| Sf. Gutt

Við erum Liverpool!


Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, segir að enginn hafi búist við því að Liverpool gæti komist í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Við erum Liverpool! Jürgen hafð meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn. 

,,Enginn átti von á því að við yrðum hérna en við erum hérna vegna þess að við erum Liverpool! Það er greipt í erfðaefni félagsins að það getur sannarlega unnið stórvirki. Ég er viss um að á þeirri sekúndu sem leikurinn hefst þá verður meira sjálfstraust í liði Real Madrid. En leikurinn endar ekki þá því þá er hann rétt að byrja. Ég er virkilega hamingjusamur yfir því að vera kominn hingað með þennan leikmannahóp. Þeir verðskulda að vera hérna og ég er sannarlega stoltur."


,,Við höfum sýnt frábæra leiki á leiðinni í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og skoruðum flest mörk allra. Ég trúi því ekki að þetta sé satt en þetta höfum við afrekað. Við skoruðum flest mörk og náðum frábærum úrslitum á útivelli og heima." 

,,Við höfum góðu knattspyrnuliði á að skipa fyrir níu mánuðum þegar við höfum vegferðina. Strákarnir eru tilbúnir að takast á við stór verkefni. Það er hugsanlegt að einhverja okkar hafi dreymt um að komast í úrslitaleikinn. En þetta gerðist bara vegna þess hversu vel við spiluðum í leikjunum. Við náðum að skapa sérstakan baráttuanda. Hann sást í öllum leikjunum og hingað erum við komnir. Það er ekki spurning að þessi baráttuandi er okkar mesti styrkur!"


Liverpool hefur unnið Evrópubikarinn fimm sinnum. Í kvöld gefst færi á að vinna þennan merka bikar í sjötta sinn. Real Madrid, sem hefur unnið bikarinn 12 sinnum, stendur í veginum! Nú er að ljúka verkefninu og vinna fyrsta titil félagsins í sex ár. Tími til kominn! YNWA!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan