| Sf. Gutt
Liverpool vann í kvöld nauman 1:0 heimasigur á West Ham United. Þetta var annar deildarsigur Liverpool í röð. Nýi framherjinn opnaði markareikning sinn á heimavelli.
Vitað var að það byrfti að gera breytingar á liði Liverpool þar sem Diogo Jota er kominn í jólafrí. Darwin Núñez fékk sæti í sókninni. Báðum bakvörðunum var skipt út. Nokkuð kom á óvart að Trent Alexander-Arnold byrjaði. Hann kom reyndar inn sem varamaður á móti Manchester City en áður hafði verið talið að hann yrði einhverjar vikur frá vegna meiðsla. Kostas Tsimikas var vinstri bakvörður.
Eftir stundarfjórðung kom fyrsta færið. Thiago Alcântara sendi þá langa sendingu frá eigin vallarhelmingi fram á Darwin Núñez. Boltinn skoppaði einu sinni áður en Darwin tók hann á lofti og þrumaði að marki en Lukasz Fabianski henti sér aftur á bak og sló boltann yfir. Úrúgvæinn var aftur á ferðinni á 22. mínútu og þá kom Lukasz engum vörnum við. Kostas Tsimikas sendi fyrir lengst utan af vinstri kanti. Hann hitti beint á höfuðið á Darwin sem skallaði boltann í jörðina og í markið. Frábær skalli og algerlega óverjandi.
Rétt á eftir komst Darwin í skotfæri við vítateiginn eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni en Lukasz náði að verja. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks var Darwin enn og aftur á ferðinni. Varnarmaður gestanna skallaði frá. Darwin fékk boltann og drap hann niður með brjóstkassanum áður en hann þrykkti boltanum að marki rétt við vítateiginn. Boltinn small í stönginni en Úrúgvæinn tók sjálfur frákastið. Hann náði ekki almennilegu skoti og boltinn fór framhjá. Þremur mínútum seinna eða svo fékk West Ham víti eftir að sjónvarpsdómarar höfðu lagt til að dæmt yrði á Joe Gomez sem fór af of miklum krafti í bakið á Jarrod Bowen. Jarrod tók vítið fyrir framan Kop stúkuna. Alisson Becker, sem hafði ekki haft neitt að gera, henti sér til hægri og varði vítið! Frábær markvarsla sem tryggði forystu Liverpool í leikhléi.
Liverpool hafði verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Svo var áfram eftir hlé en Hamrarnir spiluðu mun betur og færðu sig smá saman upp á skaftið. Á 70. mínútu kom sending inn í vítateig Liverpool beint á varamanninn Saïd Benrahma. Hann fékk boltann í upplögðu færi en laflaust skot hans fór beint í fangið á Alisson. Fimm mínútum seinna fékk Roberto Firmino boltann inn í markteignum eftir horn en Lukasz varði. Curtis Jones, sem kom inn sem varamaður, náði frákastinu en skot hans fór yfir.
Á 78. mínútu braust Jordan Henderson fram hægra megin og gaf fyrir. Kurt Zouma renndi sér á boltann og af honum fór boltinn yfir Lukasz, datt ofan á þverslána og fór svo í horn. Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Gianluca Scamacca gott færi hægra megin í teiknum en hitti ekki markið. Hann hefði líka getað gefið fyrir markið en gerði það sem betur fer ekki. Allt gat gerst þegar leið að lokum enda bara eitt mark í forystu.
Á 87. mínútu fékk Tomás Soucek boltann í markteignum. Hann var í dauðafæri en varamaðurinn James Milner komst fyrir á allra síðustu stundu. Frábært hjá James sem bjargaði sennilega marki. Sá gamli rauk svo fram vinstri kantinn og lagði upp færi fyrir Mohamed Salah en varnarmaður komst fyrir skot hans. Liverpool hélt sínu og vann þriðja sigur sinn í röð á einni viku!
Liverpool spilaði ekki jafn vel og á móti Manchester City. En liðið sýndi seiglu og vann mikilvægan sigur. Það var áríðandi að fylgja eftir sigrinum á City og það tókst!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Tsimikas (Robertson 81. mín.), Salah, Henderson, Thiago (Fabinho 57. mín.), Carvalho (Jones 57. mín.), Firmino (Milner 81. mín.) og Núñez (Elliott 57. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Oxlade-Chamberlain, Clark og Phillips.
Mark Liverpool: Darwin Núñez (22. mín.).
West Ham United: Fabianski, Johnson, Zouma, Kehrer, Cresswell, Downes (Antonio 74. mín.), Rice, Soucek, Fornals (Benrahma 61. mín.), Bowen og Scamacca. Ónotaðir varamenn: Randolph, Coufal, Lanzini, Areola, Ogbonna, Benrahma, Coventry og Emerson.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.346.
Maður leiksins: Alisson Becker. Hann hafði svo sem ekki mikið að gera en vítaspyrnumarkvarslan tryggði Liverpool sigur!
Jürgen Klopp: ,,Heilt yfir þá finnst mér að við höfum verðskuldað stigin þrjú. Þetta er mikilvægur og erfiður kafli fyrir öll liðin. Við þurfum að herja fram hagstæð úrslit. Næsta barátta er svo eftir þrjá daga. Svona er staðan og í bili er allt í fínu."
- Darwin Núñez skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var númer 100 sem Liverpool hefur skorað gegn West Ham eftir að Úrvalsdeildin byrjaði haustið 1992.
- Virgil van Dijk lék sinn 70. deildarleik án taps á Anfield Road.
- Hann hefur aldrei verið í tapliði í deildinni á Afield eftir að hann kom til Liverpool.
- Alex Oxlade-Chamberlain var í fyrsta sinn í liðshópi hjá Liverpool á leiktíðinni.
TIL BAKA
Naumur sigur Liverpool
Liverpool vann í kvöld nauman 1:0 heimasigur á West Ham United. Þetta var annar deildarsigur Liverpool í röð. Nýi framherjinn opnaði markareikning sinn á heimavelli.
Vitað var að það byrfti að gera breytingar á liði Liverpool þar sem Diogo Jota er kominn í jólafrí. Darwin Núñez fékk sæti í sókninni. Báðum bakvörðunum var skipt út. Nokkuð kom á óvart að Trent Alexander-Arnold byrjaði. Hann kom reyndar inn sem varamaður á móti Manchester City en áður hafði verið talið að hann yrði einhverjar vikur frá vegna meiðsla. Kostas Tsimikas var vinstri bakvörður.
Eftir stundarfjórðung kom fyrsta færið. Thiago Alcântara sendi þá langa sendingu frá eigin vallarhelmingi fram á Darwin Núñez. Boltinn skoppaði einu sinni áður en Darwin tók hann á lofti og þrumaði að marki en Lukasz Fabianski henti sér aftur á bak og sló boltann yfir. Úrúgvæinn var aftur á ferðinni á 22. mínútu og þá kom Lukasz engum vörnum við. Kostas Tsimikas sendi fyrir lengst utan af vinstri kanti. Hann hitti beint á höfuðið á Darwin sem skallaði boltann í jörðina og í markið. Frábær skalli og algerlega óverjandi.
Rétt á eftir komst Darwin í skotfæri við vítateiginn eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni en Lukasz náði að verja. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks var Darwin enn og aftur á ferðinni. Varnarmaður gestanna skallaði frá. Darwin fékk boltann og drap hann niður með brjóstkassanum áður en hann þrykkti boltanum að marki rétt við vítateiginn. Boltinn small í stönginni en Úrúgvæinn tók sjálfur frákastið. Hann náði ekki almennilegu skoti og boltinn fór framhjá. Þremur mínútum seinna eða svo fékk West Ham víti eftir að sjónvarpsdómarar höfðu lagt til að dæmt yrði á Joe Gomez sem fór af of miklum krafti í bakið á Jarrod Bowen. Jarrod tók vítið fyrir framan Kop stúkuna. Alisson Becker, sem hafði ekki haft neitt að gera, henti sér til hægri og varði vítið! Frábær markvarsla sem tryggði forystu Liverpool í leikhléi.
Liverpool hafði verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Svo var áfram eftir hlé en Hamrarnir spiluðu mun betur og færðu sig smá saman upp á skaftið. Á 70. mínútu kom sending inn í vítateig Liverpool beint á varamanninn Saïd Benrahma. Hann fékk boltann í upplögðu færi en laflaust skot hans fór beint í fangið á Alisson. Fimm mínútum seinna fékk Roberto Firmino boltann inn í markteignum eftir horn en Lukasz varði. Curtis Jones, sem kom inn sem varamaður, náði frákastinu en skot hans fór yfir.
Á 78. mínútu braust Jordan Henderson fram hægra megin og gaf fyrir. Kurt Zouma renndi sér á boltann og af honum fór boltinn yfir Lukasz, datt ofan á þverslána og fór svo í horn. Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Gianluca Scamacca gott færi hægra megin í teiknum en hitti ekki markið. Hann hefði líka getað gefið fyrir markið en gerði það sem betur fer ekki. Allt gat gerst þegar leið að lokum enda bara eitt mark í forystu.
Á 87. mínútu fékk Tomás Soucek boltann í markteignum. Hann var í dauðafæri en varamaðurinn James Milner komst fyrir á allra síðustu stundu. Frábært hjá James sem bjargaði sennilega marki. Sá gamli rauk svo fram vinstri kantinn og lagði upp færi fyrir Mohamed Salah en varnarmaður komst fyrir skot hans. Liverpool hélt sínu og vann þriðja sigur sinn í röð á einni viku!
Liverpool spilaði ekki jafn vel og á móti Manchester City. En liðið sýndi seiglu og vann mikilvægan sigur. Það var áríðandi að fylgja eftir sigrinum á City og það tókst!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Tsimikas (Robertson 81. mín.), Salah, Henderson, Thiago (Fabinho 57. mín.), Carvalho (Jones 57. mín.), Firmino (Milner 81. mín.) og Núñez (Elliott 57. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Oxlade-Chamberlain, Clark og Phillips.
Mark Liverpool: Darwin Núñez (22. mín.).
West Ham United: Fabianski, Johnson, Zouma, Kehrer, Cresswell, Downes (Antonio 74. mín.), Rice, Soucek, Fornals (Benrahma 61. mín.), Bowen og Scamacca. Ónotaðir varamenn: Randolph, Coufal, Lanzini, Areola, Ogbonna, Benrahma, Coventry og Emerson.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.346.
Maður leiksins: Alisson Becker. Hann hafði svo sem ekki mikið að gera en vítaspyrnumarkvarslan tryggði Liverpool sigur!
Jürgen Klopp: ,,Heilt yfir þá finnst mér að við höfum verðskuldað stigin þrjú. Þetta er mikilvægur og erfiður kafli fyrir öll liðin. Við þurfum að herja fram hagstæð úrslit. Næsta barátta er svo eftir þrjá daga. Svona er staðan og í bili er allt í fínu."
Fróðleikur
- Darwin Núñez skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Markið var númer 100 sem Liverpool hefur skorað gegn West Ham eftir að Úrvalsdeildin byrjaði haustið 1992.
- Virgil van Dijk lék sinn 70. deildarleik án taps á Anfield Road.
- Hann hefur aldrei verið í tapliði í deildinni á Afield eftir að hann kom til Liverpool.
- Alex Oxlade-Chamberlain var í fyrsta sinn í liðshópi hjá Liverpool á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan