| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool byrjar 12. umferð deildarinnar með því að heimsækja Nottingham Forest. Leikurinn hefst klukkan 11:30 laugardaginn 22. október.
Það er nú léttara yfir andrúmsloftinu hjá félaginu og stuðningsfólki eftir tvo fína 1-0 sigra í röð á heimavelli en nú þarf að raða saman fleiri sigrum. Jürgen Klopp fór eins og venjulega yfir stöðuna á hópnum á fundi með fréttafólki fyrir leik. Hann sagði að engin ný meiðsli hefðu komið í ljós eftir sigurinn á West Ham en menn samt að glíma við hnjask hér og þar sem þýðir að beðið verður fram á síðustu stundu til að sjá hver verður leikfær. Ber þar helst að nefna Darwin Núnez sem fann fyrir óþægindum og fór snemma útaf gegn Hömrunum. Góðar fréttir bárust af þeim Keita og Konaté sem ættu að geta byrjað æfingar að fullu strax eftir helgi. Joel Matip þarf nokkra daga í viðbót til að ná sér góðum en þeir Díaz, Jota og Arthur eru allir frá eins og vitað er. Calvin Ramsay náði sér í nokkrar mínútur með U-21 árs liðinu í vikunni þar sem hann kom inná og skoraði en hann nálgast endurkomu. Ánægjulegt að telja ekki upp Alex Oxlade-Chamberlain lengur þegar farið er yfir meiðslin en hann var á bekknum í síðasta leik og við vonumst til að hann verði áfram í leikmannahópnum. Hjá heimamönnum eru þeir Harry Toffolo, Lewis O'Brien, Jack Colback, Moussa Niakhate og Omar Richards allir meiddir og óvíst með stöðuna á Renan Lodi. En eins og við vitum er leikmannahópur Forest ansi stór eftir hópkaup þeirra í sumar og væntanlega kemur maður í manns stað.
Liðin hafa ekki mæst í úrvalsdeildinni á þessari öld en síðasti leikur þeirra á milli var 5. apríl árið 1999 þar sem lokatölur voru 2-2. Jamie Redknapp og Michael Owen sáu um mörkin í þeim leik en heimamenn jöfnuðu metin á 90. mínútu. En það er í raun frekar stutt síðan liðin mættust á þessum velli því Liverpool vann fínan 0-1 sigur í 6. umferð FA bikarsins í mars á þessu ári, Jota skoraði markið á 78. mínútu leiksins. Umræðan fyrir þann leik var sú að þetta yrði erfiður leikur gegn liði sem væri í toppbaráttunni í næst efstu deild og sú varð raunin. Ef við förum aftur í söguna yfir leiki liðanna í úrvalsdeild má sjá að Liverpool tókst ekki að vinna sigur á City Ground í fimm tilraunum en sagan stoppar auðvitað ekki við stofnun úrvalsdeildarinnar. Við þurfum reyndar að fara ansi langt aftur til að finna sigur Liverpool á þessum velli í deildarleik en hann kom síðast árið 1984 þar sem Ronnie Whelan og Ian Rush skoruðu í 0-2 sigri. En sagan er nú bara til skemmtunar og segir ekkert til um hvað gerist í næsta leik. Forest hafa unnið einn leik á heimavelli það sem af er tímabils, nánar tiltekið 1-0 sigur gegn West Ham þann 14. ágúst og er það jafnframt þeirra eini sigur á tímabilinu. Eins og við var að búast hefur liðið verið í basli og við vonum að þeir fari nú ekki að ná sér í annan sigur gegn okkar mönnum.
Við spáum því að gott gengi Liverpool haldi áfram í þessum leik og 0-2 sigur vinnst. Stemmningin verður góð í hádegisleik á laugardegi en heimamenn ná ekki að nýta sér það til framdráttar í þessum leik. Áfram gakk á sigurbraut.
Fróðleikur:
- Roberto Firmino er markahæstur Liverpool manna í deildinni með sex mörk.
- Þeir Taiwo Awoniyi (fyrrum leikmaður Liverpool) og Brennan Johnson eru markahæstir hjá Forest með tvö mörk hvor.
- Jordan Henderson spilar líklega sinn 250. leik sem fyrirliði félagsins í öllum keppnum.
- Liverpool eru í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 10 leiki.
- Nottingham Forest eru í neðsta sætinu með sex stig eftir 11 leiki.
Það er nú léttara yfir andrúmsloftinu hjá félaginu og stuðningsfólki eftir tvo fína 1-0 sigra í röð á heimavelli en nú þarf að raða saman fleiri sigrum. Jürgen Klopp fór eins og venjulega yfir stöðuna á hópnum á fundi með fréttafólki fyrir leik. Hann sagði að engin ný meiðsli hefðu komið í ljós eftir sigurinn á West Ham en menn samt að glíma við hnjask hér og þar sem þýðir að beðið verður fram á síðustu stundu til að sjá hver verður leikfær. Ber þar helst að nefna Darwin Núnez sem fann fyrir óþægindum og fór snemma útaf gegn Hömrunum. Góðar fréttir bárust af þeim Keita og Konaté sem ættu að geta byrjað æfingar að fullu strax eftir helgi. Joel Matip þarf nokkra daga í viðbót til að ná sér góðum en þeir Díaz, Jota og Arthur eru allir frá eins og vitað er. Calvin Ramsay náði sér í nokkrar mínútur með U-21 árs liðinu í vikunni þar sem hann kom inná og skoraði en hann nálgast endurkomu. Ánægjulegt að telja ekki upp Alex Oxlade-Chamberlain lengur þegar farið er yfir meiðslin en hann var á bekknum í síðasta leik og við vonumst til að hann verði áfram í leikmannahópnum. Hjá heimamönnum eru þeir Harry Toffolo, Lewis O'Brien, Jack Colback, Moussa Niakhate og Omar Richards allir meiddir og óvíst með stöðuna á Renan Lodi. En eins og við vitum er leikmannahópur Forest ansi stór eftir hópkaup þeirra í sumar og væntanlega kemur maður í manns stað.
Liðin hafa ekki mæst í úrvalsdeildinni á þessari öld en síðasti leikur þeirra á milli var 5. apríl árið 1999 þar sem lokatölur voru 2-2. Jamie Redknapp og Michael Owen sáu um mörkin í þeim leik en heimamenn jöfnuðu metin á 90. mínútu. En það er í raun frekar stutt síðan liðin mættust á þessum velli því Liverpool vann fínan 0-1 sigur í 6. umferð FA bikarsins í mars á þessu ári, Jota skoraði markið á 78. mínútu leiksins. Umræðan fyrir þann leik var sú að þetta yrði erfiður leikur gegn liði sem væri í toppbaráttunni í næst efstu deild og sú varð raunin. Ef við förum aftur í söguna yfir leiki liðanna í úrvalsdeild má sjá að Liverpool tókst ekki að vinna sigur á City Ground í fimm tilraunum en sagan stoppar auðvitað ekki við stofnun úrvalsdeildarinnar. Við þurfum reyndar að fara ansi langt aftur til að finna sigur Liverpool á þessum velli í deildarleik en hann kom síðast árið 1984 þar sem Ronnie Whelan og Ian Rush skoruðu í 0-2 sigri. En sagan er nú bara til skemmtunar og segir ekkert til um hvað gerist í næsta leik. Forest hafa unnið einn leik á heimavelli það sem af er tímabils, nánar tiltekið 1-0 sigur gegn West Ham þann 14. ágúst og er það jafnframt þeirra eini sigur á tímabilinu. Eins og við var að búast hefur liðið verið í basli og við vonum að þeir fari nú ekki að ná sér í annan sigur gegn okkar mönnum.
Við spáum því að gott gengi Liverpool haldi áfram í þessum leik og 0-2 sigur vinnst. Stemmningin verður góð í hádegisleik á laugardegi en heimamenn ná ekki að nýta sér það til framdráttar í þessum leik. Áfram gakk á sigurbraut.
Fróðleikur:
- Roberto Firmino er markahæstur Liverpool manna í deildinni með sex mörk.
- Þeir Taiwo Awoniyi (fyrrum leikmaður Liverpool) og Brennan Johnson eru markahæstir hjá Forest með tvö mörk hvor.
- Jordan Henderson spilar líklega sinn 250. leik sem fyrirliði félagsins í öllum keppnum.
- Liverpool eru í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 10 leiki.
- Nottingham Forest eru í neðsta sætinu með sex stig eftir 11 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan