| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap á Ítalíu
Annað árið í röð var niðurstaðan tap á heimavelli Napoli þar sem heimamenn skoruðu seint í leiknum. Niðurstaðan 2-0 og var seinna markið hrein gjöf frá varnarmönnum Liverpool.
Jürgen Klopp gerði tvær breytingar á liðinu frá síðasta leik. Inn komu Jordan Henderson og James Milner í stað Gini Wijnaldum og Alex Oxlade-Chamberlain. Heimamenn stilltu upp sterku liði eins og við var að búast með þá Lozano og Mertens sem framherja.
Eftir sjö mínútna leik höfðu heimamenn komið boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Adrian gerði vel í að verja tvö skot sem komu að marki og eftir það seinna barst boltinn til Lozano á markteig sem skallaði boltann í markið en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Á 21. mínútu kom fyrsta markverða færi Liverpool þegar Mané fékk sendingu frá Henderson inná teiginn vinstra megin, fyrsta snerting Senegalans var ekki mjög góð en hann kom skoti á markið sem Meret varði. Varnarmenn beggja liða voru vel á tánum og nokkrum sinnum náðu þeir að koma í veg fyrir stórhættu með því að komast fyrir boltann. Það var svo undir lok hálfleiksins að besta færi leiksins leit dagsins ljós þegar Milner komst inná teiginn og reyndi að senda á Salah en boltanum var bjargað í horn. Uppúr hornspyrnunni skallaði Firmino svo rétt framhjá markinu. Staðan í hálfleik markalaus.
Aðeins fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þegar Adrian varði stórkostlega frá Mertens. Há sending frá vinstri kanti fór rétt yfir höfuðið á van Dijk og Mertens hoppaði hátt og setti fótinn í boltann sem stefndi í netið. Adrian kastaði sér til hliðar og sló boltann yfir markið með hendinni, glæsileg tilþrif hjá Spánverjanum þarna. Mané hefði svo átt að gera miklu miklu betur þegar hann vann boltann eftir hornspyrnu Napoli. Hann og Salah voru tveir á einn en sendingin innfyrir á Salah var alltof föst og færið fór forgörðum. Á 65. mínútu fékk Salah svo færi eftir mistök Manolas og skaut að marki en Meret varði frábærlega. Liverpool voru þarna komnir með fín tök á leiknum og Mané fékk ágætt skotfæri á teignum eftir samspil við Firmino en skotið var of nálægt Meret í markinu.
Á 80. mínútu var svo dæmt víti á Robertson þegar hann virtist fella Callejon en í endursýningu mátti sjá að snertingin var ekki mikil. Mertens fór á punktinn og Adrian var í boltanum en kom því miður ekki í veg fyrir mark. Í blálokin fékk svo Llorente gjöf þegar van Dijk átti slaka sendingu til baka, hann nýtti sér hik varnarmanna Liverpool og lyfti boltanum yfir Adrian í markinu. Lokatölur 2-0.
Napoli: Meret, Di Lorenzo, Manolas, Koulibaly, Mário Rui, Callejón, Marques Loureiro (Elmas, 75. mín.), Ruiz, Insigne (Zielinski, 66. mín), Mertens, Lozano (Llorente, 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Ospina, Milik, Ghoulam, Maksimovic.
Mörk Napoli: Dries Mertens (82. mín. (víti) og Fernando Llorente (90 +2 mín.).
Gult spjald: Llorente.
Liverpool: Adrian, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Fabinho, Milner (Wijnaldum, 66. mín.), Henderson (Shaqiri, 87. mín.), Salah, Firmino, Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Lovren, Gomez, Lallana.
Gul spjöld: Robertson og Milner.
Jürgen Klopp: ,,Við ættum að vera særðir eftir þetta vegna þess að við fengum tækifæri til að skora. Þetta var opinn leikur með mörgum skyndisóknum, en við kláruðum ekki þær sem við fengum og þar liggur vandamálið. Í seinni hálfleik var þetta frekar villtu leikur, bæði lið hlupu mikið."
,,Mér fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Hvað get ég sagt, fyrir mér var þetta augljóslega ekki víti. Hann (Callejon) hoppar upp áður en nokkur snerting á sér stað, en við getum ekki breytt því."
Maður leiksins: Adrian var kannski sá leikmaður sem stóð sig hvað best í þessum leik. Hann varði vel áður en að vítaspyrnunni kom og hann var ekki langt frá því að verja vítið frá Mertens. Hann gat svo lítið gert í seinna markinu.
Jürgen Klopp gerði tvær breytingar á liðinu frá síðasta leik. Inn komu Jordan Henderson og James Milner í stað Gini Wijnaldum og Alex Oxlade-Chamberlain. Heimamenn stilltu upp sterku liði eins og við var að búast með þá Lozano og Mertens sem framherja.
Eftir sjö mínútna leik höfðu heimamenn komið boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Adrian gerði vel í að verja tvö skot sem komu að marki og eftir það seinna barst boltinn til Lozano á markteig sem skallaði boltann í markið en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Á 21. mínútu kom fyrsta markverða færi Liverpool þegar Mané fékk sendingu frá Henderson inná teiginn vinstra megin, fyrsta snerting Senegalans var ekki mjög góð en hann kom skoti á markið sem Meret varði. Varnarmenn beggja liða voru vel á tánum og nokkrum sinnum náðu þeir að koma í veg fyrir stórhættu með því að komast fyrir boltann. Það var svo undir lok hálfleiksins að besta færi leiksins leit dagsins ljós þegar Milner komst inná teiginn og reyndi að senda á Salah en boltanum var bjargað í horn. Uppúr hornspyrnunni skallaði Firmino svo rétt framhjá markinu. Staðan í hálfleik markalaus.
Aðeins fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þegar Adrian varði stórkostlega frá Mertens. Há sending frá vinstri kanti fór rétt yfir höfuðið á van Dijk og Mertens hoppaði hátt og setti fótinn í boltann sem stefndi í netið. Adrian kastaði sér til hliðar og sló boltann yfir markið með hendinni, glæsileg tilþrif hjá Spánverjanum þarna. Mané hefði svo átt að gera miklu miklu betur þegar hann vann boltann eftir hornspyrnu Napoli. Hann og Salah voru tveir á einn en sendingin innfyrir á Salah var alltof föst og færið fór forgörðum. Á 65. mínútu fékk Salah svo færi eftir mistök Manolas og skaut að marki en Meret varði frábærlega. Liverpool voru þarna komnir með fín tök á leiknum og Mané fékk ágætt skotfæri á teignum eftir samspil við Firmino en skotið var of nálægt Meret í markinu.
Á 80. mínútu var svo dæmt víti á Robertson þegar hann virtist fella Callejon en í endursýningu mátti sjá að snertingin var ekki mikil. Mertens fór á punktinn og Adrian var í boltanum en kom því miður ekki í veg fyrir mark. Í blálokin fékk svo Llorente gjöf þegar van Dijk átti slaka sendingu til baka, hann nýtti sér hik varnarmanna Liverpool og lyfti boltanum yfir Adrian í markinu. Lokatölur 2-0.
Napoli: Meret, Di Lorenzo, Manolas, Koulibaly, Mário Rui, Callejón, Marques Loureiro (Elmas, 75. mín.), Ruiz, Insigne (Zielinski, 66. mín), Mertens, Lozano (Llorente, 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Ospina, Milik, Ghoulam, Maksimovic.
Mörk Napoli: Dries Mertens (82. mín. (víti) og Fernando Llorente (90 +2 mín.).
Gult spjald: Llorente.
Liverpool: Adrian, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Fabinho, Milner (Wijnaldum, 66. mín.), Henderson (Shaqiri, 87. mín.), Salah, Firmino, Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Lovren, Gomez, Lallana.
Gul spjöld: Robertson og Milner.
Jürgen Klopp: ,,Við ættum að vera særðir eftir þetta vegna þess að við fengum tækifæri til að skora. Þetta var opinn leikur með mörgum skyndisóknum, en við kláruðum ekki þær sem við fengum og þar liggur vandamálið. Í seinni hálfleik var þetta frekar villtu leikur, bæði lið hlupu mikið."
,,Mér fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Hvað get ég sagt, fyrir mér var þetta augljóslega ekki víti. Hann (Callejon) hoppar upp áður en nokkur snerting á sér stað, en við getum ekki breytt því."
Maður leiksins: Adrian var kannski sá leikmaður sem stóð sig hvað best í þessum leik. Hann varði vel áður en að vítaspyrnunni kom og hann var ekki langt frá því að verja vítið frá Mertens. Hann gat svo lítið gert í seinna markinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan