| Sf. Gutt
Mark Gonzalez, fyrrum leikmaður Liverpool, er nú að jafna sig eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var í heimalandi sínu Síle þegar hann fékk áfallið. Sem betur fer er útlit á að hann nái að jafna sig.
Mark kom til Liverpool frá Albacete 2005 en fékk ekki strax atvinnuleyfi. Hann spilaði því í láni hjá Real Sociedad keppnistímabilið 2005/06. Hann gat loks spilað með Liverpool á leiktíðinni 2006/07 og var hún svo eina sem hann kom við sögu hjá félaginu.
Mark fór til Real Betis 2007 frá Liverpool og lék þar til 2009. Hann lék víða og seinna spilaði hann með CSKA Moskva (2009-14), Universidad Católica (2/ lán 2014), Universidad Catolica (3/2014-16), SC Recife (2016), Colo-Colo (2017) og loks endaði hann ferilinn hjá Deportivo Magallanes (2018-2019). Mark vegnaði vel í Rússlandi og varð meistari 2012–13 og 2013–14. Hann vann bikarinn tvívegis 2010–11 og 2012–13 auk Stórbikars Rússlands 2013.
Mark, sem var fljótur útherji, spilaði 36 leiki með Liverpool og skoraði þrjú mörk. Hann varð Skjaldarhafi með Liverpool 2006.
Mark Gonzalez lék 46 landsleiki og skoraði fjögur mörk. Hann var í liðshópi Síle sem vann Suður Ameríkukeppnina 2016.
Liverpool klúbburinn á Íslandi sendir Mark bestu batakveðjur.
TIL BAKA
Mark Gonzalez fékk hjartaáfall
Mark Gonzalez, fyrrum leikmaður Liverpool, er nú að jafna sig eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var í heimalandi sínu Síle þegar hann fékk áfallið. Sem betur fer er útlit á að hann nái að jafna sig.
Mark kom til Liverpool frá Albacete 2005 en fékk ekki strax atvinnuleyfi. Hann spilaði því í láni hjá Real Sociedad keppnistímabilið 2005/06. Hann gat loks spilað með Liverpool á leiktíðinni 2006/07 og var hún svo eina sem hann kom við sögu hjá félaginu.
Mark fór til Real Betis 2007 frá Liverpool og lék þar til 2009. Hann lék víða og seinna spilaði hann með CSKA Moskva (2009-14), Universidad Católica (2/ lán 2014), Universidad Catolica (3/2014-16), SC Recife (2016), Colo-Colo (2017) og loks endaði hann ferilinn hjá Deportivo Magallanes (2018-2019). Mark vegnaði vel í Rússlandi og varð meistari 2012–13 og 2013–14. Hann vann bikarinn tvívegis 2010–11 og 2012–13 auk Stórbikars Rússlands 2013.
Mark, sem var fljótur útherji, spilaði 36 leiki með Liverpool og skoraði þrjú mörk. Hann varð Skjaldarhafi með Liverpool 2006.
Mark Gonzalez lék 46 landsleiki og skoraði fjögur mörk. Hann var í liðshópi Síle sem vann Suður Ameríkukeppnina 2016.
Liverpool klúbburinn á Íslandi sendir Mark bestu batakveðjur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan