| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Í úrslit !
Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar í gærkvöldi eftir 4-2 tap gegn Roma í Rómarborg. Auðvitað þurfti liðið að láta okkur stuðningsmenn svitna og rúmlega það með því að fá á sig mörk á lokamínútunum en allt fór vel að lokum.
Það var að sjálfsögðu gríðarlega góð stemmning á Ólympíuleikvanginum í Róm og heimamenn höfðu fulla trú á verkefninu fyrirfram. Þeir byrjuðu líka betur og á fyrstu mínútu leiksins komst El Shaarawy bakvið vörnina og átti sendingu inná teiginn sem Edin Dzeko náði ekki að skalla á markið undir pressu frá van Dijk. Alessandro Florenzi átti svo hörkuskot fyrir utan teig sem flaug rétt framhjá stönginni. Pressan því töluverð frá Roma snemma leiks. En eins og í fyrri leiknum gerðu þeir sig seka um mistök og var strax refsað fyrir. Nainggolan átti slæma sendingu þvert inná miðjunni og Firmino náði boltanum, tók á rás fram völlinn og sendi boltann inná Mané vinstra megin. Mané var nánast óvaldaður og hann gerði engin mistök þegar hann sendi boltann framhjá Alisson í markinu. Gríðarlega mikilvægt útivallarmark komið og það fyrsta sem Roma fær á sig á heimavelli í keppninni. En Liverpool menn kunna líka að gefa mörk hinumegin og ansi slysalegt mark leit dagsins ljós á 15. mínútu. Há sending kom frá hægri yfir á fjærstöngina þar sem einn Rómverji sendi boltann fyrir markið. Dejan Lovren þrumaði frá marki en hitti beint í höfuðið á James Milner og þaðan fór boltinn í netið. Staðan orðin 1-1 og heimamenn eygðu áfram von um að komast áfram.
Eins og í fyrri leiknum var ekki langt að bíða eftir næsta marki og sem betur fer var það gestanna. Andy Robertson átti góða rispu upp völlinn og hann lék alveg inní teiginn, upp að endamörkum þar sem hann kom boltanum á Mané sem skaut að marki. Skotið var vel varið af Alisson í markinu en boltinn fór afturfyrir endamörk. Hornspyrnan var tekin og slakur skalli frá Fazio fór beint uppí loft. Dzeko reyndi að skalla frá en van Dijk reyndi líka að ná til boltans og skalli Dzeko var ekki betri en svo að hann sendi boltann afturfyrir sig inná markteiginn þar sem Gini Wijnaldum var mættur og skallaði framhjá Alisson. Fyrsta útivallarmark Hollendingsins þar með loksins komið fyrir Liverpool og það var heldur betur mikilvægt. Staðan orðin 1-2 og nú var ljóst að Rómverjar þyrftu fjögur mörk í viðbót til að koma leiknum í framlengingu. Þeir héldu áfram að reyna og komust ansi nálægt því þegar El Shaarawy þrumaði að marki, boltinn hafði viðkomu í Milner og small svo í stönginni. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og gestirnir í góðri stöðu þegar dómarinn flautaði lokaflaut hálfleiksins.
Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri þar sem heimamenn héldu áfram að ógna. Það tók þá aðeins sjö mínútur að jafna metin. Alexander-Arnold seldi sig úti hægra megin þegar hann náði ekki til boltans og títtnefndur El Shaarawy komst inná teiginn og skaut að marki. Karius varði skotið en sló boltann beint fyrir fæturnar á Dzeko sem þakkaði fyrir sig, náði valdi á boltanum og skaut honum í fjærhornið. Gestirnir náðu ekki að halda boltanum vel sín á milli og Mohamed Salah var ekki mikið inní leiknum. Þeir náðu þó oft að koma sér fram völlinn en fóru illa að ráði sínu þegar þeir nálguðust teiginn. Heppnin var svo kannski líka á bandi okkar manna þegar Dzeko var ranglega dæmdur rangstæður, hann hélt áfram inní teiginn þar sem Karius klippti hann niður. Klárt víti hefði verið niðurstaðan ef línuvörðurinn hefði ekki flaggað. Eftir klukkutíma leik voru lukkudísirnar enn á bandi Liverpool þegar Alexander-Arnold mistókst að hreinsa frá markinu, boltinn fór beint til El Shaarawy sem skaut að marki en boltinn fór hendinga á Alexander-Arnold og þaðan yfir markið. Áfram leið tíminn og hver mínúta færði Liverpool nær sæti í úrslitaleiknum en heimamenn gáfust auðvitað ekki upp. Karius gerði tvisvar sinnum vel þegar hann var vel á verði, Dzeko reyndi skot úr teignum sem Þjóðverjinn gerði vel í að verja og há sending innfyrir á varamanninn Cengiz Under skapaði hættu og Under náði að koma tánni í boltann en Karius greip hann rétt við marklínuna. Á 86. mínútu komust heimamenn svo yfir. Kolarov sendi þá boltann þvert fyrir utan teig á Nainggolan sem þrumaði að marki. Boltinn fór í stöngina og inn. Belginn fagnaði markinu ekki mikið enda vissi hann sem var að tíminn var ansi naumur. En Rómverjar náðu að skora eitt mark í viðbót. Vítaspyrna var dæmd fyrir ansi litlar sakir þegar boltinn fór í hendina á Klavan í teignum. Klavan gat lítið að því gert og hann var með hendur með síðum í þokkabót. Úr spyrnunni skoraði Nainggolan en lokaflaut dómarans gall þegar Liverpool menn tóku miðju og sæti í úrslitaleiknum var því tryggt með minnsta mun !
Leikmenn og þjálfarateymi félagsins fögnuðu innilega með stuðningsmönnum eftir leik og stemmningin var að sjálfsögðu mögnuð. Menn hafa svo leyft sér að fagna eitthvað frameftir kvöldi en nú þarf að einbeita sér að síðustu tveimur leikjum í deild og tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Roma: Alisson Becker, Florenzi, Manolas, Fazio, Kolarov, Pellegrini (Ünder, 53. mín.), De Rossi (Gonalons, 69. mín.), Nainggolan, Schick, Dzeko, El Shaarawy (Antonucci 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Skorupski, Nunes Jesus, da Silva Peres, Santos da Silva.
Mörk Roma: Sjálfsmark (15. mín.), Dzeko (52. mín.), Nainggolan (86. mín og 90. mín. (víti)).
Gul spjöld: Florenzi og Manolas.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold (Clyne, 90. mín.), Lovren, van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Wijnaldum, Mané (Klavan, 83. mín.), Salah, Firmino (Solanke, 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Woodburn, Ings.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (9. mín.) og Gini Wijnaldum (25. mín.).
Gul spjöld: Lovren, Robertson og Solanke.
Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Róm: 61.889.
Maður leiksins: Valið er kannski aðeins erfitt að þessu sinni en ætli Sadio Mané fái ekki nafnbótina að þessu sinni fyrir að skora fyrsta mark leiksins og almenn stóð hann sig vel í leiknum. Aðrir leikmenn voru vissulega að berjast fyrir liðið og liðsheildin var nógu sterk til að standast áhlaup heimamanna.
Jürgen Klopp: ,,Við fengum smá heppni með okkur í lið og þurftum á því að halda. Roma hefði átt skilið að fara í framlengingu en ég er ekki viss hvort að leikmenn mínir hefðu komist í gegnum 30 mínútna framlengingu í viðbót. Við komum inní þessa keppni í gegnum undankeppni og nú erum við komnir í úrslit og ég er svo ánægður fyrir hönd félagsins, leikmennina og stuðningsmennina. Nú förum við til Kiev að spila úrslitaleik.
Fróðleikur:
- Úrslitaleikur Liverpool og Real Madrid verður endurtekning á úrslitaleiknum frá árinu 1981 þar sem okkar menn stóðu uppi sem sigurvegarar.
- Undanúrslitaeinvígi Liverpool og Roma er markahæsta einvígi í sögu Meistaradeildar en 13 mörk voru skoruð í leikjunum tveimur.
- Liverpool hafa skorað 20 mörk á útivelli í keppninni á tímabilinu og jöfnuðu þar með met Real Madrid frá tímabilinu 2013-14.
- Sadio Mané skoraði sitt níunda Meistaradeildar mark á tímabilinu í aðeins 10 leikjum.
- Mané, Firmino og Salah hafa samtals skorað 29 mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu og ekkert sóknartríó hefur skorað svo mörg mörk í sögu keppninnar.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Það var að sjálfsögðu gríðarlega góð stemmning á Ólympíuleikvanginum í Róm og heimamenn höfðu fulla trú á verkefninu fyrirfram. Þeir byrjuðu líka betur og á fyrstu mínútu leiksins komst El Shaarawy bakvið vörnina og átti sendingu inná teiginn sem Edin Dzeko náði ekki að skalla á markið undir pressu frá van Dijk. Alessandro Florenzi átti svo hörkuskot fyrir utan teig sem flaug rétt framhjá stönginni. Pressan því töluverð frá Roma snemma leiks. En eins og í fyrri leiknum gerðu þeir sig seka um mistök og var strax refsað fyrir. Nainggolan átti slæma sendingu þvert inná miðjunni og Firmino náði boltanum, tók á rás fram völlinn og sendi boltann inná Mané vinstra megin. Mané var nánast óvaldaður og hann gerði engin mistök þegar hann sendi boltann framhjá Alisson í markinu. Gríðarlega mikilvægt útivallarmark komið og það fyrsta sem Roma fær á sig á heimavelli í keppninni. En Liverpool menn kunna líka að gefa mörk hinumegin og ansi slysalegt mark leit dagsins ljós á 15. mínútu. Há sending kom frá hægri yfir á fjærstöngina þar sem einn Rómverji sendi boltann fyrir markið. Dejan Lovren þrumaði frá marki en hitti beint í höfuðið á James Milner og þaðan fór boltinn í netið. Staðan orðin 1-1 og heimamenn eygðu áfram von um að komast áfram.
Eins og í fyrri leiknum var ekki langt að bíða eftir næsta marki og sem betur fer var það gestanna. Andy Robertson átti góða rispu upp völlinn og hann lék alveg inní teiginn, upp að endamörkum þar sem hann kom boltanum á Mané sem skaut að marki. Skotið var vel varið af Alisson í markinu en boltinn fór afturfyrir endamörk. Hornspyrnan var tekin og slakur skalli frá Fazio fór beint uppí loft. Dzeko reyndi að skalla frá en van Dijk reyndi líka að ná til boltans og skalli Dzeko var ekki betri en svo að hann sendi boltann afturfyrir sig inná markteiginn þar sem Gini Wijnaldum var mættur og skallaði framhjá Alisson. Fyrsta útivallarmark Hollendingsins þar með loksins komið fyrir Liverpool og það var heldur betur mikilvægt. Staðan orðin 1-2 og nú var ljóst að Rómverjar þyrftu fjögur mörk í viðbót til að koma leiknum í framlengingu. Þeir héldu áfram að reyna og komust ansi nálægt því þegar El Shaarawy þrumaði að marki, boltinn hafði viðkomu í Milner og small svo í stönginni. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og gestirnir í góðri stöðu þegar dómarinn flautaði lokaflaut hálfleiksins.
Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri þar sem heimamenn héldu áfram að ógna. Það tók þá aðeins sjö mínútur að jafna metin. Alexander-Arnold seldi sig úti hægra megin þegar hann náði ekki til boltans og títtnefndur El Shaarawy komst inná teiginn og skaut að marki. Karius varði skotið en sló boltann beint fyrir fæturnar á Dzeko sem þakkaði fyrir sig, náði valdi á boltanum og skaut honum í fjærhornið. Gestirnir náðu ekki að halda boltanum vel sín á milli og Mohamed Salah var ekki mikið inní leiknum. Þeir náðu þó oft að koma sér fram völlinn en fóru illa að ráði sínu þegar þeir nálguðust teiginn. Heppnin var svo kannski líka á bandi okkar manna þegar Dzeko var ranglega dæmdur rangstæður, hann hélt áfram inní teiginn þar sem Karius klippti hann niður. Klárt víti hefði verið niðurstaðan ef línuvörðurinn hefði ekki flaggað. Eftir klukkutíma leik voru lukkudísirnar enn á bandi Liverpool þegar Alexander-Arnold mistókst að hreinsa frá markinu, boltinn fór beint til El Shaarawy sem skaut að marki en boltinn fór hendinga á Alexander-Arnold og þaðan yfir markið. Áfram leið tíminn og hver mínúta færði Liverpool nær sæti í úrslitaleiknum en heimamenn gáfust auðvitað ekki upp. Karius gerði tvisvar sinnum vel þegar hann var vel á verði, Dzeko reyndi skot úr teignum sem Þjóðverjinn gerði vel í að verja og há sending innfyrir á varamanninn Cengiz Under skapaði hættu og Under náði að koma tánni í boltann en Karius greip hann rétt við marklínuna. Á 86. mínútu komust heimamenn svo yfir. Kolarov sendi þá boltann þvert fyrir utan teig á Nainggolan sem þrumaði að marki. Boltinn fór í stöngina og inn. Belginn fagnaði markinu ekki mikið enda vissi hann sem var að tíminn var ansi naumur. En Rómverjar náðu að skora eitt mark í viðbót. Vítaspyrna var dæmd fyrir ansi litlar sakir þegar boltinn fór í hendina á Klavan í teignum. Klavan gat lítið að því gert og hann var með hendur með síðum í þokkabót. Úr spyrnunni skoraði Nainggolan en lokaflaut dómarans gall þegar Liverpool menn tóku miðju og sæti í úrslitaleiknum var því tryggt með minnsta mun !
Leikmenn og þjálfarateymi félagsins fögnuðu innilega með stuðningsmönnum eftir leik og stemmningin var að sjálfsögðu mögnuð. Menn hafa svo leyft sér að fagna eitthvað frameftir kvöldi en nú þarf að einbeita sér að síðustu tveimur leikjum í deild og tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Roma: Alisson Becker, Florenzi, Manolas, Fazio, Kolarov, Pellegrini (Ünder, 53. mín.), De Rossi (Gonalons, 69. mín.), Nainggolan, Schick, Dzeko, El Shaarawy (Antonucci 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Skorupski, Nunes Jesus, da Silva Peres, Santos da Silva.
Mörk Roma: Sjálfsmark (15. mín.), Dzeko (52. mín.), Nainggolan (86. mín og 90. mín. (víti)).
Gul spjöld: Florenzi og Manolas.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold (Clyne, 90. mín.), Lovren, van Dijk, Robertson, Henderson, Milner, Wijnaldum, Mané (Klavan, 83. mín.), Salah, Firmino (Solanke, 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Woodburn, Ings.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (9. mín.) og Gini Wijnaldum (25. mín.).
Gul spjöld: Lovren, Robertson og Solanke.
Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Róm: 61.889.
Maður leiksins: Valið er kannski aðeins erfitt að þessu sinni en ætli Sadio Mané fái ekki nafnbótina að þessu sinni fyrir að skora fyrsta mark leiksins og almenn stóð hann sig vel í leiknum. Aðrir leikmenn voru vissulega að berjast fyrir liðið og liðsheildin var nógu sterk til að standast áhlaup heimamanna.
Jürgen Klopp: ,,Við fengum smá heppni með okkur í lið og þurftum á því að halda. Roma hefði átt skilið að fara í framlengingu en ég er ekki viss hvort að leikmenn mínir hefðu komist í gegnum 30 mínútna framlengingu í viðbót. Við komum inní þessa keppni í gegnum undankeppni og nú erum við komnir í úrslit og ég er svo ánægður fyrir hönd félagsins, leikmennina og stuðningsmennina. Nú förum við til Kiev að spila úrslitaleik.
Fróðleikur:
- Úrslitaleikur Liverpool og Real Madrid verður endurtekning á úrslitaleiknum frá árinu 1981 þar sem okkar menn stóðu uppi sem sigurvegarar.
- Undanúrslitaeinvígi Liverpool og Roma er markahæsta einvígi í sögu Meistaradeildar en 13 mörk voru skoruð í leikjunum tveimur.
- Liverpool hafa skorað 20 mörk á útivelli í keppninni á tímabilinu og jöfnuðu þar með met Real Madrid frá tímabilinu 2013-14.
- Sadio Mané skoraði sitt níunda Meistaradeildar mark á tímabilinu í aðeins 10 leikjum.
- Mané, Firmino og Salah hafa samtals skorað 29 mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu og ekkert sóknartríó hefur skorað svo mörg mörk í sögu keppninnar.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan