| Grétar Magnússon

Frestað !

Leik Arsenal og Liverpool sem fram átti að fara fimmtudagskvöldið 6. janúar hefur verið frestað.

Eins og við sögðum frá í morgun var félagið búið að óska eftir frestun á þessum leik þar sem fjölmörg smit hafa greinst innan leikmannahópsins og þjálfarateymisins, þar á meðal var Pep Lijnders sem hefði stýrt liðinu í fjarveru Jürgen Klopp.

Þetta þýðir að fyrri leikurinn, sem hefði að öllu óbreyttu verið seinni leikur liðanna, verður nú á Anfield í næstu viku eins og lagt var upp með og seinni leikurinn fer fram á Emirates leikvanginum fimmtudaginn 20. janúar kl. 19:45.

Liverpool FC notaði tækifærið í tilkynningu sinni og þakkaði EFL og Arsenal fyrir skilninginn á þessari leiðinda stöðu.

Næsti leikur okkar manna verður á sunnudaginn kemur þegar Shrewsbury koma í heimsókn í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Við vonum að einhverjir leikmenn og Klopp sjálfur verði þá lausir úr einangrun og að hægt verði að skrapa saman í lið sem getur spilað leikinn.




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan