| Sf. Gutt

West Bromwich Albion v Liverpool
Liverpool leikur til undanúrslita í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. En annað verkefni bíður áður en Liverpool fær Rómverja í heimsókn á Anfield Road. Verkefnið er ekki síður mikilvægt því þó Liverpool standi vel í deildinni hvað varðar fjögur efstu sætin þá þarf að passa upp á stöðuna í deildinni. Svo er ennþá möguleiki á að ná sæti tvö. Sá möguleiki opnaðist um síðustu helgi þegar West Bromwich Albion vann Manchester United á Old Trafford. Neðsta liðið vann það næst efsta og tryggði Manchester City um leið Englandsmeistaratitilinn!
Það er því ekki á vísan að róa á morgun fyrir Liverpool. Reyndar hefur Liverpool ekki enn unnið WBA á þessari leiktíð sem hefur verið svo góð um margt. Segja má að tveir slökustu leikir Liverpool á leiktíðinni hafi komið á móti WBA. Fyrst markalaust jafntefli í deildinni og svo tap í FA bikarnum. Það er því kominn tími á sigur á móti mótherjum morgundagsins.
En eftir mikla þrautagöngu það sem af er ársins hefur WBA nú leikið tvo leiki án taps eftir að Alan Pardew var vikið úr starfi. Fyrst jafntefli og svo sigurinn um síðustu helgi. Liðið á ennþá fræðilegan möguleika á að bjarga sér frá falli en til þess þarf líklega að vinna alla leikina sem eftir eru og vonast eftir hagstæðum úrslitum hjá öðrum.
Jürgen Klopp og ráðgjafar hans þurfa að finna út úr því hvort lykilmenn verði hvíldir á morgun. Svo gæti farið en sem fyrr segir er mikilvægt fyrir Liverpool að ná sigri. Jürgen hefur lagt þunga áherslu á að farið verði í hvern leik til loka leiktíðar af grimmd með það að markmiði að ná sigri. Ég spái því að Liverpool hafi sigur á morgun. Liverpool vinnur 0:2 í erfiðum leik með mörkum þeirra Jordan Henderson og Danny Ings. Baráttan heldur áfram!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

West Bromwich Albion v Liverpool
Liverpool leikur til undanúrslita í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. En annað verkefni bíður áður en Liverpool fær Rómverja í heimsókn á Anfield Road. Verkefnið er ekki síður mikilvægt því þó Liverpool standi vel í deildinni hvað varðar fjögur efstu sætin þá þarf að passa upp á stöðuna í deildinni. Svo er ennþá möguleiki á að ná sæti tvö. Sá möguleiki opnaðist um síðustu helgi þegar West Bromwich Albion vann Manchester United á Old Trafford. Neðsta liðið vann það næst efsta og tryggði Manchester City um leið Englandsmeistaratitilinn!

Það er því ekki á vísan að róa á morgun fyrir Liverpool. Reyndar hefur Liverpool ekki enn unnið WBA á þessari leiktíð sem hefur verið svo góð um margt. Segja má að tveir slökustu leikir Liverpool á leiktíðinni hafi komið á móti WBA. Fyrst markalaust jafntefli í deildinni og svo tap í FA bikarnum. Það er því kominn tími á sigur á móti mótherjum morgundagsins.
En eftir mikla þrautagöngu það sem af er ársins hefur WBA nú leikið tvo leiki án taps eftir að Alan Pardew var vikið úr starfi. Fyrst jafntefli og svo sigurinn um síðustu helgi. Liðið á ennþá fræðilegan möguleika á að bjarga sér frá falli en til þess þarf líklega að vinna alla leikina sem eftir eru og vonast eftir hagstæðum úrslitum hjá öðrum.

Jürgen Klopp og ráðgjafar hans þurfa að finna út úr því hvort lykilmenn verði hvíldir á morgun. Svo gæti farið en sem fyrr segir er mikilvægt fyrir Liverpool að ná sigri. Jürgen hefur lagt þunga áherslu á að farið verði í hvern leik til loka leiktíðar af grimmd með það að markmiði að ná sigri. Ég spái því að Liverpool hafi sigur á morgun. Liverpool vinnur 0:2 í erfiðum leik með mörkum þeirra Jordan Henderson og Danny Ings. Baráttan heldur áfram!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!
Fréttageymslan