| Sf. Gutt
Sumir töldu leik Liverpool og Manchester City þann mikilvægasta í deildinni á leiktíðinni fyrir tvöföldu bikarmeistaranna. En leikurinn við West Ham er ekki síður mikilvægur. Liverpool vann auðvitað frábæran sigur á Englandsmeisturunum. En nú þarf að fylgja þeim frábæra sigri eftir og þess vegna er leikurinn við Hamrana óhemju mikilvægur.
Leikur Liverpool við Manchester City var eins og best var á kosið. Allir leikmenn Liverpol léku vel. Allir voru einbeittir og lögðu allt í sölurnar. Svo studdu áhorfendur við bakið á Rauða hernum sem einn maður. Þetta allt þarf að endurtaka annað kvöld. Þá vinnur Liverpool. Ef ekki getur allt gerst!
Líkt og svo oft á leiktíðinni meiddist leikmaður Liverpool á móti City. Diogo Jota er úr leik þar til á nýju ári. Hann meiddist á lokaandartökum leiksins. Eins óheppilegt og framast má vera. Liverpool hefur því misst tvo úr framlínunni á einni viku. Fyrst Luis Díaz á móti Arsenal og svo Diogo núna um liðna helgi. Portúgalinn er tiltölulega nýkominn til leiks eftir meiðsli og var frábær á móti City.
Það er ekki gott að segja hvernig lið Liverpool verður skipað. Einhverjar breytingar þarf að gera. En eins og áður segir þurfa þeir sem spila að vera upp á sitt besta. Þannig vinnst sigur. Ég spái því að Liverpool haldi áfram þaðan sem frá var horfið á sunnudaginn og vinni 3:1 sigur. Það verður að hamra járnið á meðan það er heitt!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Sumir töldu leik Liverpool og Manchester City þann mikilvægasta í deildinni á leiktíðinni fyrir tvöföldu bikarmeistaranna. En leikurinn við West Ham er ekki síður mikilvægur. Liverpool vann auðvitað frábæran sigur á Englandsmeisturunum. En nú þarf að fylgja þeim frábæra sigri eftir og þess vegna er leikurinn við Hamrana óhemju mikilvægur.

Leikur Liverpool við Manchester City var eins og best var á kosið. Allir leikmenn Liverpol léku vel. Allir voru einbeittir og lögðu allt í sölurnar. Svo studdu áhorfendur við bakið á Rauða hernum sem einn maður. Þetta allt þarf að endurtaka annað kvöld. Þá vinnur Liverpool. Ef ekki getur allt gerst!

Líkt og svo oft á leiktíðinni meiddist leikmaður Liverpool á móti City. Diogo Jota er úr leik þar til á nýju ári. Hann meiddist á lokaandartökum leiksins. Eins óheppilegt og framast má vera. Liverpool hefur því misst tvo úr framlínunni á einni viku. Fyrst Luis Díaz á móti Arsenal og svo Diogo núna um liðna helgi. Portúgalinn er tiltölulega nýkominn til leiks eftir meiðsli og var frábær á móti City.
Það er ekki gott að segja hvernig lið Liverpool verður skipað. Einhverjar breytingar þarf að gera. En eins og áður segir þurfa þeir sem spila að vera upp á sitt besta. Þannig vinnst sigur. Ég spái því að Liverpool haldi áfram þaðan sem frá var horfið á sunnudaginn og vinni 3:1 sigur. Það verður að hamra járnið á meðan það er heitt!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan