| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tap gegn Chelsea
Liverpool heimsótti Chelsea á Stamford Bridge í dag. Lokatölur urðu 1-0 fyrir fráfarandi Englandsmeistara, sem þýðir að topp-4 sætið er ekki tryggt ennþá.
Jürgen Klopp gerði einungis eina mannabreytingu á liðinu frá því í seinni leiknum við Roma á miðvikudaginn. Nathaniel Clyne kom inn fyrir Jordan Henderson, sem þýddi að TAA tók sæti Henderson á miðjunni og Clyne tók hægri bakvörðinn. Þrátt fyrir að vera farinn að æfa á fullu var Adam Lallana ekki í hópnum í dag. Annað í liðsvalinu kom ekkert á óvart.
Liverpool var meira með boltann á löngum köflum í fyrri hálfleik en það var ekki sérlega mikið um opin færi, enda spiluðu heimamenn að venju mjög varfærnislega. Það var samt slatti af góðu spili og merkilegar margar harðar tæklingar.
Á 4. mínútu átti Firmino ágætt skot sem Courtois varði og á 24. mínútu átti Mané hörkuskot sem Belginn varði vel í horn. Upp úr horninu var Van Dijk nálægt því að komast í dauðafæri, en Courtois tókst að koma fingurgómunum í boltann og fleyta honum framhjá pönnunni á Van Dijk.
Á 31. mínútu var Mané aftur á ferðinni með hörkuskot, aftur varði Courtois. Boltinn hrökk til Firmino en hann náði ekki að gera sér mat úr því. Liverpool klárlega betra liðið fyrsta hálftímann, þrátt fyrir að sýna engan stórleik.
En mínútu síðar var Chelsea komið yfir. Victor Moses sendi boltann fyrir markið, boltinn hafði viðkomu í Mané og Oliver Giroud náði að skalla hann í netið af fimm metra færi. 29 skallamark Giroud síðan hann kom í ensku deildina. Það er víst met. Ég hefði samt viljað sjá Karius reyna við boltann, finnst hann stundum ansi staður á fótunum.
Það var lítið að frétta það sem eftir lifði hálfleiksins, nema kannski að Salah fékk gult spjald fyrir dýfu við vítateig Chelsea. Ólíkur sjálfum sér í undanförnum leikjum Egyptinn, kannski er hann ekki alveg að höndla allt havaríið.
Staðan svekkjandi 1-0 í hálfleik á Stamford Bridge, eina færi Chelsea í hálfleiknum endaði með marki. Við þekkjum þetta.
Það gerðist fátt markvert í seinni hálfleik, Liverpool vildi tvisvar fá víti en það hefði verið ansi langsótt. Í fyrra skiptið tók Cahill Salah hefðbundnu hálstaki inní teig og í seinna skiptið skoppaði boltinn hugsanlega í hönd varnarmanns Chelsea.
Dominic Solanke fékk besta færi Liverpool undir lokin, en skallaði framhjá.
Niðurstaðan í steikjandi hitanum í höfuðborginni 1-0 sigur Chelsea, sem eygja ennþá veika von um Meistaradeildarsæti.
Chelsea: Courtois, Aspiliqueta, Cahill, Rudiger, Bakayoko, Kanté, Fabregas (Pedro á 90. mín.), Moses (Zappacosta á 89. mín.), Alonso, Hazard (Willian á 86. mín.), Giroud. Ónotaðir varamenn: Caballero, Zappacosta, Willian, Emerson, Barkley, Christensen, Pedro.
Mark Chelsea: Giroud á 32. mín.
Gul spjöld: Courtois, Moses, Alonso
Liverpool: Karius, Clyne (Henderson á 59. mín.), Lovren, Van Dijk, Robertson (Solanke á 74. mín.), TAA, Milner (Moreno á 88. mín.), Wijnaldum, Firmino, Mané, Salah. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Klavan, Woodburn, Ings.
Gul spjöld: Salah, Clyne
Dómari: Anthony Taylor
Maður leiksins: Það hljómar kannski undarlega, svona af því að sóknarþungi Liverpool var ekki merkilegur í dag, en ég vel Mané mann leiksins. Hann var eini maðurinn í framlínunni sem eitthvað kvað að og vann að auki vel til baka. Firmino og Salah áttu afleitan dag verður að segjast og restin af liðinu átti engan sérstakan stórleik.
Jürgen Klopp: ,,Í rauninni er ég sáttur við allan leikinn, nema markið. Við eigum að verjast svona, við vitum hver hættan er þegar Giroud er annars vegar og það var ekki nógu gott að fá þetta mark á sig. Ef okkur hefði tekist að verjast því hefðum við fengið eitt stig og þá væri staða okkar mun þægilegri. Auðvitað eru menn þreyttir á þessum tímapunkti. Það hefur verið mikið álag, mér fannst Chelsea ekkert ferskari en við ef ég á að segja alveg eins og er. Ég er mjög stoltur af strákunum, nú er það bara úrslitaleikur gegn Brighton á sunnudaginn. Svona er lífið."
-Þetta var 500. útileikur Liverpool í Úrvalsdeild.
-Fram að þessum leik var Liverpool eina liðið í Úrvalsdeild sem Conte hafði ekki náð að leggja að velli.
-Dejan Lovren lék í dag sinn 150. leik með Liverpool.
-Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
-Hér er viðtal við Jürgen Klopp
Á 4. mínútu átti Firmino ágætt skot sem Courtois varði og á 24. mínútu átti Mané hörkuskot sem Belginn varði vel í horn. Upp úr horninu var Van Dijk nálægt því að komast í dauðafæri, en Courtois tókst að koma fingurgómunum í boltann og fleyta honum framhjá pönnunni á Van Dijk.
Á 31. mínútu var Mané aftur á ferðinni með hörkuskot, aftur varði Courtois. Boltinn hrökk til Firmino en hann náði ekki að gera sér mat úr því. Liverpool klárlega betra liðið fyrsta hálftímann, þrátt fyrir að sýna engan stórleik.
En mínútu síðar var Chelsea komið yfir. Victor Moses sendi boltann fyrir markið, boltinn hafði viðkomu í Mané og Oliver Giroud náði að skalla hann í netið af fimm metra færi. 29 skallamark Giroud síðan hann kom í ensku deildina. Það er víst met. Ég hefði samt viljað sjá Karius reyna við boltann, finnst hann stundum ansi staður á fótunum.
Það var lítið að frétta það sem eftir lifði hálfleiksins, nema kannski að Salah fékk gult spjald fyrir dýfu við vítateig Chelsea. Ólíkur sjálfum sér í undanförnum leikjum Egyptinn, kannski er hann ekki alveg að höndla allt havaríið.
Staðan svekkjandi 1-0 í hálfleik á Stamford Bridge, eina færi Chelsea í hálfleiknum endaði með marki. Við þekkjum þetta.
Það gerðist fátt markvert í seinni hálfleik, Liverpool vildi tvisvar fá víti en það hefði verið ansi langsótt. Í fyrra skiptið tók Cahill Salah hefðbundnu hálstaki inní teig og í seinna skiptið skoppaði boltinn hugsanlega í hönd varnarmanns Chelsea.
Dominic Solanke fékk besta færi Liverpool undir lokin, en skallaði framhjá.
Niðurstaðan í steikjandi hitanum í höfuðborginni 1-0 sigur Chelsea, sem eygja ennþá veika von um Meistaradeildarsæti.
Chelsea: Courtois, Aspiliqueta, Cahill, Rudiger, Bakayoko, Kanté, Fabregas (Pedro á 90. mín.), Moses (Zappacosta á 89. mín.), Alonso, Hazard (Willian á 86. mín.), Giroud. Ónotaðir varamenn: Caballero, Zappacosta, Willian, Emerson, Barkley, Christensen, Pedro.
Mark Chelsea: Giroud á 32. mín.
Gul spjöld: Courtois, Moses, Alonso
Liverpool: Karius, Clyne (Henderson á 59. mín.), Lovren, Van Dijk, Robertson (Solanke á 74. mín.), TAA, Milner (Moreno á 88. mín.), Wijnaldum, Firmino, Mané, Salah. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Klavan, Woodburn, Ings.
Gul spjöld: Salah, Clyne
Dómari: Anthony Taylor
Maður leiksins: Það hljómar kannski undarlega, svona af því að sóknarþungi Liverpool var ekki merkilegur í dag, en ég vel Mané mann leiksins. Hann var eini maðurinn í framlínunni sem eitthvað kvað að og vann að auki vel til baka. Firmino og Salah áttu afleitan dag verður að segjast og restin af liðinu átti engan sérstakan stórleik.
Jürgen Klopp: ,,Í rauninni er ég sáttur við allan leikinn, nema markið. Við eigum að verjast svona, við vitum hver hættan er þegar Giroud er annars vegar og það var ekki nógu gott að fá þetta mark á sig. Ef okkur hefði tekist að verjast því hefðum við fengið eitt stig og þá væri staða okkar mun þægilegri. Auðvitað eru menn þreyttir á þessum tímapunkti. Það hefur verið mikið álag, mér fannst Chelsea ekkert ferskari en við ef ég á að segja alveg eins og er. Ég er mjög stoltur af strákunum, nú er það bara úrslitaleikur gegn Brighton á sunnudaginn. Svona er lífið."
Fróðleikur:
-Þetta var 500. útileikur Liverpool í Úrvalsdeild.
-Fram að þessum leik var Liverpool eina liðið í Úrvalsdeild sem Conte hafði ekki náð að leggja að velli.
-Dejan Lovren lék í dag sinn 150. leik með Liverpool.
-Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com
-Hér er viðtal við Jürgen Klopp
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan