| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Roma í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar í kvöld, þriðjudagskvöldið 24. apríl. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og spennan er heldur betur farin að magnast upp hjá okkur stuðningsmönnum.
Jürgen Klopp var hress að venju á blaðamannafundi í gær og skemmti sér vel þegar svör hans voru túlkuð á ítölsku. Byrjunarlið kvöldsins segir sig nokkuð sjálft enda voru nokkrir leikmenn hvíldir á laugardaginn gegn W.B.A. Loris Karius verður í markinu, vörnin verður líklegast skipuð Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk, Dejan Lovren og Andy Robertson. Miðjan er alltaf smá spurningamerki en ég tippa á að þeir Jordan Henderson og Alex Oxlade-Chamberlain verði þar ásamt fyrirliðanum Jordan Henderson. Frammi verða svo klárlega þeir Sadio Mané, Mohamed Salah og Roberto Firmino. Nathaniel Clyne er eftir því sem næst verður komist ekki klár til að sitja á bekknum og sem fyrr eru þeir Adam Lallana, Emre Can og Joel Matip frá vegna meiðsla. Joe Gomez fær sæti á bekknum ásamt Ragnar Klavan, Simon Mignolet, Alberto Moreno, Gini Wijnaldum, Danny Ings og Dominic Solanke.
Hjá Roma eru aðeins tveir leikmenn meiddir, varnarmaðurinn Rick Karsdorp og framherjinn Gregoire Defrel en það eru klárlega ekki neinir lykilmenn í þeirra hópi. Þeir geta því stillt upp sínu sterkasta liði og um liðna helgi hvíldu þeir sína lykilmenn í 0-3 útisigri á SPAL. Í liði þeirra eru kannski ekki neinar stórstjörnur en liðsheildin er sterk og með Edin Dzeko frammi þurfa varnarmenn Liverpool klárlega að vera á tánum. Ítalirnir slógu Barcelona út í 8-liða úrslitum eins og allir vita og náðu þeir gríðarlega mikilvægu útivallarmarki í 4-1 tapi í fyrri leik liðanna. Að fá á sig mark gegn Roma á heimavelli væri mjög vont uppá framhaldið að gera og vonandi ná okkar menn að halda hreinu.
Liðin eiga svo sannarlega sögu í viðureignum sínum í Evrópukeppni í gegnum tíðina. Fyrsta viðureign liðanna var í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 á heimavelli Rómverja. Það voru heldur betur læti í stuðningsmönnum þeirra fyrir leik og á meðan leik stóð. Þeir mættu á æfingu hjá Liverpool fyrir leik og létu ófriðlega. Það hafði sem betur fer ekki áhrif á Graeme Souness og félaga í Liverpool sem sigruðu leikinn eftir vítaspyrnukeppni þar sem Bruce Grobbelaar tók Rómverja á taugum þegar þeir tóku sínar spyrnur. Liðin mættust svo í Evrópukeppni félagsliða árið 2001 þar sem okkar menn sigruðu á útivelli 0-2 og 1-0 á heimavelli. Eins og flestir muna fóru Liverpool alla leið í þessari keppni það árið og stóðu uppi sem sigurvegarar. Það leið svo ekki langur tími þangað til liðin mættust aftur en tímabilið á eftir drógust liðin saman í seinni hluta riðlakeppninnar. Þar fór fyrri leikur liðanna 0-0 á Ítalíu og seinni leikinn sigruðu heimamenn í Liverpool 2-0. Liverpool hafa semsagt ekki enn tapað fyrir Roma í Evrópukeppni og varla fara menn að byrja á því núna.
Roma hafa spilað mjög vel í Evrópu á tímabilinu. Þeir lentu í erfiðum riðli í byrjun með Chelsea og Atletico Madrid en stóðu þar uppi sem sigurvegarar. Meðal annars náðu þeir góðu 3-3 jafntefli gegn Chelsea á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir, komust þeir svo í 2-3 en fengu á sig jöfnunarmark seint í leiknum. Í 16-liða úrslitum mættu þeir Shakthar Donetsk og töpuðu fyrri leiknum 2-1 en á heimavelli unnu þeir 1-0 sigur og komust því áfram á útivallarmarki. Sama var uppá teningnum gegn Barcelona í 8-liða úrslitum en þá var tapið á útivelli 4-1 en það kom ekki að sök því Rómverjar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu heimaleikinn 3-0 eins og áður sagði. Liðið hefur ekki enn fengið á sig mark á heimavelli í Evrópu á tímabilinu og hingað til náð að skora á útivelli í útsláttarkeppninni. Það má helst ekki gerast í kvöld.
Spáin að þessu sinni er sú að okkar mönnum tekst að vinna leikinn en hvort það takist að halda hreinu skal ósagt látið. Ég hallast að því að Roma nái að pota inn einu marki en lokatölur verða 3-1. Það verður að duga í seinni leiknum og við treystum á að hin sterka framlína Liverpool takist að svara fyrir útivallarmark Roma á þeirra heimavelli. Stemmningin verður heldur betur mögnuð á Anfield í kvöld og verður gaman að heyra söngva stuðningsmanna allan leikinn. Stuðningsmenn Roma verða að sjálfsögðu háværir líka en vonandi tekst liðinu að slökkva í söngvum þeirra snemma. Allt er klárt fyrir magnað Evrópukvöld á Anfield, dagurinn verður lengi að líða fyrir okkur stuðningsmenn eins og venja er þegar beðið er eftir svona risaleik. Við hvetjum sem flesta til að mæta á heimavöllinn okkar, Spot í Kópavogi og mynd þar frábæra stemmningu !
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur leikmanna liðsins á tímabilinu með 41 mark í öllum keppnum.
- Hann deilir þó efsta sætinu yfir mörk skoruð í Evrópu með Roberto Firmino en báðir hafa skorað 9 mörk til þessa.
- Edin Dzeko er markahæstur leikmanna Roma á tímabilinu með 21 mark í öllum keppnum.
- Hann er jafnframt markahæstur í liðinu í Meistaradeildinni með sex mörk.
- James Milner er sem fyrr stoðsendingakóngur Meistaradeildarinnar, hann hefur lagt upp átta mörk fyrir liðsfélaga sína.
Jürgen Klopp var hress að venju á blaðamannafundi í gær og skemmti sér vel þegar svör hans voru túlkuð á ítölsku. Byrjunarlið kvöldsins segir sig nokkuð sjálft enda voru nokkrir leikmenn hvíldir á laugardaginn gegn W.B.A. Loris Karius verður í markinu, vörnin verður líklegast skipuð Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk, Dejan Lovren og Andy Robertson. Miðjan er alltaf smá spurningamerki en ég tippa á að þeir Jordan Henderson og Alex Oxlade-Chamberlain verði þar ásamt fyrirliðanum Jordan Henderson. Frammi verða svo klárlega þeir Sadio Mané, Mohamed Salah og Roberto Firmino. Nathaniel Clyne er eftir því sem næst verður komist ekki klár til að sitja á bekknum og sem fyrr eru þeir Adam Lallana, Emre Can og Joel Matip frá vegna meiðsla. Joe Gomez fær sæti á bekknum ásamt Ragnar Klavan, Simon Mignolet, Alberto Moreno, Gini Wijnaldum, Danny Ings og Dominic Solanke.
Hjá Roma eru aðeins tveir leikmenn meiddir, varnarmaðurinn Rick Karsdorp og framherjinn Gregoire Defrel en það eru klárlega ekki neinir lykilmenn í þeirra hópi. Þeir geta því stillt upp sínu sterkasta liði og um liðna helgi hvíldu þeir sína lykilmenn í 0-3 útisigri á SPAL. Í liði þeirra eru kannski ekki neinar stórstjörnur en liðsheildin er sterk og með Edin Dzeko frammi þurfa varnarmenn Liverpool klárlega að vera á tánum. Ítalirnir slógu Barcelona út í 8-liða úrslitum eins og allir vita og náðu þeir gríðarlega mikilvægu útivallarmarki í 4-1 tapi í fyrri leik liðanna. Að fá á sig mark gegn Roma á heimavelli væri mjög vont uppá framhaldið að gera og vonandi ná okkar menn að halda hreinu.
Liðin eiga svo sannarlega sögu í viðureignum sínum í Evrópukeppni í gegnum tíðina. Fyrsta viðureign liðanna var í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða árið 1984 á heimavelli Rómverja. Það voru heldur betur læti í stuðningsmönnum þeirra fyrir leik og á meðan leik stóð. Þeir mættu á æfingu hjá Liverpool fyrir leik og létu ófriðlega. Það hafði sem betur fer ekki áhrif á Graeme Souness og félaga í Liverpool sem sigruðu leikinn eftir vítaspyrnukeppni þar sem Bruce Grobbelaar tók Rómverja á taugum þegar þeir tóku sínar spyrnur. Liðin mættust svo í Evrópukeppni félagsliða árið 2001 þar sem okkar menn sigruðu á útivelli 0-2 og 1-0 á heimavelli. Eins og flestir muna fóru Liverpool alla leið í þessari keppni það árið og stóðu uppi sem sigurvegarar. Það leið svo ekki langur tími þangað til liðin mættust aftur en tímabilið á eftir drógust liðin saman í seinni hluta riðlakeppninnar. Þar fór fyrri leikur liðanna 0-0 á Ítalíu og seinni leikinn sigruðu heimamenn í Liverpool 2-0. Liverpool hafa semsagt ekki enn tapað fyrir Roma í Evrópukeppni og varla fara menn að byrja á því núna.
Roma hafa spilað mjög vel í Evrópu á tímabilinu. Þeir lentu í erfiðum riðli í byrjun með Chelsea og Atletico Madrid en stóðu þar uppi sem sigurvegarar. Meðal annars náðu þeir góðu 3-3 jafntefli gegn Chelsea á útivelli eftir að hafa lent 2-0 undir, komust þeir svo í 2-3 en fengu á sig jöfnunarmark seint í leiknum. Í 16-liða úrslitum mættu þeir Shakthar Donetsk og töpuðu fyrri leiknum 2-1 en á heimavelli unnu þeir 1-0 sigur og komust því áfram á útivallarmarki. Sama var uppá teningnum gegn Barcelona í 8-liða úrslitum en þá var tapið á útivelli 4-1 en það kom ekki að sök því Rómverjar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu heimaleikinn 3-0 eins og áður sagði. Liðið hefur ekki enn fengið á sig mark á heimavelli í Evrópu á tímabilinu og hingað til náð að skora á útivelli í útsláttarkeppninni. Það má helst ekki gerast í kvöld.
Spáin að þessu sinni er sú að okkar mönnum tekst að vinna leikinn en hvort það takist að halda hreinu skal ósagt látið. Ég hallast að því að Roma nái að pota inn einu marki en lokatölur verða 3-1. Það verður að duga í seinni leiknum og við treystum á að hin sterka framlína Liverpool takist að svara fyrir útivallarmark Roma á þeirra heimavelli. Stemmningin verður heldur betur mögnuð á Anfield í kvöld og verður gaman að heyra söngva stuðningsmanna allan leikinn. Stuðningsmenn Roma verða að sjálfsögðu háværir líka en vonandi tekst liðinu að slökkva í söngvum þeirra snemma. Allt er klárt fyrir magnað Evrópukvöld á Anfield, dagurinn verður lengi að líða fyrir okkur stuðningsmenn eins og venja er þegar beðið er eftir svona risaleik. Við hvetjum sem flesta til að mæta á heimavöllinn okkar, Spot í Kópavogi og mynd þar frábæra stemmningu !
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur leikmanna liðsins á tímabilinu með 41 mark í öllum keppnum.
- Hann deilir þó efsta sætinu yfir mörk skoruð í Evrópu með Roberto Firmino en báðir hafa skorað 9 mörk til þessa.
- Edin Dzeko er markahæstur leikmanna Roma á tímabilinu með 21 mark í öllum keppnum.
- Hann er jafnframt markahæstur í liðinu í Meistaradeildinni með sex mörk.
- James Milner er sem fyrr stoðsendingakóngur Meistaradeildarinnar, hann hefur lagt upp átta mörk fyrir liðsfélaga sína.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan