| HI
TIL BAKA
Wijnaldum: „Ánægður með stöðuna mína núna“
Georginio Winaldum sagði í viðtali við opinberu heimasíðu Liverpool að hann væri ánægður með stöðu sína hjá félaginu. Fjölmiðlar hafa reynt að rýna í þessi ummæli í ljósi þess að leikmaðurinn hefur þráfaldlega verið orðaður við brottför hjá félaginu, þar sem ekki hefur náðst saman um framlenginu á samningi hans sem rennur út í vor. Honum er nú frjálst að ræða við önnur félög.
Wijnaldum hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins undanfarin ár. Hann skilar alltaf sínu á miðjunni og verið liðinu oft gríðarlega mikilvægur. Samningsmál Hollendingsins hafa hins vegar verið í brennidepli og hann hefur mest verið orðaður við Barcelona eftir að Ronald Koeman, sem áður þjálfaði hollenska landsliðinu, tók við stjórn liðsins.
Wijnaldum, sem hefur verið fastamaður í liðinu í vetur þrátt fyrir að gengi þess hafi verið upp og ofan, sagði í viðtalinu. „Það segir manni auðvitað mikið að stjórinn hafi trú á manni. Ég hef líka fundið trú alls þjálfaraliðsins á mér frá því að ég kom til félagsins. Allir leikmenn vilja finna fyrir trú stjórans á sér og ég er svo heppinn að finna hana.
Það gefur mér sjálfstraust hversu oft ég er valinn. Það er góð tilfinning að stjórinn gefi til kynna að maður fái alltaf tækifæri. Allir vilja það. Stundum vinnur maður með stjóra sem sér mann ekki á sama hátt og stjórinn sér mig. Ég er því heppinn og afar ánægður með að vera í þeirri stöðu sem ég er í núna.“
Nokkrir hafa orðið til að rýna í þessi ummæli í ljósi stöðunnar, og meðal þeirra er staðarblaðið Liverpool Echo. Ein kenningin er að með þessu sé verið að senda þau skilaboð að mikilvægi Wijnaldums fyrir Liverpool, og traustið sem hann hafi og hefur staðið fyllilega undir, eigi að endurspeglast í kjörunum sem hann fær. Wijnaldum er enn á sama samningi og var gerður þegar hann var keyptur til félagsins árið 2016 en síðan hafa mörg stór nöfn verið keypt og hann færst neðar á tekjulista leikmanna hjá félaginu.
Þá getur fjárhagsstaða félagsins spilað inn í. Liverpool hefur eins og öll önnur félög tapað tekjum vegna kórónuveirufaraldursins og því gætu verið skorður við hversu mikið laun hans geti hækkað til að halda sig innan fjárhagsrammans.
Ummæli þykja allavega leiða í ljós að ástæðuna fyrir því hversu illa gengur að semja er ekki að leita í einhverju ósætti milli Wijnaldum og Klopp.
Hvernig leysist úr þessu máli verður að koma í ljós en flestir stuðningsmenn vonast til að Gini verði áfram í liðinu, þar sem hann á heima.
Wijnaldum hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins undanfarin ár. Hann skilar alltaf sínu á miðjunni og verið liðinu oft gríðarlega mikilvægur. Samningsmál Hollendingsins hafa hins vegar verið í brennidepli og hann hefur mest verið orðaður við Barcelona eftir að Ronald Koeman, sem áður þjálfaði hollenska landsliðinu, tók við stjórn liðsins.
Wijnaldum, sem hefur verið fastamaður í liðinu í vetur þrátt fyrir að gengi þess hafi verið upp og ofan, sagði í viðtalinu. „Það segir manni auðvitað mikið að stjórinn hafi trú á manni. Ég hef líka fundið trú alls þjálfaraliðsins á mér frá því að ég kom til félagsins. Allir leikmenn vilja finna fyrir trú stjórans á sér og ég er svo heppinn að finna hana.
Það gefur mér sjálfstraust hversu oft ég er valinn. Það er góð tilfinning að stjórinn gefi til kynna að maður fái alltaf tækifæri. Allir vilja það. Stundum vinnur maður með stjóra sem sér mann ekki á sama hátt og stjórinn sér mig. Ég er því heppinn og afar ánægður með að vera í þeirri stöðu sem ég er í núna.“
Nokkrir hafa orðið til að rýna í þessi ummæli í ljósi stöðunnar, og meðal þeirra er staðarblaðið Liverpool Echo. Ein kenningin er að með þessu sé verið að senda þau skilaboð að mikilvægi Wijnaldums fyrir Liverpool, og traustið sem hann hafi og hefur staðið fyllilega undir, eigi að endurspeglast í kjörunum sem hann fær. Wijnaldum er enn á sama samningi og var gerður þegar hann var keyptur til félagsins árið 2016 en síðan hafa mörg stór nöfn verið keypt og hann færst neðar á tekjulista leikmanna hjá félaginu.
Þá getur fjárhagsstaða félagsins spilað inn í. Liverpool hefur eins og öll önnur félög tapað tekjum vegna kórónuveirufaraldursins og því gætu verið skorður við hversu mikið laun hans geti hækkað til að halda sig innan fjárhagsrammans.
Ummæli þykja allavega leiða í ljós að ástæðuna fyrir því hversu illa gengur að semja er ekki að leita í einhverju ósætti milli Wijnaldum og Klopp.
Hvernig leysist úr þessu máli verður að koma í ljós en flestir stuðningsmenn vonast til að Gini verði áfram í liðinu, þar sem hann á heima.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan