| Sf. Gutt
Joël Matip á stórafmæli í dag. Hann varð þrítugur. Joël er búinn að standa sig mjög vel frá því hann kom til Liverpool en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum.
Joël fæddist 8. ágúst 1991 í Bochum í Þýskalandi. Faðir hans er frá Kamerún en mamma hans er þýsk. Faðir hans heitir Jean og hann lék knattspyrnu á sínum tíma. Marvin bróðir hans spilaði líka knattspyrnu. Hann spilaði með Bochum, Köln, var sem lánsmaður hjá Karlsruher og endaði ferilinn hjá Ingolstadt.
Joël lék með Schalke 04 frá 2009 til 2016 en þá gekk til liðs við Liverpool án endurgjalds. Hann varð þýskur bikarmeistari með Schalke vorið 2011 og þá um sumarið vann hann Stórbikar Þýskalands með félaginu.
Það er ekki vafi á því að Joël er með betri miðvörðum í ensku deildinni og hann hefur staðið sig mjög vel hjá Liverpool. Hann varð Evrópumeistari með Liverpool 2019 og sama ár vann hann Stórbikar Evrópu. Hann varð svo Englandsmeistari með Liverpool 2020. Joël hefur leikið 123 leiki með Liverpool og skorað sex mörk.
Til gamans má geta þess að Liverpool hefur aðeins tapað einum af síðustu 38 deildarleikjum sem Joël hefur verið í byrjunarliði. Það segir sína sögu um hversu góður miðvörður hann er.
Meiðsli hafa á hinn bóginn sett strik í reikninginn hjá honum og þá sérstaklega síðustu tvö keppnistímabil. Hann hefur meiðst aftur og aftur. Í janúar lauk leiktíðinni hjá honum vegna meiðsla en núna er hann vonandi búinn að ná sér vel eftir góða hvíld.
Joël lék 27 landsleiki með Kamerún og skoraði eitt mark. Hann hætti að spila með landsliðinu 2017. Marvin bróðir hans lék líka með landsliðinu.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Joël Matip til hamingju með stórafmælið!
TIL BAKA
Til hamingju!
Joël Matip á stórafmæli í dag. Hann varð þrítugur. Joël er búinn að standa sig mjög vel frá því hann kom til Liverpool en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum.
Joël fæddist 8. ágúst 1991 í Bochum í Þýskalandi. Faðir hans er frá Kamerún en mamma hans er þýsk. Faðir hans heitir Jean og hann lék knattspyrnu á sínum tíma. Marvin bróðir hans spilaði líka knattspyrnu. Hann spilaði með Bochum, Köln, var sem lánsmaður hjá Karlsruher og endaði ferilinn hjá Ingolstadt.
Joël lék með Schalke 04 frá 2009 til 2016 en þá gekk til liðs við Liverpool án endurgjalds. Hann varð þýskur bikarmeistari með Schalke vorið 2011 og þá um sumarið vann hann Stórbikar Þýskalands með félaginu.
Það er ekki vafi á því að Joël er með betri miðvörðum í ensku deildinni og hann hefur staðið sig mjög vel hjá Liverpool. Hann varð Evrópumeistari með Liverpool 2019 og sama ár vann hann Stórbikar Evrópu. Hann varð svo Englandsmeistari með Liverpool 2020. Joël hefur leikið 123 leiki með Liverpool og skorað sex mörk.
Til gamans má geta þess að Liverpool hefur aðeins tapað einum af síðustu 38 deildarleikjum sem Joël hefur verið í byrjunarliði. Það segir sína sögu um hversu góður miðvörður hann er.
Meiðsli hafa á hinn bóginn sett strik í reikninginn hjá honum og þá sérstaklega síðustu tvö keppnistímabil. Hann hefur meiðst aftur og aftur. Í janúar lauk leiktíðinni hjá honum vegna meiðsla en núna er hann vonandi búinn að ná sér vel eftir góða hvíld.
Joël lék 27 landsleiki með Kamerún og skoraði eitt mark. Hann hætti að spila með landsliðinu 2017. Marvin bróðir hans lék líka með landsliðinu.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Joël Matip til hamingju með stórafmælið!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan