| Sf. Gutt
Óhætt er að segja að óheppnin elti Ben Woodburn. Hann hefur tvívegis fótbrotnað á leiktíðinni. Ben var lánaður til Oxford United í fyrrasumar og byrjaði vel þar. Í október brotnaði bein í fæti og fór hann þá aftur heim til Liverpool í sjúkraþjálfun.
Í desember brotnaði svo sama bein í hinum fætinum! Á þeim tímapunkti var Ben rétt við að fara aftur til Oxford eftir að hafa náð sér eftir meiðslin sem hann varð fyrir í október. Það er því óhætt að segja að óheppnin elti Ben en meiðsli settu líka strik í reikninginn hjá honum á síðasta keppnistímabili en þá var hann um tíma í láni hjá Sheffield United.
Ben ætti að vera búinn að ná sér núna. Hann er á hinn bóginn núna í leikhléi eins og aðrir knattspyrnumenn á Bretlandi og víðast hvar.
Ben Woodburn er eins og allir veita yngsti markaskorari í sögu Liverpool. Hann var aðeins 17 ára og 45 daga gamall þegar hann skoraði í 2:0 sigri á Leeds United í Deildarbikarnum í nóvember 2016. Hingað til hefur hann leikið 11 leiki með aðalliði Liverpool.
TIL BAKA
Óheppnin eltir Ben
Óhætt er að segja að óheppnin elti Ben Woodburn. Hann hefur tvívegis fótbrotnað á leiktíðinni. Ben var lánaður til Oxford United í fyrrasumar og byrjaði vel þar. Í október brotnaði bein í fæti og fór hann þá aftur heim til Liverpool í sjúkraþjálfun.
Í desember brotnaði svo sama bein í hinum fætinum! Á þeim tímapunkti var Ben rétt við að fara aftur til Oxford eftir að hafa náð sér eftir meiðslin sem hann varð fyrir í október. Það er því óhætt að segja að óheppnin elti Ben en meiðsli settu líka strik í reikninginn hjá honum á síðasta keppnistímabili en þá var hann um tíma í láni hjá Sheffield United.
Ben ætti að vera búinn að ná sér núna. Hann er á hinn bóginn núna í leikhléi eins og aðrir knattspyrnumenn á Bretlandi og víðast hvar.
Ben Woodburn er eins og allir veita yngsti markaskorari í sögu Liverpool. Hann var aðeins 17 ára og 45 daga gamall þegar hann skoraði í 2:0 sigri á Leeds United í Deildarbikarnum í nóvember 2016. Hingað til hefur hann leikið 11 leiki með aðalliði Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan