklega í skyn og rúmlega það í dag að Ings myndi byrja. ,,Guði sé lof að Ings er hérna og hann er heill. Það er allt útlit fyrir að hann byrji leikinn á morgun."
Ég er auðvitað drullustressaður með þennan leik, en ég ætla samt að spá 2-1 sigri. Ings skorar bæði mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan