| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur er á Anfield þegar Manchester City koma í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 15:30 sunnudaginn 16. október.
Fáir hefðu spáð fyrir því að staða liðanna í deildinni fyrir þennan leik væri eins og hún er. Við þurfum ekkert að rekja sögu tímabilsins til þessa enda er hún vel þekkt. Öll vitum við svo hvernig hefur gengið hjá þeim ljósbláu í Manchester. Þeir keyptu heitasta sóknarmanninn á markaðnum sem hefur skorað í líkingu við það sem ekki hefur áður sést í ensku deildinni. Það er því ekki hægt að segja að bjartsýnin sé mikil hjá okkur fyrir leikinn. En við skulum hafa það í huga að leikmenn Liverpool, þá sérstaklega undir stjórn Jürgen Klopp, hafa yfirleitt alltaf mætt vel tilbúnir til leiks gegn City.
Stjórinn gaf lítið upp um stöðuna á meiddum leikmönnum á blaðamannafundi fyrir leikinn. Eitthvað sem er kannski óvenjulegt en hann vildi greinilega ekki gefa Pep Guardiola og félögum neinar upplýsingar. Það er vonandi ekki neitt nýtt að frétta af þeim málum og við vitum að þeir Alexander-Arnold, Luís Díaz, Matip, Oxlade-Chamberlain, Keita, Jones og Melo eru meiddir. Ibrahima Konaté sást víst ekki á æfingu fyrir helgina og það væri svosem alveg eftir því að hann gæti ekki verið með. En við sjáum til með það. Hjá City eru Kyle Walker, John Stones og Kalvin Phillips allir frá. Þess má svo til "gamans" geta að Erling Håland var hvíldur í miðri viku og spilaði ekki mínútu í Meistaradeildinni.
Liðin hafa mæst nú þegar á tímabilinu eins og við kannski munum eftir. Þá var tíðin önnur, fyrsti leikur tímabilsins og bjartsýnin við völd. Okkar menn unnu góðan sigur í Góðgerðaskildinum 3-1 þar sem allt leit afskaplega vel út. Núnez skoraði, Håland ekki og klúðraði dauðafæri. Ó hvað við værum til í að staðan væri eitthvað svipuð í dag. En það þýðir lítið að dvelja í fortíðinni og verkefni dagsins er erfitt en ekki óyfirstíganlegt. Það verður kannski ekki léttara þegar við förum að spá í byrjunarlið heimamanna. Hver kemur í vörnina í staðinn fyrir Konaté ef hann er meiddur? Ef Gomez kemur þar inn er eins gott fyrir hann að endurtaka ekki leikinn frá því í Napoli. Ef Nat Phillips kemur inn verður hann ekki bara fallbyssufóður fyrir ljóshærða sóknartröllið? Þetta eru spurning sem mig langar ekki mikið til að svara en hér er að minnsta kosti okkar tillaga að byrjunarliði dagsins: Alisson, Milner, Gomez, van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Thiago, Jota, Núnez, Salah.
Liverpool hafa ekki unnið City á Anfield í síðustu tveim tilraunum. Á síðasta tímabili endaði leikurinn 2-2 þar sem okkar menn komust yfir tvisvar en City jöfnuðu jafnharðan. Tímabilið þar á undan var auðvitað allt í rugli hjá Liverpool meiðslalega séð og City sigruðu örugglega 1-4. En liðin spiluðu eftirminnilegan undanúrslitaleik í FA Bikarnum síðasta vor og þar vannst frábær 3-2 sigur sem var öruggari en hann leit út fyrir enda staðan 3-0 fyrir Liverpool í hálfleik. Undanfarin ár hafa leikir liðanna alltaf verið skemmtilegir markaleikir og við vonumst eftir því sama núna og þó svo að möguleikinn sé ekki stór, þá væri auðvitað enn skemmtilegra að sjá heimasigur líta dagsins ljós.
Spáin að þessu sinni er á þá leið að jafntefli verður niðurstaðan eftir hörkuleik, 2-2. Vonum það besta en búum okkur jafnframt undir það versta.
Fróðleikur:
- Roberto Firmino er markahæstur Liverpool manna í deildinni með sex mörk.
- Erling Håland hefur skorað 15 mörk fyrir City það sem af er.
- Mohamed Salah hefur skorað átta mörk í 15 leikjum gegn City í öllum keppnum. Aðeins þrír aðrir leikmenn í sögu félagsins hafa skorað fleiri, Ian Rush (15), Kenny Dalglish og Gordon Hodgson (11 mörk hvor).
- Jürgen Klopp og hans lið hafa unnið 11 sigra á liðum undir stjórn Pep Guardiola og níu sinnum tapað.
- Liverpool eru í 11. sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki.
- City eru í öðru sæti með 23 stig eftir níu leiki.
Fáir hefðu spáð fyrir því að staða liðanna í deildinni fyrir þennan leik væri eins og hún er. Við þurfum ekkert að rekja sögu tímabilsins til þessa enda er hún vel þekkt. Öll vitum við svo hvernig hefur gengið hjá þeim ljósbláu í Manchester. Þeir keyptu heitasta sóknarmanninn á markaðnum sem hefur skorað í líkingu við það sem ekki hefur áður sést í ensku deildinni. Það er því ekki hægt að segja að bjartsýnin sé mikil hjá okkur fyrir leikinn. En við skulum hafa það í huga að leikmenn Liverpool, þá sérstaklega undir stjórn Jürgen Klopp, hafa yfirleitt alltaf mætt vel tilbúnir til leiks gegn City.
Stjórinn gaf lítið upp um stöðuna á meiddum leikmönnum á blaðamannafundi fyrir leikinn. Eitthvað sem er kannski óvenjulegt en hann vildi greinilega ekki gefa Pep Guardiola og félögum neinar upplýsingar. Það er vonandi ekki neitt nýtt að frétta af þeim málum og við vitum að þeir Alexander-Arnold, Luís Díaz, Matip, Oxlade-Chamberlain, Keita, Jones og Melo eru meiddir. Ibrahima Konaté sást víst ekki á æfingu fyrir helgina og það væri svosem alveg eftir því að hann gæti ekki verið með. En við sjáum til með það. Hjá City eru Kyle Walker, John Stones og Kalvin Phillips allir frá. Þess má svo til "gamans" geta að Erling Håland var hvíldur í miðri viku og spilaði ekki mínútu í Meistaradeildinni.
Liðin hafa mæst nú þegar á tímabilinu eins og við kannski munum eftir. Þá var tíðin önnur, fyrsti leikur tímabilsins og bjartsýnin við völd. Okkar menn unnu góðan sigur í Góðgerðaskildinum 3-1 þar sem allt leit afskaplega vel út. Núnez skoraði, Håland ekki og klúðraði dauðafæri. Ó hvað við værum til í að staðan væri eitthvað svipuð í dag. En það þýðir lítið að dvelja í fortíðinni og verkefni dagsins er erfitt en ekki óyfirstíganlegt. Það verður kannski ekki léttara þegar við förum að spá í byrjunarlið heimamanna. Hver kemur í vörnina í staðinn fyrir Konaté ef hann er meiddur? Ef Gomez kemur þar inn er eins gott fyrir hann að endurtaka ekki leikinn frá því í Napoli. Ef Nat Phillips kemur inn verður hann ekki bara fallbyssufóður fyrir ljóshærða sóknartröllið? Þetta eru spurning sem mig langar ekki mikið til að svara en hér er að minnsta kosti okkar tillaga að byrjunarliði dagsins: Alisson, Milner, Gomez, van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Thiago, Jota, Núnez, Salah.
Liverpool hafa ekki unnið City á Anfield í síðustu tveim tilraunum. Á síðasta tímabili endaði leikurinn 2-2 þar sem okkar menn komust yfir tvisvar en City jöfnuðu jafnharðan. Tímabilið þar á undan var auðvitað allt í rugli hjá Liverpool meiðslalega séð og City sigruðu örugglega 1-4. En liðin spiluðu eftirminnilegan undanúrslitaleik í FA Bikarnum síðasta vor og þar vannst frábær 3-2 sigur sem var öruggari en hann leit út fyrir enda staðan 3-0 fyrir Liverpool í hálfleik. Undanfarin ár hafa leikir liðanna alltaf verið skemmtilegir markaleikir og við vonumst eftir því sama núna og þó svo að möguleikinn sé ekki stór, þá væri auðvitað enn skemmtilegra að sjá heimasigur líta dagsins ljós.
Spáin að þessu sinni er á þá leið að jafntefli verður niðurstaðan eftir hörkuleik, 2-2. Vonum það besta en búum okkur jafnframt undir það versta.
Fróðleikur:
- Roberto Firmino er markahæstur Liverpool manna í deildinni með sex mörk.
- Erling Håland hefur skorað 15 mörk fyrir City það sem af er.
- Mohamed Salah hefur skorað átta mörk í 15 leikjum gegn City í öllum keppnum. Aðeins þrír aðrir leikmenn í sögu félagsins hafa skorað fleiri, Ian Rush (15), Kenny Dalglish og Gordon Hodgson (11 mörk hvor).
- Jürgen Klopp og hans lið hafa unnið 11 sigra á liðum undir stjórn Pep Guardiola og níu sinnum tapað.
- Liverpool eru í 11. sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki.
- City eru í öðru sæti með 23 stig eftir níu leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan