| Sf. Gutt
Xabi Alonso er orðinn framkvæmdastjóri. Spánverjinn var ráðinn til þýska liðsins Bayer Leverkusen og stýrir liðinu um næstu helgi þegar það mætir Schalke.
Það er stórt skref fyrir Xabi að taka við liði í efstu deild í Þýskalandi. Hann þekkir þó vel til í þýsku knattspyrnunni því hann spilaði með Bayern Munchen 2014 til 2017.
Eftir að Xabi lagði skóna á hilluna byrjaði hann að þjálfa hjá Real Madrid þar sem hann þjálfaði undir 14 ára liðið leiktíðina 2018/19. Hann stýrði svo B liði Real Sociedad 2019 til 2022.
Xabi Alonso spilaði 210 leiki með Liverpool, skoraði 19 mörk og átti 18 stoðsendingar. Hann vann Evrópubikarinn og Stórbikar Evrópu 2005. Árið eftir varð hann FA bikarmeistari og vann Samfélagsskjöldinn. Hann kom til Liverpool 2004 en fór til Real Madrid sumarið 2009.
Xabi er ekki fyrsti fyrrum leikmaður Liverpool til að stjórna Bayer Leverkusen. Sami Hyypia var framkvæmdastjóri liðsins 2012 til 2014.
TIL BAKA
Xabi Alonso orðinn framkvæmdastjóri
Xabi Alonso er orðinn framkvæmdastjóri. Spánverjinn var ráðinn til þýska liðsins Bayer Leverkusen og stýrir liðinu um næstu helgi þegar það mætir Schalke.
Það er stórt skref fyrir Xabi að taka við liði í efstu deild í Þýskalandi. Hann þekkir þó vel til í þýsku knattspyrnunni því hann spilaði með Bayern Munchen 2014 til 2017.
Eftir að Xabi lagði skóna á hilluna byrjaði hann að þjálfa hjá Real Madrid þar sem hann þjálfaði undir 14 ára liðið leiktíðina 2018/19. Hann stýrði svo B liði Real Sociedad 2019 til 2022.
Xabi Alonso spilaði 210 leiki með Liverpool, skoraði 19 mörk og átti 18 stoðsendingar. Hann vann Evrópubikarinn og Stórbikar Evrópu 2005. Árið eftir varð hann FA bikarmeistari og vann Samfélagsskjöldinn. Hann kom til Liverpool 2004 en fór til Real Madrid sumarið 2009.
Xabi er ekki fyrsti fyrrum leikmaður Liverpool til að stjórna Bayer Leverkusen. Sami Hyypia var framkvæmdastjóri liðsins 2012 til 2014.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan