| Sf. Gutt
Eftir ævintýrið á Anfield Road á móti Roma á þriðjudagskvöldið þurfa leikmenn Liverpool að ná sér niður á jörðina og huga að því að ná þeim stigum í hús sem þarf til að tryggja eitt af fjórum efstu sætunum í deildinni. Eins bilað eins og það er þá má segja að það sé jafn mikilvægt að komast í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn og að ná fjórða sæti í deildinni. Liðið sem verður Evrópumeistari fær sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili en takist það ekki verður að ná nógu hátt í deildinni til að ná sæti í deild þeirra bestu í Evrópu. Liverpool er enn ekki öruggt með að ná einu af fjórum efstu sætunum en það má ekki bregðast að tryggja það. Meistaradeildin hefur sína galla en til að Liverpool geti haldið áfram þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað síðustu árin þarf að vera með í þessari keppni sem gefur svo háar fjárhæðir af sér.
Sigur á Stoke City á Anfield Road á morgun fer langt með að tryggja eitt ef þessum sætum. Tottenham getur skákað Liverpool og Chelsea sem er í fimmta sæti getur það líka. Jürgen Klopp hefur orðið tíðrætt um það síðustu vikur að leikmenn Liverpool verði að halda áfram að vera reiðir í öllum leikjum sínum til loka leiktíðar. Með þessu er hann að meina að leikmenn sínir verði að halda áfram á fullu þar til flautað er til leiksloka í síðasta leik leiktíðarinnar.
Stuðningsmenn Liverpool horfa auðvitað til Evrópubikarsins. Allir vilja að Liverpool vinni hann í sjötta sinn og auðvitað eru leikmenn líka með hugann við þá keppni. Seinni leikurinn við Roma er í efstur í huga. En stöðuna í deildinni verður að tryggja! Mótherji morgundagsins, Stoke City, á það sameiginlegt með mótherja síðustu helgar, WBA, að vera í fallhættu. Liverpool missti unninn leik út úr höndunum á sér um liðna helgi og það má ekki endurtaka sig. Stoke þarf á þremur stigum að halda líkt og Liverpool.
Leikmenn Liverpool eru örugglega þreyttir eftir Evrópuleikinn við Roma og hópurinn er orðinn þunnskipaður. Alex Oxlade Chamberlain er kominn í sumarfrí og Sadio Mané er tæður vegna meiðsla. Joel Matip, Adam Lallana og Emre Can eru ennmeiddir svo nokkrir séu meiddir. En Rauði herinn verður að ná einbeitingu á morgun og vinna. Ég held að það muni takast. Liverpool vinnur 3:1. Moahmed Salah setur nýtt markamet í Úrvalsdeildinni. Auk hans skora Roberto Firmino og Danny Ings. Áfram gakk!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Eftir ævintýrið á Anfield Road á móti Roma á þriðjudagskvöldið þurfa leikmenn Liverpool að ná sér niður á jörðina og huga að því að ná þeim stigum í hús sem þarf til að tryggja eitt af fjórum efstu sætunum í deildinni. Eins bilað eins og það er þá má segja að það sé jafn mikilvægt að komast í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn og að ná fjórða sæti í deildinni. Liðið sem verður Evrópumeistari fær sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili en takist það ekki verður að ná nógu hátt í deildinni til að ná sæti í deild þeirra bestu í Evrópu. Liverpool er enn ekki öruggt með að ná einu af fjórum efstu sætunum en það má ekki bregðast að tryggja það. Meistaradeildin hefur sína galla en til að Liverpool geti haldið áfram þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað síðustu árin þarf að vera með í þessari keppni sem gefur svo háar fjárhæðir af sér.
Sigur á Stoke City á Anfield Road á morgun fer langt með að tryggja eitt ef þessum sætum. Tottenham getur skákað Liverpool og Chelsea sem er í fimmta sæti getur það líka. Jürgen Klopp hefur orðið tíðrætt um það síðustu vikur að leikmenn Liverpool verði að halda áfram að vera reiðir í öllum leikjum sínum til loka leiktíðar. Með þessu er hann að meina að leikmenn sínir verði að halda áfram á fullu þar til flautað er til leiksloka í síðasta leik leiktíðarinnar.
Stuðningsmenn Liverpool horfa auðvitað til Evrópubikarsins. Allir vilja að Liverpool vinni hann í sjötta sinn og auðvitað eru leikmenn líka með hugann við þá keppni. Seinni leikurinn við Roma er í efstur í huga. En stöðuna í deildinni verður að tryggja! Mótherji morgundagsins, Stoke City, á það sameiginlegt með mótherja síðustu helgar, WBA, að vera í fallhættu. Liverpool missti unninn leik út úr höndunum á sér um liðna helgi og það má ekki endurtaka sig. Stoke þarf á þremur stigum að halda líkt og Liverpool.
Leikmenn Liverpool eru örugglega þreyttir eftir Evrópuleikinn við Roma og hópurinn er orðinn þunnskipaður. Alex Oxlade Chamberlain er kominn í sumarfrí og Sadio Mané er tæður vegna meiðsla. Joel Matip, Adam Lallana og Emre Can eru ennmeiddir svo nokkrir séu meiddir. En Rauði herinn verður að ná einbeitingu á morgun og vinna. Ég held að það muni takast. Liverpool vinnur 3:1. Moahmed Salah setur nýtt markamet í Úrvalsdeildinni. Auk hans skora Roberto Firmino og Danny Ings. Áfram gakk!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan