| Sf. Gutt
Þó ekki hafi verið yfir miklu að gleðjast í leik Liverpool við Manchester United er rétt að taka fram að Mohamed Salah kom sér á spjöld sögunnar. Það gerði hann með því að skora í leiknum. Markið dugði skammt en það var samt sögulegt.
Markið sem Mohamed skoraði var tíunda mark hans á móti Manchester United. Hann er þar með búinn að skora fleiri mörk fyrir Liverpool á móti Manchester United er nokkur annar leikmaður í sögunni. Reyndar hefur hann ekki skorað fleiri mörk á móti neinu öðru liði. Níu af mörkunum tíu hefur hann skorað í síðustu fimm leikjum sínum gegn United. Alls hefur Mohamed leikið 11 leiki á móti Rauðu djöflunum.
Þetta er sannarlega vel af sér vikið hjá Mohamed Salah. Ekki í fyrsta sinn og örugglega ekki það síðasta sem egypski Kóngurinn kemst í sögubækur Liverpool!
TIL BAKA
Flest mörk á móti Manchester United

Þó ekki hafi verið yfir miklu að gleðjast í leik Liverpool við Manchester United er rétt að taka fram að Mohamed Salah kom sér á spjöld sögunnar. Það gerði hann með því að skora í leiknum. Markið dugði skammt en það var samt sögulegt.

Markið sem Mohamed skoraði var tíunda mark hans á móti Manchester United. Hann er þar með búinn að skora fleiri mörk fyrir Liverpool á móti Manchester United er nokkur annar leikmaður í sögunni. Reyndar hefur hann ekki skorað fleiri mörk á móti neinu öðru liði. Níu af mörkunum tíu hefur hann skorað í síðustu fimm leikjum sínum gegn United. Alls hefur Mohamed leikið 11 leiki á móti Rauðu djöflunum.

Þetta er sannarlega vel af sér vikið hjá Mohamed Salah. Ekki í fyrsta sinn og örugglega ekki það síðasta sem egypski Kóngurinn kemst í sögubækur Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga!
Fréttageymslan