| Heimir Eyvindarson
Liverpool er í 3. sæti með 72 eftir 36 leiki, nákvæmlega 2 stig í leik að meðaltali. Tottenham er í 4. sæti með 71 stig, en á leik til góða á Liverpool. Chelsea er í 5. sæti með 66 stig og 17 mörk í mínus á Liverpool.
Staðan er semsagt þannig að Liverpool hefur þrjá sjénsa til að komast í Meistaradeildina næsta vetur:
1. Ná í stig gegn Chelsea
2. Vinna Brighton
3. Vinna Real Madrid
Auðvitað er hægt að flækja þetta og toga í allar áttir, tæknilega gætum við endað í topp 4 þrátt fyrir að tapa bæði fyrir Chelsea og Brighton en það væri bara best að tryggja sætið strax á sunnudaginn. Tölfræðilega getur Liverpool ennþá náð 2. sætinu af Manchester United, við erum fimm stigum á eftir þeim. Vonandi fylgja liðin sem United á eftir að mæta því góða fordæmi sem Brighton sýndi í gærkvöldi.
Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði hjá Chelsea, en liðið er á ágætis skriði núna og eygir veika von um að bjarga Meistaradeildarsætinu á lokametrunum. Liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og er auðvitað með hörkumannskap. Ég held að ég fari rétt með það að David Luiz og Danny Drinkwater séu einu alvöru kallarnir sem eru meiddir, annars á Conte að geta stillt upp sínu sterkasta liði.
Gomez, Can, Matip og Oxlade Chamberlain eru allir meiddir, en gleðifréttirnar eru að Adam Lallana virðist vera orðinn leikfær. Hann fór með liðinu til Rómar og tók fullan þátt í æfingu gærdagsins.
Ég held að það sé engin spurning að Klopp stillir upp eins sterku liði og hann getur. Aftasta línan verður eins og gegn Roma hugsa ég, nema hann taki upp á því að setja Clyne inn fyrir TAA og Klavan fyrir Lovren. Hvað veit maður? Ég á ekki von á því að Lallana byrji þannig að restin af liðinu verður trúlega eins og í Róm.
Það var svekkjandi að ná ekki öllum stigunum í fyrri leiknum á Anfield og það verður gallsúrt að ná ekki öllum stigunum á morgun. Liverpool hefur kannski eðlilega hikstað svolítið í deildinni undanfarið, en nú er rétti tíminn til að koma af fullum krafti til baka og tryggja topp-4 sætið.
Ég er eins og oftast frekar svartsýnn, ég er hræddur um að menn verði ekki alveg komnir niður á jörðina og svo verður að viðurkennast að liðið er svolítið þreytt, enda hefur álagið verið ansi mikið síðustu vikurnar. Kannski verður spennufallið of mikið, ég óttast það aðeins. En það þýðir ekkert að vera með fullkominn bölmóð, ég spái 2-2 jafntefli. Ings og Solanke koma af bekknum og skora. Eða........nei líklega ekki........
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það eru þrír möguleikar í stöðunni fyrir Liverpool, ef liðið ætlar að vera með í Meistaradeildinni á næsta ári. Einn þeirra er að vinna Englandsmeistara Chelsea á útivelli á morgun.
Liverpool er í 3. sæti með 72 eftir 36 leiki, nákvæmlega 2 stig í leik að meðaltali. Tottenham er í 4. sæti með 71 stig, en á leik til góða á Liverpool. Chelsea er í 5. sæti með 66 stig og 17 mörk í mínus á Liverpool.
Staðan er semsagt þannig að Liverpool hefur þrjá sjénsa til að komast í Meistaradeildina næsta vetur:
1. Ná í stig gegn Chelsea
2. Vinna Brighton
3. Vinna Real Madrid
Auðvitað er hægt að flækja þetta og toga í allar áttir, tæknilega gætum við endað í topp 4 þrátt fyrir að tapa bæði fyrir Chelsea og Brighton en það væri bara best að tryggja sætið strax á sunnudaginn. Tölfræðilega getur Liverpool ennþá náð 2. sætinu af Manchester United, við erum fimm stigum á eftir þeim. Vonandi fylgja liðin sem United á eftir að mæta því góða fordæmi sem Brighton sýndi í gærkvöldi.
Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði hjá Chelsea, en liðið er á ágætis skriði núna og eygir veika von um að bjarga Meistaradeildarsætinu á lokametrunum. Liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og er auðvitað með hörkumannskap. Ég held að ég fari rétt með það að David Luiz og Danny Drinkwater séu einu alvöru kallarnir sem eru meiddir, annars á Conte að geta stillt upp sínu sterkasta liði.
Gomez, Can, Matip og Oxlade Chamberlain eru allir meiddir, en gleðifréttirnar eru að Adam Lallana virðist vera orðinn leikfær. Hann fór með liðinu til Rómar og tók fullan þátt í æfingu gærdagsins.
Ég held að það sé engin spurning að Klopp stillir upp eins sterku liði og hann getur. Aftasta línan verður eins og gegn Roma hugsa ég, nema hann taki upp á því að setja Clyne inn fyrir TAA og Klavan fyrir Lovren. Hvað veit maður? Ég á ekki von á því að Lallana byrji þannig að restin af liðinu verður trúlega eins og í Róm.
Það var svekkjandi að ná ekki öllum stigunum í fyrri leiknum á Anfield og það verður gallsúrt að ná ekki öllum stigunum á morgun. Liverpool hefur kannski eðlilega hikstað svolítið í deildinni undanfarið, en nú er rétti tíminn til að koma af fullum krafti til baka og tryggja topp-4 sætið.
Ég er eins og oftast frekar svartsýnn, ég er hræddur um að menn verði ekki alveg komnir niður á jörðina og svo verður að viðurkennast að liðið er svolítið þreytt, enda hefur álagið verið ansi mikið síðustu vikurnar. Kannski verður spennufallið of mikið, ég óttast það aðeins. En það þýðir ekkert að vera með fullkominn bölmóð, ég spái 2-2 jafntefli. Ings og Solanke koma af bekknum og skora. Eða........nei líklega ekki........
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan