| Sf. Gutt
Joël Matip er farinn að æfa á fullu. Hann lék alltof fáa leiki á síðasta keppnistímabili en vonast nú eftir að vera kominn á skrið og vera laus við meiðsli.
Joël spilaði mjög vel á síðustu leiktíð. Vandamálið var að hann spilaði aðeins 12 leiki í öllum keppnum. Hann náði bara nokkrum leikjum í röð og í raun var hann meiddur alla leiktíðina. Í lok janúar var hann svo endanlega úr leik og var kominn í sumarfrí ef svo mætti segja. Fjarvera hans kom sér auðvitað illa í öllum miðvarðavandræðunum. En nú vonast hann til að betri tíð sé framundan.
,,Ég var mikið meiddur og þetta var ekki gott tímabil fyrir mig. En núna get ég akki annað en horft fram á veginn, gert mitt besta og komið mér í eins gott form og ég mögulega get. Mér líður vel. Það er gaman að vera farinn að æfa með strákunum, sparka í bolta og vera virkur á nýjan leik."
Vonandi helst Joël Matip heill á komandi keppnistímabili. Það er ekki vafi á því að hann er einn besti miðvörður sem Liverpool á. Fáir hafa verið lengur hjá Liverpol en hann. Joël kom til Liverpool sumarið 2016.
TIL BAKA
Joël Matip farinn að æfa á fullu

Joël Matip er farinn að æfa á fullu. Hann lék alltof fáa leiki á síðasta keppnistímabili en vonast nú eftir að vera kominn á skrið og vera laus við meiðsli.
Joël spilaði mjög vel á síðustu leiktíð. Vandamálið var að hann spilaði aðeins 12 leiki í öllum keppnum. Hann náði bara nokkrum leikjum í röð og í raun var hann meiddur alla leiktíðina. Í lok janúar var hann svo endanlega úr leik og var kominn í sumarfrí ef svo mætti segja. Fjarvera hans kom sér auðvitað illa í öllum miðvarðavandræðunum. En nú vonast hann til að betri tíð sé framundan.

,,Ég var mikið meiddur og þetta var ekki gott tímabil fyrir mig. En núna get ég akki annað en horft fram á veginn, gert mitt besta og komið mér í eins gott form og ég mögulega get. Mér líður vel. Það er gaman að vera farinn að æfa með strákunum, sparka í bolta og vera virkur á nýjan leik."
Vonandi helst Joël Matip heill á komandi keppnistímabili. Það er ekki vafi á því að hann er einn besti miðvörður sem Liverpool á. Fáir hafa verið lengur hjá Liverpol en hann. Joël kom til Liverpool sumarið 2016.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan