| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Kærkominn sigur
Liðið sneri loks á sigurbraut á ný með góðum 1-3 sigri á Tottenham í Lundúnum. Myndbandsdómgæsla kom auðvitað við sögu en aldrei þessu vant naut Liverpool góðs af því.
Fyrir leik bárust þær fréttir að Fabinho yrði kannski ekki með vegna meiðsla. Liðið æfði í höfuðborginni í gær og ekki sást neitt til Brasilíumannsins á æfingu, fréttirnar voru staðfestar þegar byrjunarliðið var tilkynnt og Jordan Henderson tók sér stöðu í vörninni ásamt Joel Matip. James Milner og Sadio Mané komu svo inn í byrjunarliðið einnig en að öðru leyti var liðið óbreytt frá síðasta leik. Heimamenn í Tottenham stilltu upp svotil sínu sterkasta liði en voru reyndar án Sergio Reguilon sem hefur verið traustur í bakvarðastöðunni á tímabilinu.
Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega og strax á 2. mínútu sendi Alexander-Arnold boltann fram völlinn, Mané skallaði til Salah og tók hlaupið inná teig. Salah sendi flottann bolta innfyrir og Mané var kominn í fínt færi en hitti því miður ekki markið. Mínútu síðar sóttu Tottenham og Kane sendi Son einan í gegn sem skoraði. VAR tók þá til sinna mála og komst að því að Son var rangstæður í uppbyggingunni og markið dæmt af. Það var kannski kominn tími á að okkar menn högnuðust á þessum endalausu teiknuðu línum sem sýna hvort menn séu rangstæðir eða ekki. Staðan hefði hæglega getað verið 1-1 eftir þrjár mínútur ! Eftir þessa fjörugu byrjun róaðist leikurinn kannski aðeins en bæði lið fengu þó ágætis færi sem ekki voru nýtt. Son komst nánast einn í gegn aftur eftir ca. 20 mínútna leik en skaut beint á Alisson. Hinumegin fékk Mané annað fínt færi eftir sendingu innfyrir, hann þurfti að teygja sig í boltann til að ná skoti á markið en það fór nánast beint á Lloris í markinu. Markið hefði reyndar líklega verið dæmt af ef Mané hefði skorað því hann var rangstæður skömmu áður en hann fékk boltann innfyrir. Mané hélt áfram að vera líflegur uppvið markið og skömmu fyrir hálfleik átti hann gott skot úr teignum en Lloris var enn og aftur vel á verði. Þarna voru stuðningsmenn þeirra rauðu farnir að velta fyrir sér hvort þetta yrði enn einn leikur glataðra færa.
En Bobby Firmino var ekki á sama máli og í uppbótartíma kom hann gestunum í forystu. Henderson átti þá góða sendingu innfyrir á Mané sem sendi hárnákvæma sendingu inná markteig, Firmino var mættur þar og ýtti boltanum yfir línuna. Staðan 0-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri með látum. Bæði lið gerðu reyndar breytingar í hálfleik og var þar helst að frétta að Matip fór meiddur af velli og Nat Phillips kom inná í hans stað. Harry Kane fór einnig af velli vegna meiðsla og Mourinho ákvað einnig að taka Serge Aurier útaf. Aðeins hálf mínúta var liðin þegar Salah fékk fínt færi í teignum en skaut yfir. Skömmu síðar var staðan orðin 0-2. Mané átti gott skot frá vinstra vítateigshorni sem Lloris varði vel en frákastið hirti Alexander-Arnold sem skaut viðstöðulaust í fjærhornið. Virkilega gaman að sjá Alexander-Arnold loksins skora á ný og markinu var að sjálfsögðu mikið vel fagnað. En lætin voru ekki búin því Tottenham fóru í sókn og minnkuðu muninn jafnharðan. Pierre-Emil Hojbjerg fékk boltann fyrir utan teig og þrumaði boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Alisson í markinu. Staðan 1-2 og aðeins 49 mínútur búnar af leiknum. VAR kom svo aftur við sögu á 55. mínútu þegar Salah skoraði flott mark með þrumuskoti í teignum. En á undan því hafði boltinn farið í hendina á Firmino þegar hann var í baráttu um boltann við Dier, markið því dæmt af. Boltinn fór reyndar fyrst í hendina á Dier og skoppaði svo í hönd Firmino og margir vildu meina að einnig hafi verið brotið á Firmino í þessari baráttu en VAR dómurinn stóð eftir að Atkinson dómari hafði skoðað atvikið sjálfur við skjáinn. Á 65. mínútu kom svo rothögg gestanna. Alexander-Arnold skeiðaði upp hægri kantinn og sendi fyrir markið. Mané var mættur þar og þrumaði boltanum í þaknetið. Eftir þetta var ekki svo mikið að frétta og okkar menn sigldu heim mikilvægum sigri !
Tottenham: Lloris, Rodon, Dier, Davies, Aurier (Winks, 45. mín.), Hojbjerg, Ndombele, Doherty, Bergwijn (Bale, 81. mín.), Kane (Lamela, 45. mín.), Son. Ónotaðir varamenn: Hart, Alderweireld, Sánchez, Sissoko, Lucas Moura, Alves Morais.
Mark Tottenham: Pierre-Emil Hojbjerg (49. mín.).
Gult spjald: Steven Bergwijn.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip (Phillips, 45. mín.), Henderson, Robertson, Thiago (Jones, 78. mín.), Wijnaldum, Milner, Salah, Firmino (Origi, 87. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, R. Williams, Tsimikas, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Minamino.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (45+4 mín.), Trent Alexander-Arnold (47. mín.) og Sadio Mané (65. mín.).
Gul spjöld: Nat Phillips og Thiago.
Maður leiksins: Það var svo ánægjulegt að sjá Trent Alexander-Arnold skora og leggja upp mark ! Hann er því augljóslega maður leiksins og við skulum vona að hann sé kominn í sitt gamla góða form á ný.
Jürgen Klopp: ,,Ég er í skýjunum, þetta var frábær leikur. Mikill hamagangur eins og við bjuggumst við. Við skoruðum mörk á réttum tímapunkti og réttir menn skoruðu mörkin einnig, þetta var því alltsaman mjög gott fyrir utan markið þeirra. Við sáum í kvöld að þetta snýst ekki um liðsuppstillingu eða leikform heldur hverjir við erum. Í þessum leik komum við sjálfir til baka og sérstaklega í seinni hálfleik, þetta var mikil og hörð barátta. Ég man ekki almennilega hvort að Tottenham voru mikið með boltann en við vörðumst vel. Frammistaðan var góð og ég sá fullt af hlutum sem ég vildi sjá."
Fróðleikur:
- Trent Alexander-Arnold skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Liverpool hafa nú unnið sex leiki í röð gegn Tottenham, þar af þrjá útileiki og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það gerist.
- Liverpool hafa unnið þrjá sigra á útivelli á tímabilinu og hafa þeir allir komið í London.
- Markið sem Roberto Firmino skoraði endaði markaleysi liðsins sem hafði staðið yfir í 482 mínútur og hafði liðið átt 93 marktilraunir án þess að skora fram að því.
- Firmino hefur skorað í fimm af síðustu sex leikjum sínum við Tottenham, þar af í þremur leikjum á útivelli.
- Okkar menn sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 37 stig eftir 20 leiki.
Fyrir leik bárust þær fréttir að Fabinho yrði kannski ekki með vegna meiðsla. Liðið æfði í höfuðborginni í gær og ekki sást neitt til Brasilíumannsins á æfingu, fréttirnar voru staðfestar þegar byrjunarliðið var tilkynnt og Jordan Henderson tók sér stöðu í vörninni ásamt Joel Matip. James Milner og Sadio Mané komu svo inn í byrjunarliðið einnig en að öðru leyti var liðið óbreytt frá síðasta leik. Heimamenn í Tottenham stilltu upp svotil sínu sterkasta liði en voru reyndar án Sergio Reguilon sem hefur verið traustur í bakvarðastöðunni á tímabilinu.
Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega og strax á 2. mínútu sendi Alexander-Arnold boltann fram völlinn, Mané skallaði til Salah og tók hlaupið inná teig. Salah sendi flottann bolta innfyrir og Mané var kominn í fínt færi en hitti því miður ekki markið. Mínútu síðar sóttu Tottenham og Kane sendi Son einan í gegn sem skoraði. VAR tók þá til sinna mála og komst að því að Son var rangstæður í uppbyggingunni og markið dæmt af. Það var kannski kominn tími á að okkar menn högnuðust á þessum endalausu teiknuðu línum sem sýna hvort menn séu rangstæðir eða ekki. Staðan hefði hæglega getað verið 1-1 eftir þrjár mínútur ! Eftir þessa fjörugu byrjun róaðist leikurinn kannski aðeins en bæði lið fengu þó ágætis færi sem ekki voru nýtt. Son komst nánast einn í gegn aftur eftir ca. 20 mínútna leik en skaut beint á Alisson. Hinumegin fékk Mané annað fínt færi eftir sendingu innfyrir, hann þurfti að teygja sig í boltann til að ná skoti á markið en það fór nánast beint á Lloris í markinu. Markið hefði reyndar líklega verið dæmt af ef Mané hefði skorað því hann var rangstæður skömmu áður en hann fékk boltann innfyrir. Mané hélt áfram að vera líflegur uppvið markið og skömmu fyrir hálfleik átti hann gott skot úr teignum en Lloris var enn og aftur vel á verði. Þarna voru stuðningsmenn þeirra rauðu farnir að velta fyrir sér hvort þetta yrði enn einn leikur glataðra færa.
En Bobby Firmino var ekki á sama máli og í uppbótartíma kom hann gestunum í forystu. Henderson átti þá góða sendingu innfyrir á Mané sem sendi hárnákvæma sendingu inná markteig, Firmino var mættur þar og ýtti boltanum yfir línuna. Staðan 0-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri með látum. Bæði lið gerðu reyndar breytingar í hálfleik og var þar helst að frétta að Matip fór meiddur af velli og Nat Phillips kom inná í hans stað. Harry Kane fór einnig af velli vegna meiðsla og Mourinho ákvað einnig að taka Serge Aurier útaf. Aðeins hálf mínúta var liðin þegar Salah fékk fínt færi í teignum en skaut yfir. Skömmu síðar var staðan orðin 0-2. Mané átti gott skot frá vinstra vítateigshorni sem Lloris varði vel en frákastið hirti Alexander-Arnold sem skaut viðstöðulaust í fjærhornið. Virkilega gaman að sjá Alexander-Arnold loksins skora á ný og markinu var að sjálfsögðu mikið vel fagnað. En lætin voru ekki búin því Tottenham fóru í sókn og minnkuðu muninn jafnharðan. Pierre-Emil Hojbjerg fékk boltann fyrir utan teig og þrumaði boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Alisson í markinu. Staðan 1-2 og aðeins 49 mínútur búnar af leiknum. VAR kom svo aftur við sögu á 55. mínútu þegar Salah skoraði flott mark með þrumuskoti í teignum. En á undan því hafði boltinn farið í hendina á Firmino þegar hann var í baráttu um boltann við Dier, markið því dæmt af. Boltinn fór reyndar fyrst í hendina á Dier og skoppaði svo í hönd Firmino og margir vildu meina að einnig hafi verið brotið á Firmino í þessari baráttu en VAR dómurinn stóð eftir að Atkinson dómari hafði skoðað atvikið sjálfur við skjáinn. Á 65. mínútu kom svo rothögg gestanna. Alexander-Arnold skeiðaði upp hægri kantinn og sendi fyrir markið. Mané var mættur þar og þrumaði boltanum í þaknetið. Eftir þetta var ekki svo mikið að frétta og okkar menn sigldu heim mikilvægum sigri !
Tottenham: Lloris, Rodon, Dier, Davies, Aurier (Winks, 45. mín.), Hojbjerg, Ndombele, Doherty, Bergwijn (Bale, 81. mín.), Kane (Lamela, 45. mín.), Son. Ónotaðir varamenn: Hart, Alderweireld, Sánchez, Sissoko, Lucas Moura, Alves Morais.
Mark Tottenham: Pierre-Emil Hojbjerg (49. mín.).
Gult spjald: Steven Bergwijn.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip (Phillips, 45. mín.), Henderson, Robertson, Thiago (Jones, 78. mín.), Wijnaldum, Milner, Salah, Firmino (Origi, 87. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, R. Williams, Tsimikas, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Minamino.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (45+4 mín.), Trent Alexander-Arnold (47. mín.) og Sadio Mané (65. mín.).
Gul spjöld: Nat Phillips og Thiago.
Maður leiksins: Það var svo ánægjulegt að sjá Trent Alexander-Arnold skora og leggja upp mark ! Hann er því augljóslega maður leiksins og við skulum vona að hann sé kominn í sitt gamla góða form á ný.
Jürgen Klopp: ,,Ég er í skýjunum, þetta var frábær leikur. Mikill hamagangur eins og við bjuggumst við. Við skoruðum mörk á réttum tímapunkti og réttir menn skoruðu mörkin einnig, þetta var því alltsaman mjög gott fyrir utan markið þeirra. Við sáum í kvöld að þetta snýst ekki um liðsuppstillingu eða leikform heldur hverjir við erum. Í þessum leik komum við sjálfir til baka og sérstaklega í seinni hálfleik, þetta var mikil og hörð barátta. Ég man ekki almennilega hvort að Tottenham voru mikið með boltann en við vörðumst vel. Frammistaðan var góð og ég sá fullt af hlutum sem ég vildi sjá."
Fróðleikur:
- Trent Alexander-Arnold skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Liverpool hafa nú unnið sex leiki í röð gegn Tottenham, þar af þrjá útileiki og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það gerist.
- Liverpool hafa unnið þrjá sigra á útivelli á tímabilinu og hafa þeir allir komið í London.
- Markið sem Roberto Firmino skoraði endaði markaleysi liðsins sem hafði staðið yfir í 482 mínútur og hafði liðið átt 93 marktilraunir án þess að skora fram að því.
- Firmino hefur skorað í fimm af síðustu sex leikjum sínum við Tottenham, þar af í þremur leikjum á útivelli.
- Okkar menn sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 37 stig eftir 20 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan