| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Eins og oft áður fögnum við því að landsleikjahléi er lokið og fögnuðurinn er jafnvel enn meiri því það er ansi langt í það næsta. Liverpool tekur á móti Arsenal í síðasta leik laugardagsins 20. nóvember kl. 17:30.
Þessi hlé á deildinni geta verið lengi að líða og það má kannski segja að þau virðast vera ívið lengri þegar síðasti leikur hefur tapast. Okkar menn þurfa að snúa slöku deildargengi við og það er vissulega góð tilhugsun að fá heimaleik. Sem fyrr eru meiðsli í leikmannahópnum og vesenið sem var á vörninni á síðasta tímabili virðist hafa færst yfir á miðjuna. Þegar þetta er skrifað eru hvorki fleiri né færri en 10 leikmenn á sjúkralistanum en þar á meðal er Sadio Mané sem hefur þó verið að æfa í vikunni þrátt fyrir að vera illa marinn á rifbeini eða beinum. Jürgen Klopp sagði að Mané gæti spilað þrátt fyrir sársaukann og það eru góðar fréttir. Jordan Henderson og Andy Robertson eru tæpir og það er kannski bjartsýni að búast við þeim tilbúnum í leikinn og sömu sögu er að segja af Naby Keita og James Milner en þeir allir ættu að vera klárir í næsta leik á eftir Arsenal. Eftir standa þeir Roberto Firmino, Joe Gomez, Curtis Jones og Harvey Elliott sem enn þurfa að vera á sjúkrabekknum til að ná sér góðum. Divock Origi er svo á þessum víðfræga lista og ekki er vitað nákvæmlega með stöðuna á honum en meiðslin eru skráð sem ,,dead leg". Skytturnar eru með fimm leikmenn skráða meidda og ber þar helst að nefna Aubameyang og Partey en þeir verða líklega klárir í slaginn, hinir þrír, Xhaka, Balogun og Kolasinac missa hinsvegar af leiknum.
Gestirnir hafa verið á góðu skriði í deildinni undanfarið eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum. Þeir hafa spilað sig í gang, verið með þétta vörn og hættulegir framávið með ungliðana Smith Rowe og Saka mjög öfluga. Vörnin hjá Mikel Arteta hefur verið óbreytt lengi sem hefur skapað stöðugleika og Ramsdale markvörður hefur spilað frábærlega þar fyrir aftan. En við skulum svosem ekki einblína um of á Arsenal. Við þekkjum styrkleika okkar manna mjög vel og sóknarleikurinn hefur svosem ekki verið vandamál á tímabilinu. Leikir við Arsenal á Anfield hafa undanfarin ár verið miklir markaleikir, þá aðallega fyrir heimaliðið en í síðustu fimm leikjum við Arsenal, sem allir hafa unnist, hafa 18 Liverpool mörk litið dagsins ljós. Liðin mættust síðast á Anfield í deild í september í fyrra þar sem Liverpool vann 3-1. Við þurfum að fara aftur til ársins 2012 til að finna sigurleik gestanna og við vonum auðvitað að sigurganga heimaliðsins haldi áfram. Það hafa kannski ekki margir deildarleikir verið leiknir á Anfield undanfarið en Liverpool hafa ekki unnið deildarsigur þar síðan 18. september þegar Crystal Palace voru í heimsókn. Það hafa bara verið leiknir tveir leikir þar síðan sem báðir hafa endað með 2-2 jafntefli og nú þarf að koma sigur í hús.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool vinnur 2-0 sigur í hörkuleik. Eigum við ekki að segja að mörkin komi í sitthvorum hálfleiknum og andrúmsloftið á Anfield verður mun léttara þegar seinna markið lítur dagsins ljós og sigurinn þá í höfn.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 10 mörk.
- Pierre-Emerick Aubameyang og Emile Smith Rowe hafa báðir skorað fjögur deildarmörk fyrir Arsenal til þessa.
- Liverpool eru í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig eftir 11 leiki.
- Arsenal eru í fimmta sætinu með 20 stig eftir 11 leiki.
Þessi hlé á deildinni geta verið lengi að líða og það má kannski segja að þau virðast vera ívið lengri þegar síðasti leikur hefur tapast. Okkar menn þurfa að snúa slöku deildargengi við og það er vissulega góð tilhugsun að fá heimaleik. Sem fyrr eru meiðsli í leikmannahópnum og vesenið sem var á vörninni á síðasta tímabili virðist hafa færst yfir á miðjuna. Þegar þetta er skrifað eru hvorki fleiri né færri en 10 leikmenn á sjúkralistanum en þar á meðal er Sadio Mané sem hefur þó verið að æfa í vikunni þrátt fyrir að vera illa marinn á rifbeini eða beinum. Jürgen Klopp sagði að Mané gæti spilað þrátt fyrir sársaukann og það eru góðar fréttir. Jordan Henderson og Andy Robertson eru tæpir og það er kannski bjartsýni að búast við þeim tilbúnum í leikinn og sömu sögu er að segja af Naby Keita og James Milner en þeir allir ættu að vera klárir í næsta leik á eftir Arsenal. Eftir standa þeir Roberto Firmino, Joe Gomez, Curtis Jones og Harvey Elliott sem enn þurfa að vera á sjúkrabekknum til að ná sér góðum. Divock Origi er svo á þessum víðfræga lista og ekki er vitað nákvæmlega með stöðuna á honum en meiðslin eru skráð sem ,,dead leg". Skytturnar eru með fimm leikmenn skráða meidda og ber þar helst að nefna Aubameyang og Partey en þeir verða líklega klárir í slaginn, hinir þrír, Xhaka, Balogun og Kolasinac missa hinsvegar af leiknum.
Gestirnir hafa verið á góðu skriði í deildinni undanfarið eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum. Þeir hafa spilað sig í gang, verið með þétta vörn og hættulegir framávið með ungliðana Smith Rowe og Saka mjög öfluga. Vörnin hjá Mikel Arteta hefur verið óbreytt lengi sem hefur skapað stöðugleika og Ramsdale markvörður hefur spilað frábærlega þar fyrir aftan. En við skulum svosem ekki einblína um of á Arsenal. Við þekkjum styrkleika okkar manna mjög vel og sóknarleikurinn hefur svosem ekki verið vandamál á tímabilinu. Leikir við Arsenal á Anfield hafa undanfarin ár verið miklir markaleikir, þá aðallega fyrir heimaliðið en í síðustu fimm leikjum við Arsenal, sem allir hafa unnist, hafa 18 Liverpool mörk litið dagsins ljós. Liðin mættust síðast á Anfield í deild í september í fyrra þar sem Liverpool vann 3-1. Við þurfum að fara aftur til ársins 2012 til að finna sigurleik gestanna og við vonum auðvitað að sigurganga heimaliðsins haldi áfram. Það hafa kannski ekki margir deildarleikir verið leiknir á Anfield undanfarið en Liverpool hafa ekki unnið deildarsigur þar síðan 18. september þegar Crystal Palace voru í heimsókn. Það hafa bara verið leiknir tveir leikir þar síðan sem báðir hafa endað með 2-2 jafntefli og nú þarf að koma sigur í hús.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool vinnur 2-0 sigur í hörkuleik. Eigum við ekki að segja að mörkin komi í sitthvorum hálfleiknum og andrúmsloftið á Anfield verður mun léttara þegar seinna markið lítur dagsins ljós og sigurinn þá í höfn.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 10 mörk.
- Pierre-Emerick Aubameyang og Emile Smith Rowe hafa báðir skorað fjögur deildarmörk fyrir Arsenal til þessa.
- Liverpool eru í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig eftir 11 leiki.
- Arsenal eru í fimmta sætinu með 20 stig eftir 11 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan