| Sf. Gutt
TIL BAKA
Frestað!
Eins og flestir eða allir vita var leik Liverpool og Leeds United sem átti að fara fram fyrri partinn í dag frestað strax á Þorláksmessu. Þó svo að farsóttin hafi bankað upp á hjá Liverpool með þeim afleiðingum að fjórir leikmenn liðsins lentu í sóttkví var það ekki ástæðan fyrir því að leiknum var frestað. Ástæðan var fjöldi smita í herbúðum Leeds United. Þeir leikmenn Liverpool sem voru í sóttkví eru við að sleppa úr henni ef rétt er vitað.
Fjölda leikja var frestað á Englandi í dag en farsóttin hefur verið í örum vexti á Bretlandseyjum eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Ekki liggur fyrir hvenær Liverpool og Leeds geta leitt saman hesta sína.
Það kemur sér auðvitað illa þegar leikjum er frestað með svona skömmum fyrirvara. Vitað er um nokkra Íslendinga sem voru komnir til eða voru á leið til Liverpool þegar tilkynnt var um frestun leiksins.
Fjölda leikja var frestað á Englandi í dag en farsóttin hefur verið í örum vexti á Bretlandseyjum eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Ekki liggur fyrir hvenær Liverpool og Leeds geta leitt saman hesta sína.
Það kemur sér auðvitað illa þegar leikjum er frestað með svona skömmum fyrirvara. Vitað er um nokkra Íslendinga sem voru komnir til eða voru á leið til Liverpool þegar tilkynnt var um frestun leiksins.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan