| Sf. Gutt
Undanúrslitarimma Liverpool og Arsenal í Deildarbikarnum hefst í kvöld. Hún átti auðvitað að hefjast í síðustu viku en þá var leik leik liðanna frestað vegna smita í herbúðum Liverpool. Æfingasvæði Liverpool var lokað og allt í vanda. Síðan hefur Liverpool spilað í FA bikarnum en Enska knattspyrnusambandið ákvað að allir bikarleikir síðustu helgar færu fram hvað sem tautaði eða raulaði.
Chelsea er nú þegar komið í úrslitaleikinn eftir að hafa unnið Tottenham Hotspur. Fyrst 2:0 á heimavelli í síðstu viku og svo aftur 0:1 í gærkvöldi. En nú er komið að Liverpool og Arsenal að leika upp á hitt úrslitasætið.
Það er alltof langt síðan Liverpool vann aðra af ensku bikarkeppnunum. Liverpool vann Deildarbikarinn síðast 2012 eftir vítaspyrnusigur á Cardiff City. Liðið lék svo til úrslita 2016 en tapaði í vítaspyrnukeppni á móti Manchester City. Árið eftir komst liðið í undanúrslit en tapaði gegn Southampton.
En nú er mál til komið að vinna Deildarbikarinn aftur. Arsenal er auðvitað með sterkt lið og Liverpool ætti að komast áfram. Það fer reyndar dálítið eftir því hvað lið verður valið til leiks. Jürgen Klopp hefur notað mikið af ungum leikmönnum hingað til en nú er komið að undanúrslitum og bikar í húfi. Því hlýtur hann að tefla fram sterkara liði en í þeim umferðum sem liðnar eru af keppninni. Reyndar hafa ungu piltarnir leikið vel í keppninni og eins í FA bikarnum um helgina. En nú er lið í efri hluta efstu deildar mótherjinn en ekki lið úr þriðju deild eins og um helgina.
Þar sem leik liðanna í síðustu viku var frestað snýst dæmið við og Liverpool leikur á útivelli í seinni leiknum. Það er því nauðsynlegt að ná forskoti fyrir seinni leikinn í London. Ég spái því að Liverpool vinni 3:1. Roberto Firmino skorar tvisvar og Takumi Minamino eitt mark. Liverpool má einfaldlega ekki missa af því tækifæri að komast í úrslitaleik og vinna bikar þegar möguleiki er á!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Arsenal
Undanúrslitarimma Liverpool og Arsenal í Deildarbikarnum hefst í kvöld. Hún átti auðvitað að hefjast í síðustu viku en þá var leik leik liðanna frestað vegna smita í herbúðum Liverpool. Æfingasvæði Liverpool var lokað og allt í vanda. Síðan hefur Liverpool spilað í FA bikarnum en Enska knattspyrnusambandið ákvað að allir bikarleikir síðustu helgar færu fram hvað sem tautaði eða raulaði.
Chelsea er nú þegar komið í úrslitaleikinn eftir að hafa unnið Tottenham Hotspur. Fyrst 2:0 á heimavelli í síðstu viku og svo aftur 0:1 í gærkvöldi. En nú er komið að Liverpool og Arsenal að leika upp á hitt úrslitasætið.
Það er alltof langt síðan Liverpool vann aðra af ensku bikarkeppnunum. Liverpool vann Deildarbikarinn síðast 2012 eftir vítaspyrnusigur á Cardiff City. Liðið lék svo til úrslita 2016 en tapaði í vítaspyrnukeppni á móti Manchester City. Árið eftir komst liðið í undanúrslit en tapaði gegn Southampton.
En nú er mál til komið að vinna Deildarbikarinn aftur. Arsenal er auðvitað með sterkt lið og Liverpool ætti að komast áfram. Það fer reyndar dálítið eftir því hvað lið verður valið til leiks. Jürgen Klopp hefur notað mikið af ungum leikmönnum hingað til en nú er komið að undanúrslitum og bikar í húfi. Því hlýtur hann að tefla fram sterkara liði en í þeim umferðum sem liðnar eru af keppninni. Reyndar hafa ungu piltarnir leikið vel í keppninni og eins í FA bikarnum um helgina. En nú er lið í efri hluta efstu deildar mótherjinn en ekki lið úr þriðju deild eins og um helgina.
Þar sem leik liðanna í síðustu viku var frestað snýst dæmið við og Liverpool leikur á útivelli í seinni leiknum. Það er því nauðsynlegt að ná forskoti fyrir seinni leikinn í London. Ég spái því að Liverpool vinni 3:1. Roberto Firmino skorar tvisvar og Takumi Minamino eitt mark. Liverpool má einfaldlega ekki missa af því tækifæri að komast í úrslitaleik og vinna bikar þegar möguleiki er á!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan