| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap gegn Leicester
Fyrsti leikur 24. umferðar tapaðist gegn Leicester 3-1 þar sem okkar menn féllu gersamlega saman á síðustu 12 mínútum leiksins.
Jürgen Klopp gerði tvær breytingar frá síðasta leik. Ozan Kabak kom inn fyrir meiddan Fabinho og spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið. James Milner var svo á miðjunni í staðinn fyrir Thiago. Ben Davies gat ekki verið á bekknum þar sem hann fékk eitthvað högg á æfingu í vikunni og Divock Origi var sömuleiðis ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla.
Leikurinn byrjaði fjörlega og James Maddison reyndi að skora frá miðju strax á 2. mínútu þegar hann sá að Alisson var nokkuð langt frá marki sínu, honum tókst hinsvegar ekki ætlunarverk sitt. Mané og Salah fengu svo ágæt tækifæri eftir langar sendingar innfyrir vörn heimamanna en náðu ekki að leggja boltann almennilega fyrir sig og færin runnu út í sandinn. Á 17. mínútu þurfti svo James Milner að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, Thiago kom inná í hans stað. Bæði lið fengu fleiri ágæt færi til að skora í þessum fyrri hálfleik en tókst það ekki. Jamie Vardy þrumaði í stöngina þegar hann komst innfyrir en var nú sennilega rangstæður þó ekkert hafi verið dæmt. Hinumegin hafði Salah ekki erindi sem erfiði gegn Schmeichel og Mané var svo aðeins of seinn til að ná frákastinu. Staðan 0-0 í hálfleik.
Fyrsta mark leiksins kom á 67. mínútu þegar Firmino átti frábæra sendingu á Salah í teignum og Egyptinn skaut í fyrsta í fjærhornið. Frábært mark og allt í blóma hjá okkar mönnum. Síðustu 12 mínútur leiksins voru hinsvegar kómískar eða afskaplega pirrandi, eftir því hvernig litið er á málin. Leicester fengu vítaspyrnu sem VAR breytti svo réttilega í aukaspyrnu rétt við teiginn vinstra megin. James Maddison tók spyrnuna og boltinn endaði í markinu en rangstaða var dæmd enda þrír Leicester menn fyrir innan þegar boltanum var spyrnt. VAR tók aftur til sinna mála, fór að teikna línur og fann út að rangstaðan var engin og markið stóð. Þrem mínútum síðar var samskiptaleysi Kabak og Alisson til þess að Vardy gat labbað með boltann í markið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði svo Barnes auðvelt mark. Lokatölur 3-1.
Jürgen Klopp gerði tvær breytingar frá síðasta leik. Ozan Kabak kom inn fyrir meiddan Fabinho og spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið. James Milner var svo á miðjunni í staðinn fyrir Thiago. Ben Davies gat ekki verið á bekknum þar sem hann fékk eitthvað högg á æfingu í vikunni og Divock Origi var sömuleiðis ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla.
Leikurinn byrjaði fjörlega og James Maddison reyndi að skora frá miðju strax á 2. mínútu þegar hann sá að Alisson var nokkuð langt frá marki sínu, honum tókst hinsvegar ekki ætlunarverk sitt. Mané og Salah fengu svo ágæt tækifæri eftir langar sendingar innfyrir vörn heimamanna en náðu ekki að leggja boltann almennilega fyrir sig og færin runnu út í sandinn. Á 17. mínútu þurfti svo James Milner að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, Thiago kom inná í hans stað. Bæði lið fengu fleiri ágæt færi til að skora í þessum fyrri hálfleik en tókst það ekki. Jamie Vardy þrumaði í stöngina þegar hann komst innfyrir en var nú sennilega rangstæður þó ekkert hafi verið dæmt. Hinumegin hafði Salah ekki erindi sem erfiði gegn Schmeichel og Mané var svo aðeins of seinn til að ná frákastinu. Staðan 0-0 í hálfleik.
Fyrsta mark leiksins kom á 67. mínútu þegar Firmino átti frábæra sendingu á Salah í teignum og Egyptinn skaut í fyrsta í fjærhornið. Frábært mark og allt í blóma hjá okkar mönnum. Síðustu 12 mínútur leiksins voru hinsvegar kómískar eða afskaplega pirrandi, eftir því hvernig litið er á málin. Leicester fengu vítaspyrnu sem VAR breytti svo réttilega í aukaspyrnu rétt við teiginn vinstra megin. James Maddison tók spyrnuna og boltinn endaði í markinu en rangstaða var dæmd enda þrír Leicester menn fyrir innan þegar boltanum var spyrnt. VAR tók aftur til sinna mála, fór að teikna línur og fann út að rangstaðan var engin og markið stóð. Þrem mínútum síðar var samskiptaleysi Kabak og Alisson til þess að Vardy gat labbað með boltann í markið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði svo Barnes auðvelt mark. Lokatölur 3-1.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan