| Sf. Gutt
Danny fæddist í Shrewsbury en byrjaði hjá Manchester United. Hann þótti ekki nógu góður þar og fór 15 ára til Liverpool. Hann þótti með efnilegustu miðjumönnum Liverpool og var um tíma fyrirliði varaliðsins.
Danny komst alla leið í aðallið Liverpool haustið 2006. Hann lék sjö leiki með aðalliði Liverpool á leiktíðinni 2006/07. Það voru einu leikir hans fyrir aðallið Liverpool.
Danny var lánaður til Southampton á seinni hluta leiktíðarinn 2006/07. Hann var aftur lánaður á næsta keppnistímabili og þá til Bolton Wanderers sem var í efstu deild.
Sumarið 2008 keypti Newcastle United Danny fyrir 2,25 milljónir sterlingspunda og lék hann þar til 2012. Newcastle féll 2009 en vann næst efstu deild vorið eftir og var Danny deildarmeistari með liðinu. Sumarið 2012 gekk Danny til liðs við Reading sem þá var í efstu deild. Danny var hjá Reading til 2015 en það ár var hann um tíma í láni hjá Fulham. Þá um sumarið fór hann svo til Blackburn Rovers og lék þar til 2017.
Danny lagði þá lönd undir fót og gerði, í janúar 2018, samning við Mitra Kukar í efstu deild í Indónesíu. Sumarið 2019 kom hann aftur til Englands og samdi við með Walsall sem var í þriðju efstu deild. Hann hætti hjá félaginu í byrjun þessa árs. Danny hefur verið án félags síðan þar til hann gerði nú samning við Fram.
Danny hefur leikið á fjórða hundrað leiki á atvinnumannaferli sínum og skorað 19 mörk. Hann á sex leiktíðir að baki í efstu deild á Englandi og var fastamaður á nokkrum þeirra. Hann lék fjóra leiki með undir 16 ára landsliði Englands. Ferill hans hefur því verið býsna farsæll.
Fram leikur í næst efstu deild og það verður mikill fengur fyrir liðið að fá Danny í sínar raðir. Hann hefur jafnan leikið á miðjunni á ferli sínum. Það verður spennandi að sjá hvernig Danny gengur í íslensku knattspyrnunni þegar hann verður kominn í leikform. Hann segist ekki vera í leikæfingu en reiknar með að vera kominn í gang eftir tvær eða þrjár vikur.
Hér er frétt af heimasíðu Fram um komu Danny til félagsins.
TIL BAKA
Danny Guthrie semur við Fram!
Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur gert samning við Fram. Þetta verða að teljast spennandi fréttir en það er ekki á hverjum degi sem leikmaður, sem hefur spilað í efstu deild á Englandi, kemur til Íslands að leika knattspyrnu.
Danny fæddist í Shrewsbury en byrjaði hjá Manchester United. Hann þótti ekki nógu góður þar og fór 15 ára til Liverpool. Hann þótti með efnilegustu miðjumönnum Liverpool og var um tíma fyrirliði varaliðsins.
Danny komst alla leið í aðallið Liverpool haustið 2006. Hann lék sjö leiki með aðalliði Liverpool á leiktíðinni 2006/07. Það voru einu leikir hans fyrir aðallið Liverpool.
Danny var lánaður til Southampton á seinni hluta leiktíðarinn 2006/07. Hann var aftur lánaður á næsta keppnistímabili og þá til Bolton Wanderers sem var í efstu deild.
Sumarið 2008 keypti Newcastle United Danny fyrir 2,25 milljónir sterlingspunda og lék hann þar til 2012. Newcastle féll 2009 en vann næst efstu deild vorið eftir og var Danny deildarmeistari með liðinu. Sumarið 2012 gekk Danny til liðs við Reading sem þá var í efstu deild. Danny var hjá Reading til 2015 en það ár var hann um tíma í láni hjá Fulham. Þá um sumarið fór hann svo til Blackburn Rovers og lék þar til 2017.
Danny lagði þá lönd undir fót og gerði, í janúar 2018, samning við Mitra Kukar í efstu deild í Indónesíu. Sumarið 2019 kom hann aftur til Englands og samdi við með Walsall sem var í þriðju efstu deild. Hann hætti hjá félaginu í byrjun þessa árs. Danny hefur verið án félags síðan þar til hann gerði nú samning við Fram.
Danny hefur leikið á fjórða hundrað leiki á atvinnumannaferli sínum og skorað 19 mörk. Hann á sex leiktíðir að baki í efstu deild á Englandi og var fastamaður á nokkrum þeirra. Hann lék fjóra leiki með undir 16 ára landsliði Englands. Ferill hans hefur því verið býsna farsæll.
Fram leikur í næst efstu deild og það verður mikill fengur fyrir liðið að fá Danny í sínar raðir. Hann hefur jafnan leikið á miðjunni á ferli sínum. Það verður spennandi að sjá hvernig Danny gengur í íslensku knattspyrnunni þegar hann verður kominn í leikform. Hann segist ekki vera í leikæfingu en reiknar með að vera kominn í gang eftir tvær eða þrjár vikur.
Hér er frétt af heimasíðu Fram um komu Danny til félagsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan