| Sf. Gutt
Í dag eru 20 ár liðin frá því Michael Owen, þá leikmaður Liverpool, fékk Gullboltann. Hann er eini leikmaður Liverpool til að hljóta þá viðurkenningu.
Michael Owen vann kosninguna með nokkrum yfirburðum og þó var hann í keppni við marga frábæra leikmenn. Hér að neðan má sjá hvernig staða efstu manna í kjörinu var.
Það var sannarlega vel af sér vikið hjá Michael að vinna Gullboltann 2001. Hann fékk viðurkenninguna eftir glæsilegt keppnistímabil hjá Liverpool 2000/01 þegar liðið vann Deildarbikarinn, FA bikarinn og Evrópukeppni félagsliða. Um sumarið bætti Liverpool Samfélagsskildinum og Stórbikar Evrópu í safnið. Alls vann liðið fimm titla á almanaksárinu 2001 og Michael átti stóran hlut í þeim magnaða árangri.
Sem fyrr segur hefur enginn leikmaður Liverpool annar en Michael Owen fengið Gullboltann. Kevin Keegan fékk Gullboltann árin 1978 og 1979 en þá var hann leikmaður Hamburger SV og farinn frá Liverpool. Aðeins sex Bretar hafa unnið Gullboltann. Fyrir utan Kevin og Michael hafa Stanley Matthews (1956), Dennis Law (1964), Bobby Charlton (1966) og George Best (1968) unnið verðlaunin eftirsóttu.
TIL BAKA
Af spjöldum sögunnar!
Í dag eru 20 ár liðin frá því Michael Owen, þá leikmaður Liverpool, fékk Gullboltann. Hann er eini leikmaður Liverpool til að hljóta þá viðurkenningu.
Michael Owen vann kosninguna með nokkrum yfirburðum og þó var hann í keppni við marga frábæra leikmenn. Hér að neðan má sjá hvernig staða efstu manna í kjörinu var.
1. Michael Owen Liverpool 176 atkvæði.
2. Raúl Real Madrid 140 atkvæði.
3. Oliver Kahn Bayern Munchen 114 atkvæði.
4. David Beckham Manchester United 102 atkvæði.
5. Francesco Totti Roma 57 atkvæði.
6. Luís Figo Real Madrid 56 atkvæði.
7. Rivaldo Barcelona 20 atkvæði.
8. Andriy Shevchenko AC Milan 18 atkvæði.
9. Thierry Henry Arsenal 14 atkvæði.
10. Zinedine Zidane Real Madrid 14 atkvæði.
11. Bixente Lizarazu Bayern Munchen 10 atkvæði.
Það var sannarlega vel af sér vikið hjá Michael að vinna Gullboltann 2001. Hann fékk viðurkenninguna eftir glæsilegt keppnistímabil hjá Liverpool 2000/01 þegar liðið vann Deildarbikarinn, FA bikarinn og Evrópukeppni félagsliða. Um sumarið bætti Liverpool Samfélagsskildinum og Stórbikar Evrópu í safnið. Alls vann liðið fimm titla á almanaksárinu 2001 og Michael átti stóran hlut í þeim magnaða árangri.
Sem fyrr segur hefur enginn leikmaður Liverpool annar en Michael Owen fengið Gullboltann. Kevin Keegan fékk Gullboltann árin 1978 og 1979 en þá var hann leikmaður Hamburger SV og farinn frá Liverpool. Aðeins sex Bretar hafa unnið Gullboltann. Fyrir utan Kevin og Michael hafa Stanley Matthews (1956), Dennis Law (1964), Bobby Charlton (1966) og George Best (1968) unnið verðlaunin eftirsóttu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan