| Sf. Gutt
Liverpool vs Everton
Nú er leiktíðin komin í fullan gang. Stutt á milli leikja og í mörg horn að líta. Komið er að fyrsta grannaslagnum á leiktíðinni. Haldið verður yfir Stanley garðinn og hús tekið á Everton.
Fögnuður stuðningsmanna Liverpool þegar Fabio Carvalho tryggði sigurinn á Newcastle United á miðvikudagskvöldið heyrðist alla leið yfir á Goodison Park og reyndar um alla Liverpool borg. Alla vegna má ímynda sér að hann hafi heyrst um alla borgina. Í það minnsta heyrðist hann vel og greinilega á Goodison. Svo stutt er á milli vallanna.
Sigur Liverpool á Newcastle ætti að hafa komið Liverpool almennilega í gang. Það er þó ekki þar með sagt því allir héldu að metsigurinn á Bournemouth hefði komið Liverpool á skrið. Samt lenti Liverpool í vandræðum með Newcastle. Vissulega er lið Newcastle betra en Bournemouth en samt reiknuðu flestir með að Liverpool myndi spila betur á móti Skjórunum en raunin varð á.
Á móti Everton dugir ekkert nema það besta. Everton hefur ekki unnið leik hingað til og byrjað illa. Það þýðir þó ekki að liðið verði auðveldur andstæðingur á morgun. Allir grannaslagir eru erfiðir á sinn hátt þó stundum vinnist góðir sigrar. Liverpool vann sannfærandi sigra í báðum leikjunum á síðasta keppnistímabili en það þurfti að hafa fyrir sigrunum.
Arthur Melo er ekki kominn með leikheimild og verður því ekki með. Ekki það að hann hefði verið með svona stuttu eftir að hann kom til Englands. Jordan Henderson fór meiddur af velli á móti Newcastle og bætist þar með á meiðslalistann. Joel Matip og Curtis Jones eru komnir af slæma listanum og hugsanlegt er að Diogo Jota verði á bekknum á morgun. Í það minnsta er Darwin Nunez kominn af sínum lista og má taka þátt. Ekki er gott að segja hvort hann verði í byrjunarliðinu en hann verður alla vega á bekknum!
Liverpool þarf að sýna sitt besta til að geta unnið Everton. Liðið hefur verið á uppleið en meira þarf til. Ég spái því að Liverpool vinni nauman 1:2 sigur. Sigur er það eina sem kemur til mála þegar Liverpool mætir Everton!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Everton
Nú er leiktíðin komin í fullan gang. Stutt á milli leikja og í mörg horn að líta. Komið er að fyrsta grannaslagnum á leiktíðinni. Haldið verður yfir Stanley garðinn og hús tekið á Everton.
Fögnuður stuðningsmanna Liverpool þegar Fabio Carvalho tryggði sigurinn á Newcastle United á miðvikudagskvöldið heyrðist alla leið yfir á Goodison Park og reyndar um alla Liverpool borg. Alla vegna má ímynda sér að hann hafi heyrst um alla borgina. Í það minnsta heyrðist hann vel og greinilega á Goodison. Svo stutt er á milli vallanna.
Sigur Liverpool á Newcastle ætti að hafa komið Liverpool almennilega í gang. Það er þó ekki þar með sagt því allir héldu að metsigurinn á Bournemouth hefði komið Liverpool á skrið. Samt lenti Liverpool í vandræðum með Newcastle. Vissulega er lið Newcastle betra en Bournemouth en samt reiknuðu flestir með að Liverpool myndi spila betur á móti Skjórunum en raunin varð á.
Á móti Everton dugir ekkert nema það besta. Everton hefur ekki unnið leik hingað til og byrjað illa. Það þýðir þó ekki að liðið verði auðveldur andstæðingur á morgun. Allir grannaslagir eru erfiðir á sinn hátt þó stundum vinnist góðir sigrar. Liverpool vann sannfærandi sigra í báðum leikjunum á síðasta keppnistímabili en það þurfti að hafa fyrir sigrunum.
Arthur Melo er ekki kominn með leikheimild og verður því ekki með. Ekki það að hann hefði verið með svona stuttu eftir að hann kom til Englands. Jordan Henderson fór meiddur af velli á móti Newcastle og bætist þar með á meiðslalistann. Joel Matip og Curtis Jones eru komnir af slæma listanum og hugsanlegt er að Diogo Jota verði á bekknum á morgun. Í það minnsta er Darwin Nunez kominn af sínum lista og má taka þátt. Ekki er gott að segja hvort hann verði í byrjunarliðinu en hann verður alla vega á bekknum!
Liverpool þarf að sýna sitt besta til að geta unnið Everton. Liðið hefur verið á uppleið en meira þarf til. Ég spái því að Liverpool vinni nauman 1:2 sigur. Sigur er það eina sem kemur til mála þegar Liverpool mætir Everton!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan