| Sf. Gutt
Liverpool náði vopnum sínum í kvöld eftir hrakfarirnar í Napolí í síðustu viku og vann 2:1 baráttusigur á Ajax á Anfield Road. Sannarlega skref í rétta átt og mun betra upplit á liðinu.
Fyrir leikinn var Elísabetar annarrar Bretadrottningar minnst með mínútu þögn. Hún lést fimmtudaginn í síðustu viku. Þótt ekki sé einhugur um konungsveldið á Bretlandi meðal þegna landsins þá var Elísabet merk kona. Reyndar á margan þátt merkasti þjóðleiðtogi heimsins síðustu aldirnar.
Joël Matip, Thiago Alcântara og Diogo Jota komu í byrjunarliðið. Andrew Roberton var meiddur og tók Kostas Tsimikas stöðu hans. Stuðningsmenn Liverpool léu vel í sér heyra í byrjun leiks og vildu greinilega hjálpa liðinu sínu eftir skellinn á Ítalíu. Leikmenn Liverpool mættu skiljanlega mjög ákveðnir til leiks og tóku strax völdin. Reyndar mættu þeir harðri mótspyrnu frá hollensku meisturunum.
Liverpool komst yfir á 17. mínútu. Alisson Becker sparkaði hátt og langt frá marki. Luis Díaz vann skallaeinvígi. Boltinn lenti rétt utan vítateigs hjá Diogo Joto sem lét hann ganga til hægri á Mohamed Salah. Egyptinn tók við boltanum og skoraði með öruggu skoti sem markmaður Ajax réði ekkert við.
Á 21. mínútu ógnaði Luis með skoti sem fór rétt framhjá. Diogo gerði það sama en skot hans fór sömu leið. Gestaliðið jafnaði gegn gangi leiksins á 27. mínútu. Eftir sókn fram vinstri kantinn var gefið fyrir markið á Mohammed Kudus. Hann kom sér laglega í skotstöðu og þrumaði boltanum svo óverjandi slána inn í vinklinum. Glæsimark!
Þetta mark var auðvitað áfall en Liverpool hélt uppteknum hætti. Á 35. mínútu henti Virgil van Dijk sér fram eftir horn og skallaði að marki en markmaður Ajax varði. Á 42. mínútu braust Trent Alexander-Arnold inn í vítateig og náði föstu skoti sem fór beint á markmanninn. Trent náði frákastinu sjálfur og skaut aftur en aftur varði markmaðurinn frá honum. Það var því jafnt í hálfleik.
Liverpool sótti linnulítið eftir hlé en lengst af án þess að komast í verulega opin færi. Varamenn komu til leiks og allt var reynt. Þegar stundarfjórðungur var eftir fékk Ajax færi upp úr þurru en Daley Blind skallaði framhjá úr upplögðu færi eftir fyrirgjöf frá hægri.
Síðustu tíu mínúturnar herti Liverpool enn á sókninni. Á 83. mínútu lagði Mohamed upp færi fyrir varamanninn Darwin Nunez en skot hans fór framhjá. Litlu síðar sendi Darwin fyrir frá vinstri en á einhvern lygilegan hátt náði Luis ekki að stýra boltanum í opið markið af örstuttu færi. Í ljós kom að markmaður Ajax náði að snerta boltann þannig að hann breytti um stefnu.
Mínútu fyrir leikslok kom sigurmarkið. Mohamed fékk boltann í vítateignum og skaut að marki. Boltinn fór í varnarmann og af honum í stöng og aftur fyrir. Kostas tók hornið frá vinstri. Hann hitti beint á höfuðið á Joël Matip sem náði föstum skalla að markinu. Boltinn stefndi í markið en varnarmaður sparkaði frá á línunni. Stuðningsmenn Liverpool voru ekki vissir hvort mark hefði orðið fyrr en dómarinn gaf merki. Boltinn hafði sem sagt farið inn fyrir marklínuna. Staðfestingin olli því að gríðarlegur fögnuður upphófst. Leikmenn Liverpool fögnuðu trylltir fyrir framan Kop stúkuna! Frábær endir á góðum leik Liverpool!
Liverpool spilaði miklu betur en í Napolí í síðustu viku og reyndar var ekki annað hægt. Svo var auðvitað ekki annað í boði! Baráttusigur sem var alveg nauðsynlegur eins og málum var komið. Það er langt í næsta leik en nú verður Liverpool að koma sér almennilega í gang. Annað er ekki í boði!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Tsimikas, Elliott (Firmino 66. mín.), Fabinho, Thiago (Bajcetic 90. mín.), Salah, Jota (Nunez 66. mín.) og Díaz (Milner 90.mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Davies, Gomez, Carvalho, Arthur og Phillips.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (17. mín.) og Joël Matip (89. mín.).
Gult spjald: Joël Matip.
Ajax: Pasveer, Rensch (Sánchez 68. mín.), Timber, Bassey, Blind, Álvarez, Taylor (Grillitsch 80. mín.), Tadic, Berghuis, Bergwijn og Kudus (Brobbey 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Klaassen, Ocampos, Kaplan, Gorter, Lucca, Baas, Regeer og Magallán.
Mark Ajax: Mohammed Kudus (27. mín.).
Gul spjöld: Edson Álvarez og Steven Berghuis.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.387.
Maður leiksins: Joël Matip. Fyrir utan að skora sigurmarkið í þessum mikilvæga sigri var Joël sterkur í vörninni og tók góðar rispur fram völlinn.
- Þetta var fyrsti leikur Liverpool F.C. á valdatíð Karls þriðja Bretakonungs. Valdatíð hans hófst því með sigri!
- Mohamed Salah skoraði fjórða mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var 160. mark hans fyrir Liverpool. Egyptinn er búinn að spila 263 leiki með Liverpool.
- Joël Matip skoraði í fyrsta sinn á sparktíðinni.
- Þetta var tíunda mark hans fyrir Liverpool í 171 leik.
- Markið var fyrsta Evrópumark hans fyrir Liverpool.
TIL BAKA
Baráttusigur!
Liverpool náði vopnum sínum í kvöld eftir hrakfarirnar í Napolí í síðustu viku og vann 2:1 baráttusigur á Ajax á Anfield Road. Sannarlega skref í rétta átt og mun betra upplit á liðinu.
Fyrir leikinn var Elísabetar annarrar Bretadrottningar minnst með mínútu þögn. Hún lést fimmtudaginn í síðustu viku. Þótt ekki sé einhugur um konungsveldið á Bretlandi meðal þegna landsins þá var Elísabet merk kona. Reyndar á margan þátt merkasti þjóðleiðtogi heimsins síðustu aldirnar.
Joël Matip, Thiago Alcântara og Diogo Jota komu í byrjunarliðið. Andrew Roberton var meiddur og tók Kostas Tsimikas stöðu hans. Stuðningsmenn Liverpool léu vel í sér heyra í byrjun leiks og vildu greinilega hjálpa liðinu sínu eftir skellinn á Ítalíu. Leikmenn Liverpool mættu skiljanlega mjög ákveðnir til leiks og tóku strax völdin. Reyndar mættu þeir harðri mótspyrnu frá hollensku meisturunum.
Liverpool komst yfir á 17. mínútu. Alisson Becker sparkaði hátt og langt frá marki. Luis Díaz vann skallaeinvígi. Boltinn lenti rétt utan vítateigs hjá Diogo Joto sem lét hann ganga til hægri á Mohamed Salah. Egyptinn tók við boltanum og skoraði með öruggu skoti sem markmaður Ajax réði ekkert við.
Á 21. mínútu ógnaði Luis með skoti sem fór rétt framhjá. Diogo gerði það sama en skot hans fór sömu leið. Gestaliðið jafnaði gegn gangi leiksins á 27. mínútu. Eftir sókn fram vinstri kantinn var gefið fyrir markið á Mohammed Kudus. Hann kom sér laglega í skotstöðu og þrumaði boltanum svo óverjandi slána inn í vinklinum. Glæsimark!
Þetta mark var auðvitað áfall en Liverpool hélt uppteknum hætti. Á 35. mínútu henti Virgil van Dijk sér fram eftir horn og skallaði að marki en markmaður Ajax varði. Á 42. mínútu braust Trent Alexander-Arnold inn í vítateig og náði föstu skoti sem fór beint á markmanninn. Trent náði frákastinu sjálfur og skaut aftur en aftur varði markmaðurinn frá honum. Það var því jafnt í hálfleik.
Liverpool sótti linnulítið eftir hlé en lengst af án þess að komast í verulega opin færi. Varamenn komu til leiks og allt var reynt. Þegar stundarfjórðungur var eftir fékk Ajax færi upp úr þurru en Daley Blind skallaði framhjá úr upplögðu færi eftir fyrirgjöf frá hægri.
Síðustu tíu mínúturnar herti Liverpool enn á sókninni. Á 83. mínútu lagði Mohamed upp færi fyrir varamanninn Darwin Nunez en skot hans fór framhjá. Litlu síðar sendi Darwin fyrir frá vinstri en á einhvern lygilegan hátt náði Luis ekki að stýra boltanum í opið markið af örstuttu færi. Í ljós kom að markmaður Ajax náði að snerta boltann þannig að hann breytti um stefnu.
Mínútu fyrir leikslok kom sigurmarkið. Mohamed fékk boltann í vítateignum og skaut að marki. Boltinn fór í varnarmann og af honum í stöng og aftur fyrir. Kostas tók hornið frá vinstri. Hann hitti beint á höfuðið á Joël Matip sem náði föstum skalla að markinu. Boltinn stefndi í markið en varnarmaður sparkaði frá á línunni. Stuðningsmenn Liverpool voru ekki vissir hvort mark hefði orðið fyrr en dómarinn gaf merki. Boltinn hafði sem sagt farið inn fyrir marklínuna. Staðfestingin olli því að gríðarlegur fögnuður upphófst. Leikmenn Liverpool fögnuðu trylltir fyrir framan Kop stúkuna! Frábær endir á góðum leik Liverpool!
Liverpool spilaði miklu betur en í Napolí í síðustu viku og reyndar var ekki annað hægt. Svo var auðvitað ekki annað í boði! Baráttusigur sem var alveg nauðsynlegur eins og málum var komið. Það er langt í næsta leik en nú verður Liverpool að koma sér almennilega í gang. Annað er ekki í boði!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Tsimikas, Elliott (Firmino 66. mín.), Fabinho, Thiago (Bajcetic 90. mín.), Salah, Jota (Nunez 66. mín.) og Díaz (Milner 90.mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Davies, Gomez, Carvalho, Arthur og Phillips.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (17. mín.) og Joël Matip (89. mín.).
Gult spjald: Joël Matip.
Ajax: Pasveer, Rensch (Sánchez 68. mín.), Timber, Bassey, Blind, Álvarez, Taylor (Grillitsch 80. mín.), Tadic, Berghuis, Bergwijn og Kudus (Brobbey 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Klaassen, Ocampos, Kaplan, Gorter, Lucca, Baas, Regeer og Magallán.
Mark Ajax: Mohammed Kudus (27. mín.).
Gul spjöld: Edson Álvarez og Steven Berghuis.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.387.
Maður leiksins: Joël Matip. Fyrir utan að skora sigurmarkið í þessum mikilvæga sigri var Joël sterkur í vörninni og tók góðar rispur fram völlinn.
Fróðleikur
- Þetta var fyrsti leikur Liverpool F.C. á valdatíð Karls þriðja Bretakonungs. Valdatíð hans hófst því með sigri!
- Mohamed Salah skoraði fjórða mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var 160. mark hans fyrir Liverpool. Egyptinn er búinn að spila 263 leiki með Liverpool.
- Joël Matip skoraði í fyrsta sinn á sparktíðinni.
- Þetta var tíunda mark hans fyrir Liverpool í 171 leik.
- Markið var fyrsta Evrópumark hans fyrir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan