| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er mikið undir í kvöld þegar seinni leikur Liverpool og Manchester City fer fram á Etihad leikvanginum í Manchester. Flautað verður til leiks klukkan 18:45.
Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðsli Mohamed Salah en hann þurfti að fara af leikvelli snemma í síðari hálfleik í fyrri leik liðanna og missti af nágrannaslagnum við Everton um helgina. Andy Robertson missti einnig af þeim leik vegna eymsla í kálfa en þeir tvær ættu sem betur fer að vera klárir í slaginn í kvöld. Emre Can glímir svo enn við bakmeiðsli og afar ólíklegt er að hann verði orðinn góður til að spila. Fyrirliðinn Jordan Henderson er svo í banni og Gini Wijnaldum tekur hans stöðu á miðjunni. Liðið velur sig því næstum því sjálft þar sem meiðsli þeirra Joel Matip, Adam Lallana og Joe Gomez halda þeim enn frá keppni. Þá meiddist Alberto Moreno eitthvað í upphitun fyrir Everton leikinn og ekki er vitað hvort hann geti tekið sæti á bekknum í kvöld. Eftir því sem næst verður komist hafa heimamenn hinsvegar svo gott sem fullskipað lið en aðeins Benjamin Mendy er á meiðslalistanum þar.
Það hræðir mig mjög mikið að Sergio Aguero er klár í slaginn en hann skorar held ég alltaf þegar hann spilar gegn Liverpool á heimavelli. Það er ljóst að hann leiðir sóknarlínuna í þessum leik og sem fyrr eru þeir fyrir aftan hann afskaplega góðir í fótbolta. Pep Guardiola hefur væntanlega gert sínum mönnum það ljóst að nú skal sækja til sigurs og vinna upp þessa þriggja marka forystu Liverpool á heimavelli. Liðið hefur tapað síðustu tveim leikjum en eins og flestir vita töpuðu City sínum nágrannaslag gegn United um helgina. Það eykur enn á áhyggjur mínar að svona gott lið tapar yfirleitt ekki þrem leikjum í röð en það er huggun harmi gegn að Liverpool má alveg tapa leiknum, bara ekki 3-0 eða stærra. Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í gær, mánudag, að hann veit það þýðir lítið að bakka og verjast um of gegn City. Við megum því búast við ansi opnum leik þar sem bæði lið vilja skora. Gengi Liverpool á útivelli gegn City hefur svo ekki verið nógu gott undanfarin ár. Í síðustu fimm leikjum liðanna í deild hefur aðeins einn leikur unnist, einn hefur endað með jafntefli og þrír leikir tapast.
Saga liðanna í Evrópukeppni gæti svo ekki verið ólíkari en eins og menn og konur þekkja er saga okkar manna glæsileg. City menn eru enn að berjast við að skrifa sína sögu en hafa hingað til ekki átt mjög góðu gengi að fagna í Meistaradeild eða annari Evrópukeppni í gegnum tíðina. Eina viðureign liðanna í Evrópukeppni var síðastliðið miðvikudagskvöld og afskaplega væri nú gott ef hægt væri að halda þeirri sigurgöngu áfram gegn þeim ljósbláu. City hafa einu sinni áður komist í undanúrslit Meistaradeildar en það var árið 2016 þegar þeir töpuðu fyrir Real Madrid samanlagt 1-0. Undanfarin 10 ár hefur saga Liverpool í Meistaradeild verið þyrnum stráð þau fáu skipti sem liðið hefur komist í keppnina. Tíu ár eru síðan liðið var í undanúrslitum keppninnar en þá tapaði liðið fyrir Chelsea samanlagt 3-4. Árið eftir datt liðið einnig út fyrir Chelsea, þá í 8-liða úrslitum samanlagt 5-7.
Spáin að þessu sinni er sú að Manchester City mun vinna leikinn en það dugir ekki til. Lokatölur verða 3-1 þar sem heimamenn komast í 2-0 og allt lítur út fyrir að þeir muni keyra yfir gestina. Liverpool svarar með marki í seinni hálfleik og City bæta við einu marki í lokin. Það er ekki laust við að stressið sé byrjað að byggjast upp og dagurinn verður lengi að líða. Við leggjum allt okkar traust á Klopp og hans menn og vonumst til að fagna sæti í undanúrslitum í Meistaradeild í kvöld !
Fróðleikur:
- Mohamed Salah og Roberto Firmino eru markahæstir leikmanna Liverpool í Meistaradeildinni til þessa með 8 mörk hvor.
- Sadio Mané hefur skorað einu marki minna í keppninni til þessa.
- Mohamed Salah er svo auðvitað markahæstur allra leikmanna félagsins á tímabilinu með 38 mörk alls.
- Þeir Sergio Aguero og Raheem Sterling eru markahæstir City manna í Meistaradeildinni með 4 mörk hvor.
- Næstir koma þeir John Stones og Gabriel Jesus með 3 mörk hvor.
- Sergio Aguero er svo markahæstur allra City manna á tímabilinu með 30 mörk í öllum keppnum.
- Roberto Firmino og Mohamed Salah eru einu leikmenn Liverpool sem hafa tekið þátt í öllum leikjum liðsins í Evrópu á tímabilinu eða 11 talsins.
Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðsli Mohamed Salah en hann þurfti að fara af leikvelli snemma í síðari hálfleik í fyrri leik liðanna og missti af nágrannaslagnum við Everton um helgina. Andy Robertson missti einnig af þeim leik vegna eymsla í kálfa en þeir tvær ættu sem betur fer að vera klárir í slaginn í kvöld. Emre Can glímir svo enn við bakmeiðsli og afar ólíklegt er að hann verði orðinn góður til að spila. Fyrirliðinn Jordan Henderson er svo í banni og Gini Wijnaldum tekur hans stöðu á miðjunni. Liðið velur sig því næstum því sjálft þar sem meiðsli þeirra Joel Matip, Adam Lallana og Joe Gomez halda þeim enn frá keppni. Þá meiddist Alberto Moreno eitthvað í upphitun fyrir Everton leikinn og ekki er vitað hvort hann geti tekið sæti á bekknum í kvöld. Eftir því sem næst verður komist hafa heimamenn hinsvegar svo gott sem fullskipað lið en aðeins Benjamin Mendy er á meiðslalistanum þar.
Það hræðir mig mjög mikið að Sergio Aguero er klár í slaginn en hann skorar held ég alltaf þegar hann spilar gegn Liverpool á heimavelli. Það er ljóst að hann leiðir sóknarlínuna í þessum leik og sem fyrr eru þeir fyrir aftan hann afskaplega góðir í fótbolta. Pep Guardiola hefur væntanlega gert sínum mönnum það ljóst að nú skal sækja til sigurs og vinna upp þessa þriggja marka forystu Liverpool á heimavelli. Liðið hefur tapað síðustu tveim leikjum en eins og flestir vita töpuðu City sínum nágrannaslag gegn United um helgina. Það eykur enn á áhyggjur mínar að svona gott lið tapar yfirleitt ekki þrem leikjum í röð en það er huggun harmi gegn að Liverpool má alveg tapa leiknum, bara ekki 3-0 eða stærra. Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í gær, mánudag, að hann veit það þýðir lítið að bakka og verjast um of gegn City. Við megum því búast við ansi opnum leik þar sem bæði lið vilja skora. Gengi Liverpool á útivelli gegn City hefur svo ekki verið nógu gott undanfarin ár. Í síðustu fimm leikjum liðanna í deild hefur aðeins einn leikur unnist, einn hefur endað með jafntefli og þrír leikir tapast.
Saga liðanna í Evrópukeppni gæti svo ekki verið ólíkari en eins og menn og konur þekkja er saga okkar manna glæsileg. City menn eru enn að berjast við að skrifa sína sögu en hafa hingað til ekki átt mjög góðu gengi að fagna í Meistaradeild eða annari Evrópukeppni í gegnum tíðina. Eina viðureign liðanna í Evrópukeppni var síðastliðið miðvikudagskvöld og afskaplega væri nú gott ef hægt væri að halda þeirri sigurgöngu áfram gegn þeim ljósbláu. City hafa einu sinni áður komist í undanúrslit Meistaradeildar en það var árið 2016 þegar þeir töpuðu fyrir Real Madrid samanlagt 1-0. Undanfarin 10 ár hefur saga Liverpool í Meistaradeild verið þyrnum stráð þau fáu skipti sem liðið hefur komist í keppnina. Tíu ár eru síðan liðið var í undanúrslitum keppninnar en þá tapaði liðið fyrir Chelsea samanlagt 3-4. Árið eftir datt liðið einnig út fyrir Chelsea, þá í 8-liða úrslitum samanlagt 5-7.
Spáin að þessu sinni er sú að Manchester City mun vinna leikinn en það dugir ekki til. Lokatölur verða 3-1 þar sem heimamenn komast í 2-0 og allt lítur út fyrir að þeir muni keyra yfir gestina. Liverpool svarar með marki í seinni hálfleik og City bæta við einu marki í lokin. Það er ekki laust við að stressið sé byrjað að byggjast upp og dagurinn verður lengi að líða. Við leggjum allt okkar traust á Klopp og hans menn og vonumst til að fagna sæti í undanúrslitum í Meistaradeild í kvöld !
Fróðleikur:
- Mohamed Salah og Roberto Firmino eru markahæstir leikmanna Liverpool í Meistaradeildinni til þessa með 8 mörk hvor.
- Sadio Mané hefur skorað einu marki minna í keppninni til þessa.
- Mohamed Salah er svo auðvitað markahæstur allra leikmanna félagsins á tímabilinu með 38 mörk alls.
- Þeir Sergio Aguero og Raheem Sterling eru markahæstir City manna í Meistaradeildinni með 4 mörk hvor.
- Næstir koma þeir John Stones og Gabriel Jesus með 3 mörk hvor.
- Sergio Aguero er svo markahæstur allra City manna á tímabilinu með 30 mörk í öllum keppnum.
- Roberto Firmino og Mohamed Salah eru einu leikmenn Liverpool sem hafa tekið þátt í öllum leikjum liðsins í Evrópu á tímabilinu eða 11 talsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan