| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Góður sigur á Arsenal
Liverpool unnu góðan 3-1 sigur á Arsenal í síðasta leik dagsins í úrvalsdeildinni. Joel Matip og Mohamed Salah skoruðu mörkin og var seinna mark Salah sérlega glæsilegt.
Byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan og það kom lítið á óvart. Breytingarnar frá síðasta leik voru tvær, Henderson og Fabinho komu inn í stað Milner og Oxlade-Chamberlain.
Margir bjuggust við því að gestirnir myndu stilla upp öflugu sóknarþríeyki með Lacazette, Aubameyang og Pepe saman en þeir tveir síðastnefndu byrjuðu og Lacazette þurfti að gera sér sæti á bekknum að góðu. Granit Xhaka kom inní liðið á ný en Mezut Özil var áfram fjarverandi frá leikmannahópnum.
Okkar menn byrjuðu af krafti og strax á 2. mínútu sendi Matip út til vinstri á Robertson sem hafði mikið svæði, hann lék að vítateignum og skaut að marki. Boltinn fór ekki langt framhjá fjærstönginni og Firmino var heldur ekki langt frá því að ná til boltans og koma þar með skoti á markið. Leikurinn datt í jafnvægi eftir þetta og á 11. mínútu fengu gestirnir færi þegar Adrian átti misheppnaða hreinsun frá marki, boltinn fór beint til Aubameyang fyrir utan teig sem reyndi að lyfta boltanum yfir alla en sem betur fer fór boltinn framhjá markinu. Næsta færi fékk Mané þegar Ceballos var undir pressu uppvið hornfánann og reyndi að senda boltann yfir á hinn kantinn. Mané var vel vakandi á teignum og náði boltanum og skaut að marki en Leno varði vel. Hinumegin átti Pepe svo flott skot með vinstri fyrir utan teig en það var framhjá.
Liverpool voru mun meira með boltann eins og við var að búast en Arsenal gáfu fá færi á sér. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Liverpool hornspyrnu og einhverjar tafir voru áður en spyrnan var tekin þar sem VAR-sjáin vildi athuga með rautt spjald. Erfitt var fyrir áhorfendur að átta sig á því um hvaða atvik var að ræða en eftir smá stund leyfði dómarinn leiknum að halda áfram. Hornspyrnan var tekin, Arsenal hreinsaði frá marki og Henderson reyndi að taka boltann niður á miðjum vallarhelmingi. Það tókst ekki og Pepe stal boltanum, skeiðaði í átt að marki, komst framhjá Robertson og var kominn einn í gegn. Skot hans var hinsvegar arfaslakt og Adrian varði og hættunni var bægt frá.
Talandi um hornspyrnur þá kom fyrsta mark leiksins einmitt eftir eina slíka frá Alexander-Arnold. Joel Matip reis manna hæst á markteignum og skallaði boltann í markið. Þessu var vissulega vel fagnað og mikilvægt að fara inní hálfleikinn með forystu.
Það þurfti svo ekki að bíða lengi eftir því að forysta Liverpool var orðin stærri þegar seinni hálfleikur hófst. David Luiz togaði greinilega í treyju Salah á teignum þegar Egyptinn var að komast í gegn og vítaspyrna dæmd. Salah fór á punktinn og skoraði af fádæma öryggi. Arsenal menn gáfust ekki upp þrátt fyrir þetta og Aubameyang hefði getað minnkað muninn þegar hann var nánast kominn einn í gegn en Matip átti frábæra tæklingu til að bjarga málunum. Næsta mark var það fallegasta í leiknum. Salah fékk boltann rétt innan við miðlínu á vallarhelmingi Arsenal og fíflaði Luiz uppúr skónum. Hann lék inná teiginn nánast óáreittur og setti boltann snyrtilega í fjærhornið. Glæsilegt mark og örugg forysta okkar manna var þar með í hendi.
Það sem eftir lifði leiks sóttu gestirnir í sig veðrið og varamaðurinn Torreira náði að minnka muninn fimm mínútum fyrir leikslok með marki úr teignum. Okkar menn virtust nokkuð sáttir með orðinn hlut og lengra fóru Skytturnar ekki. Vissulega súrt að ná ekki að halda hreinu en sigurinn var engu að síður góður og fullt hús stiga eftir þrjá leiki er það sem skiptir máli.
Liverpool: Adrian, Alexander, Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Wijnaldum (Milner, 69. mín.), Mané (Oxlade-Chamberlain, 77. mín.), Salah, Firmino (Lallana, 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Shaqiri, Origi.
Mörk Liverpool: Joel Matip (41. mín.) og Mohamed Salah (49. mín. (víti) og 58. mín.).
Gult spjald: Fabinho.
Arsenal: Leno, Maitland-Niles, Papastathopoulos, David Luiz, Monreal, Guendouzi (Mkhitaryan 86. mín.), Xhaka, Ceballos (Torreira, 61. mín.), Willock (Lacazette, 81. mín.), Pépé, Aubameyang. Ónotaðir varamenn: Martínez, Chambers, Kolasinac, Nelson.
Mark Arsenal: Lucas Torreira (85. mín.).
Gult spjald: David Luiz.
Áhorfendur á Anfield: 53.298.
Maður leiksins: Mohamed Salah skoraði frábært mark og var ógnandi, sérstaklega í seinni hálfleik. Hér erum við klárlega að tala um einn besta leikmann deildarinnar og það eru forréttindi að fá að hafa hann í okkar liði.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var frábær leikur af okkar hálfu svo snemma á tímabilinu. Stórkostlegt í raun. Frammistaðan var full af krafti, orku, græðgi og ástríðu en það er eitthvað sem maður verður að hafa gegn liði eins og Arsenal. Uppstilling þeirra kom okkur aðeins á óvart. Við vissum ekki að þeir gætu stillt upp eins og þeir gerðu en við breyttum aðeins og brugðumst vel við. Síðustu tíu mínúturnar sá ég tölfræði sem sýndi að við vorum með boltann 53% og þeir 47% eða eitthvað álíka en í 80 mínútur hlýtur þetta að hafa verið mikið öðruvísi. Í 80 mínútur vorum við með algera stjórn á leiknum. Við erum ekki Disneyland og þurfum ekki að halda öllum ofurspenntum yfir frammistöðu okkar hverja sekúndu leiksins."
- Fróðleikur:
- Mohamed Salah 57 mörk í 77 deildarleikjum fyrir félagið.
- Liverpool hafa unnið 12 leiki í deildinni í röð sem er félagsmet.
- Jürgen Klopp hefur stýrt Liverpool í átta leikjum gegn Arsenal, unnið fimm og gert þrjú jafntefli.
- Trent Alexander-Arnold hefur lagt upp níu mörk í síðustu tíu leikjum sínum á Anfield í öllum keppnum.
- Frá byrjun síðasta tímabils hefur Liverpool skorað 22 mörk með skalla en það eru sjö mörkum meira en næsta lið.
Byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan og það kom lítið á óvart. Breytingarnar frá síðasta leik voru tvær, Henderson og Fabinho komu inn í stað Milner og Oxlade-Chamberlain.
Margir bjuggust við því að gestirnir myndu stilla upp öflugu sóknarþríeyki með Lacazette, Aubameyang og Pepe saman en þeir tveir síðastnefndu byrjuðu og Lacazette þurfti að gera sér sæti á bekknum að góðu. Granit Xhaka kom inní liðið á ný en Mezut Özil var áfram fjarverandi frá leikmannahópnum.
Okkar menn byrjuðu af krafti og strax á 2. mínútu sendi Matip út til vinstri á Robertson sem hafði mikið svæði, hann lék að vítateignum og skaut að marki. Boltinn fór ekki langt framhjá fjærstönginni og Firmino var heldur ekki langt frá því að ná til boltans og koma þar með skoti á markið. Leikurinn datt í jafnvægi eftir þetta og á 11. mínútu fengu gestirnir færi þegar Adrian átti misheppnaða hreinsun frá marki, boltinn fór beint til Aubameyang fyrir utan teig sem reyndi að lyfta boltanum yfir alla en sem betur fer fór boltinn framhjá markinu. Næsta færi fékk Mané þegar Ceballos var undir pressu uppvið hornfánann og reyndi að senda boltann yfir á hinn kantinn. Mané var vel vakandi á teignum og náði boltanum og skaut að marki en Leno varði vel. Hinumegin átti Pepe svo flott skot með vinstri fyrir utan teig en það var framhjá.
Liverpool voru mun meira með boltann eins og við var að búast en Arsenal gáfu fá færi á sér. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Liverpool hornspyrnu og einhverjar tafir voru áður en spyrnan var tekin þar sem VAR-sjáin vildi athuga með rautt spjald. Erfitt var fyrir áhorfendur að átta sig á því um hvaða atvik var að ræða en eftir smá stund leyfði dómarinn leiknum að halda áfram. Hornspyrnan var tekin, Arsenal hreinsaði frá marki og Henderson reyndi að taka boltann niður á miðjum vallarhelmingi. Það tókst ekki og Pepe stal boltanum, skeiðaði í átt að marki, komst framhjá Robertson og var kominn einn í gegn. Skot hans var hinsvegar arfaslakt og Adrian varði og hættunni var bægt frá.
Talandi um hornspyrnur þá kom fyrsta mark leiksins einmitt eftir eina slíka frá Alexander-Arnold. Joel Matip reis manna hæst á markteignum og skallaði boltann í markið. Þessu var vissulega vel fagnað og mikilvægt að fara inní hálfleikinn með forystu.
Það þurfti svo ekki að bíða lengi eftir því að forysta Liverpool var orðin stærri þegar seinni hálfleikur hófst. David Luiz togaði greinilega í treyju Salah á teignum þegar Egyptinn var að komast í gegn og vítaspyrna dæmd. Salah fór á punktinn og skoraði af fádæma öryggi. Arsenal menn gáfust ekki upp þrátt fyrir þetta og Aubameyang hefði getað minnkað muninn þegar hann var nánast kominn einn í gegn en Matip átti frábæra tæklingu til að bjarga málunum. Næsta mark var það fallegasta í leiknum. Salah fékk boltann rétt innan við miðlínu á vallarhelmingi Arsenal og fíflaði Luiz uppúr skónum. Hann lék inná teiginn nánast óáreittur og setti boltann snyrtilega í fjærhornið. Glæsilegt mark og örugg forysta okkar manna var þar með í hendi.
Það sem eftir lifði leiks sóttu gestirnir í sig veðrið og varamaðurinn Torreira náði að minnka muninn fimm mínútum fyrir leikslok með marki úr teignum. Okkar menn virtust nokkuð sáttir með orðinn hlut og lengra fóru Skytturnar ekki. Vissulega súrt að ná ekki að halda hreinu en sigurinn var engu að síður góður og fullt hús stiga eftir þrjá leiki er það sem skiptir máli.
Liverpool: Adrian, Alexander, Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Wijnaldum (Milner, 69. mín.), Mané (Oxlade-Chamberlain, 77. mín.), Salah, Firmino (Lallana, 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Shaqiri, Origi.
Mörk Liverpool: Joel Matip (41. mín.) og Mohamed Salah (49. mín. (víti) og 58. mín.).
Gult spjald: Fabinho.
Arsenal: Leno, Maitland-Niles, Papastathopoulos, David Luiz, Monreal, Guendouzi (Mkhitaryan 86. mín.), Xhaka, Ceballos (Torreira, 61. mín.), Willock (Lacazette, 81. mín.), Pépé, Aubameyang. Ónotaðir varamenn: Martínez, Chambers, Kolasinac, Nelson.
Mark Arsenal: Lucas Torreira (85. mín.).
Gult spjald: David Luiz.
Áhorfendur á Anfield: 53.298.
Maður leiksins: Mohamed Salah skoraði frábært mark og var ógnandi, sérstaklega í seinni hálfleik. Hér erum við klárlega að tala um einn besta leikmann deildarinnar og það eru forréttindi að fá að hafa hann í okkar liði.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var frábær leikur af okkar hálfu svo snemma á tímabilinu. Stórkostlegt í raun. Frammistaðan var full af krafti, orku, græðgi og ástríðu en það er eitthvað sem maður verður að hafa gegn liði eins og Arsenal. Uppstilling þeirra kom okkur aðeins á óvart. Við vissum ekki að þeir gætu stillt upp eins og þeir gerðu en við breyttum aðeins og brugðumst vel við. Síðustu tíu mínúturnar sá ég tölfræði sem sýndi að við vorum með boltann 53% og þeir 47% eða eitthvað álíka en í 80 mínútur hlýtur þetta að hafa verið mikið öðruvísi. Í 80 mínútur vorum við með algera stjórn á leiknum. Við erum ekki Disneyland og þurfum ekki að halda öllum ofurspenntum yfir frammistöðu okkar hverja sekúndu leiksins."
- Fróðleikur:
- Mohamed Salah 57 mörk í 77 deildarleikjum fyrir félagið.
- Liverpool hafa unnið 12 leiki í deildinni í röð sem er félagsmet.
- Jürgen Klopp hefur stýrt Liverpool í átta leikjum gegn Arsenal, unnið fimm og gert þrjú jafntefli.
- Trent Alexander-Arnold hefur lagt upp níu mörk í síðustu tíu leikjum sínum á Anfield í öllum keppnum.
- Frá byrjun síðasta tímabils hefur Liverpool skorað 22 mörk með skalla en það eru sjö mörkum meira en næsta lið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan