| Sf. Gutt
Gömlu keppinautarnir mætast annað kvöld. Líklega er langt síðan liðin hafa verið svona neðarlega í deildinni þegar þau hafa leitt saman. Kannski hafa þau aldrei verið svona neðarlega.
Manchester United er neðst í deildinni eftir tvo hroðalega leiki og tvö töp. Markatalan er mínus fimm. Liverpool er með tvö stig eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. Stuðningsmenn Liverpool eru auðvitað ekki ánægðir með þá byrjun. Manchester United hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir byrjunina og skal engan undra. Að auki eru stuðningsmenn liðsins fjúkandi reiðir út í eigendur félagsins. Það er reyndar ekkert nýtt því þeir hafa viljað losa félagið úr höndum amerísku eigendanna síðustu árin. Staðan hjá Manchester United er nú áþekk þeirri sem var hjá Liverpool fyrir 12 árum þegar stuðningmsenn Liverpool voru að reyna að hrekja eigendur félagsins frá félaginu!
Liverpool vann samtals níu núll sigur í deildarleikjunum á móti Manchester United á síðasta keppnistímabili. Yfirburðir Liverpool í þessum tveimur leikjum voru ótrúlegir og jafnvel lygilegir! Manchester United réði nýjan framkvæmdastjóra í sumar og enn á ný er uppbyggingarstarf hafið. Eftir fyrstu tvo leikina virðist lítið hafa breyst en vika í knattspyrnu getur verið löng líkt og stundum hefur verið sagt um stjórnmál!
Liverpool er aðeins með tvö stig eftir tvö jafntefli. Liverpool hefði reyndar getað verið með fullt hús. Skot Jordan Henderson fór í þverslá í blálok leiksins við Fulham. Svo átti Fabio Carvalho skot hárfínt framhjá undir lok leiks Liverpool og Crystal Palace. En þó svo að sigrar hefðu getað unnist er staðreyndin sú að Liverpool gerði jafntefli í þessum leikjum og það hefur valdið vonbrigðum hjá stuðningsmönnum tvöföldu bikarmeistaranna.
Það vantar býsna marga vegna meiðsla hjá Liverpool og Roberto Firmino er eini leikmaðurinn sem hefur náð sér frá síðasta leik. Svo er Darwin Nunez í þriggja leikja banni eftir brottreksturinn glórulausa á móti Crystal Palace. Samt er það svo að þegar lið Liverpool og Manchester United eru skoðuð miðað við síðustu leiktíð þá á Liverpool á vinna annað kvöld. Liverpool er með betra lið en til þess að vinna þarf liðið að spila eins og það best getur gert!
Manchester United getur komist upp fyrir Liverpool með sigri og sent óvinina niður undir botn deildarinnar. Það má einfaldlega ekki gerast! Ég spái því að Liverpool vinni 0:2 sigur á Old Trafford. Luis Diaz og Mohamed Salah skora mörkin. Liverpool þarf að rífa sig í gang!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Gömlu keppinautarnir mætast annað kvöld. Líklega er langt síðan liðin hafa verið svona neðarlega í deildinni þegar þau hafa leitt saman. Kannski hafa þau aldrei verið svona neðarlega.
Manchester United er neðst í deildinni eftir tvo hroðalega leiki og tvö töp. Markatalan er mínus fimm. Liverpool er með tvö stig eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. Stuðningsmenn Liverpool eru auðvitað ekki ánægðir með þá byrjun. Manchester United hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir byrjunina og skal engan undra. Að auki eru stuðningsmenn liðsins fjúkandi reiðir út í eigendur félagsins. Það er reyndar ekkert nýtt því þeir hafa viljað losa félagið úr höndum amerísku eigendanna síðustu árin. Staðan hjá Manchester United er nú áþekk þeirri sem var hjá Liverpool fyrir 12 árum þegar stuðningmsenn Liverpool voru að reyna að hrekja eigendur félagsins frá félaginu!
Liverpool vann samtals níu núll sigur í deildarleikjunum á móti Manchester United á síðasta keppnistímabili. Yfirburðir Liverpool í þessum tveimur leikjum voru ótrúlegir og jafnvel lygilegir! Manchester United réði nýjan framkvæmdastjóra í sumar og enn á ný er uppbyggingarstarf hafið. Eftir fyrstu tvo leikina virðist lítið hafa breyst en vika í knattspyrnu getur verið löng líkt og stundum hefur verið sagt um stjórnmál!
Liverpool er aðeins með tvö stig eftir tvö jafntefli. Liverpool hefði reyndar getað verið með fullt hús. Skot Jordan Henderson fór í þverslá í blálok leiksins við Fulham. Svo átti Fabio Carvalho skot hárfínt framhjá undir lok leiks Liverpool og Crystal Palace. En þó svo að sigrar hefðu getað unnist er staðreyndin sú að Liverpool gerði jafntefli í þessum leikjum og það hefur valdið vonbrigðum hjá stuðningsmönnum tvöföldu bikarmeistaranna.
Það vantar býsna marga vegna meiðsla hjá Liverpool og Roberto Firmino er eini leikmaðurinn sem hefur náð sér frá síðasta leik. Svo er Darwin Nunez í þriggja leikja banni eftir brottreksturinn glórulausa á móti Crystal Palace. Samt er það svo að þegar lið Liverpool og Manchester United eru skoðuð miðað við síðustu leiktíð þá á Liverpool á vinna annað kvöld. Liverpool er með betra lið en til þess að vinna þarf liðið að spila eins og það best getur gert!
Manchester United getur komist upp fyrir Liverpool með sigri og sent óvinina niður undir botn deildarinnar. Það má einfaldlega ekki gerast! Ég spái því að Liverpool vinni 0:2 sigur á Old Trafford. Luis Diaz og Mohamed Salah skora mörkin. Liverpool þarf að rífa sig í gang!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan