| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap í Nottingham
Liverpool náði engum takti og enn herjar meiðsladraugurinn á liðið. Niðurstaðan í Notthingham var 1-0 tap fyrir nýliðunum.
Þegar liðið var tilkynnt kom í ljóst að Darwin Núnez gat ekki einu sinni verið á bekknum vegna meiðsla sem hann hlaut gegn West Ham. Thiago var heldur ekki sjáanlegur og skýringin á því var sú að hann var með eyrnabólgu. Nú hljóta leikmenn að vera búnir með öll heimsins meiðsli sem halda þeim frá keppni. Engu að síður var liðið ágætlega sterkt og reynslumikið til þess að eiga góðan leik. Alisson var í markinu, vörnin skipuð þeim Milner, Gomez, van Dijk og Robertson. Miðjumenn voru Elliott, Fabinho, Jones og Carvalho og frammi þeir Salah og Firmino.
Okkar menn voru mikið með boltann eins og búast mátti við og það gekk nú alveg ágætlega að skapa sér færi framan af þannig séð. En fljótlega fór að myndast sú hugmynd að þetta yrði sennilega aldrei okkar dagur. Fabio Carvalho fékk ágætis færi strax á 9. mínútu þegar Elliott átti frábæra sendingu til hans inná teig. Móttakan var fín en Henderson varði skotið. Firmino skallaði svo ekki langt framhjá eftir hornspyrnuna. Forest menn fengu sín tækifæri eftir skyndisóknir en Alisson varði skot þeirra Kouyate og Lingard. Besta færið leit svo dagsins ljós þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Milner átti sendingu fyrir markið þar sem van Dijk var aleinn og fékk frían skalla. En í staðinn fyrir að skalla á markið ákvað hann að reyna að finna Firmino sem var í hlaupinu með honum en það var vanhugsuð tilraun svo ekki sé meira sagt. Boltinn sigldi hættulaust framhjá markinu og enginn skildi neitt í ákvörðun Hollendingsins.
Sú tilfinning að þetta yrði ekki góður leikur varð fljótt mjög sterk eftir að seinni hálfleikur hófst. Forest mönnum tókst að skora á 55. mínútu og það var Joe Gomez sem gaf þeim færi til þess. Hann lét pressa sig stíft og náði ekki að losa boltann. Fyrrum leikmaður Liverpool, Taiwo Awoniyi, sem spilaði reyndar aldrei alvöru keppnisleik fyrir félagið var þar að verki og fékk aukaspyrnu ekki langt frá miðlínu. Forest stillti upp í fast leikatriði sem endaði með því að áðurnefndur Awoniyi skoraði. Hann fékk meira að segja tvær tilraunir til þess, sú fyrri endaði í stönginni og frákastinu náði hann sjálfur. Varnarmenn Liverpool stóðu hjá eins og keilur. Það þarf ekkert að skrifa meira um það hvernig leikurinn spilaðist það sem eftir lifði leiks. Forest menn héldu út og unnu magnaðan 1-0 sigur að þeirra mati. Að okkar mati var þetta einstaklega pirrandi í alla staði en okkur öllum var kippt niður á jörðina við þessi úrslit.
Nottingham Forest: Henderson, Aurier, S. Cook, McKenna, N. Williams (Lodi, 72. mín.), Yates, Freuler, Kouyaté (Mangala, 80. mín.), Gibbs-White, Awoniyi (Worrall, 64. mín.), Lingard (Johnson, 64. mín.). Ónotaðir varamenn. Biancone, Hennessey, Surridge, Dennis, Boly.
Mark Nottingham Forest: Taiwo Awoniyi (55. mín.).
Gul spjöld: Freuler og Worrall.
Liverpool: Alisson, Milner (Alexander-Arnold, 62. mín.), Gomez, van Dijk, Robertson, Elliott, Fabinho, Jones, Carvalho (Henderson, 62. mín.), Salah, Firmino (Oxlade-Chamberlain, 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Adrián, Tsimikas, Phillips, Bajcetic, Clark.
Gult spjald: Gomez.
Maður leiksins: Alisson stóð sig hvað best, varði vel þegar á þurfti að halda og gat ekkert gert í þessu marki sem hann fékk á sig. Hann reyndi meira að segja að gera sitt sóknarlega þegar hann fór fram undir lok leiks og var ekki langt frá því að skora.
Jürgen Klopp: ,,Ég held að leikurinn hafi ráðist á sex eða sjö ástæðum, ein þeirra var fast leikatriði sem þeir nýttu og svo öll hin föstu leikatriði sem við ný´ttum ekki. Við vissum fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur. Nottingham ekki í góðri stöðu í deildinni og við að koma hingað eftir mjög erfiða viku þar sem við spiluðum tvo orkumikla leiki. Við þurftum einnig að breyta uppstillingunni seinna en vanalega og því var ljóst að við þyrftum að grafa djúpt til að finna orku í leikinn. Strákarnir gerðu það en sú staðreynd að okkur tókst ekki að nýta þau fjölmörgu föstu leikatriði sem við fengum hef ég ekki hugmynd um hvernig það tókst. Svona er þetta, í stórum dráttum. Ég get útskýrt frammistöðuna en ekki úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn."
Fróðleikur:
- Alex Oxlade-Chamberlain spilaði í fyrsta sinn á tímabilinu.
- Eftir leiki dagsins er Liverpool enn í 7. sæti með 16 stig eftir 11 leiki.
- Forest lyftu sér af botninum og eru í 19. sæti með níu stig eftir 12 leiki.
Þegar liðið var tilkynnt kom í ljóst að Darwin Núnez gat ekki einu sinni verið á bekknum vegna meiðsla sem hann hlaut gegn West Ham. Thiago var heldur ekki sjáanlegur og skýringin á því var sú að hann var með eyrnabólgu. Nú hljóta leikmenn að vera búnir með öll heimsins meiðsli sem halda þeim frá keppni. Engu að síður var liðið ágætlega sterkt og reynslumikið til þess að eiga góðan leik. Alisson var í markinu, vörnin skipuð þeim Milner, Gomez, van Dijk og Robertson. Miðjumenn voru Elliott, Fabinho, Jones og Carvalho og frammi þeir Salah og Firmino.
Okkar menn voru mikið með boltann eins og búast mátti við og það gekk nú alveg ágætlega að skapa sér færi framan af þannig séð. En fljótlega fór að myndast sú hugmynd að þetta yrði sennilega aldrei okkar dagur. Fabio Carvalho fékk ágætis færi strax á 9. mínútu þegar Elliott átti frábæra sendingu til hans inná teig. Móttakan var fín en Henderson varði skotið. Firmino skallaði svo ekki langt framhjá eftir hornspyrnuna. Forest menn fengu sín tækifæri eftir skyndisóknir en Alisson varði skot þeirra Kouyate og Lingard. Besta færið leit svo dagsins ljós þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Milner átti sendingu fyrir markið þar sem van Dijk var aleinn og fékk frían skalla. En í staðinn fyrir að skalla á markið ákvað hann að reyna að finna Firmino sem var í hlaupinu með honum en það var vanhugsuð tilraun svo ekki sé meira sagt. Boltinn sigldi hættulaust framhjá markinu og enginn skildi neitt í ákvörðun Hollendingsins.
Sú tilfinning að þetta yrði ekki góður leikur varð fljótt mjög sterk eftir að seinni hálfleikur hófst. Forest mönnum tókst að skora á 55. mínútu og það var Joe Gomez sem gaf þeim færi til þess. Hann lét pressa sig stíft og náði ekki að losa boltann. Fyrrum leikmaður Liverpool, Taiwo Awoniyi, sem spilaði reyndar aldrei alvöru keppnisleik fyrir félagið var þar að verki og fékk aukaspyrnu ekki langt frá miðlínu. Forest stillti upp í fast leikatriði sem endaði með því að áðurnefndur Awoniyi skoraði. Hann fékk meira að segja tvær tilraunir til þess, sú fyrri endaði í stönginni og frákastinu náði hann sjálfur. Varnarmenn Liverpool stóðu hjá eins og keilur. Það þarf ekkert að skrifa meira um það hvernig leikurinn spilaðist það sem eftir lifði leiks. Forest menn héldu út og unnu magnaðan 1-0 sigur að þeirra mati. Að okkar mati var þetta einstaklega pirrandi í alla staði en okkur öllum var kippt niður á jörðina við þessi úrslit.
Nottingham Forest: Henderson, Aurier, S. Cook, McKenna, N. Williams (Lodi, 72. mín.), Yates, Freuler, Kouyaté (Mangala, 80. mín.), Gibbs-White, Awoniyi (Worrall, 64. mín.), Lingard (Johnson, 64. mín.). Ónotaðir varamenn. Biancone, Hennessey, Surridge, Dennis, Boly.
Mark Nottingham Forest: Taiwo Awoniyi (55. mín.).
Gul spjöld: Freuler og Worrall.
Liverpool: Alisson, Milner (Alexander-Arnold, 62. mín.), Gomez, van Dijk, Robertson, Elliott, Fabinho, Jones, Carvalho (Henderson, 62. mín.), Salah, Firmino (Oxlade-Chamberlain, 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Adrián, Tsimikas, Phillips, Bajcetic, Clark.
Gult spjald: Gomez.
Maður leiksins: Alisson stóð sig hvað best, varði vel þegar á þurfti að halda og gat ekkert gert í þessu marki sem hann fékk á sig. Hann reyndi meira að segja að gera sitt sóknarlega þegar hann fór fram undir lok leiks og var ekki langt frá því að skora.
Jürgen Klopp: ,,Ég held að leikurinn hafi ráðist á sex eða sjö ástæðum, ein þeirra var fast leikatriði sem þeir nýttu og svo öll hin föstu leikatriði sem við ný´ttum ekki. Við vissum fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur. Nottingham ekki í góðri stöðu í deildinni og við að koma hingað eftir mjög erfiða viku þar sem við spiluðum tvo orkumikla leiki. Við þurftum einnig að breyta uppstillingunni seinna en vanalega og því var ljóst að við þyrftum að grafa djúpt til að finna orku í leikinn. Strákarnir gerðu það en sú staðreynd að okkur tókst ekki að nýta þau fjölmörgu föstu leikatriði sem við fengum hef ég ekki hugmynd um hvernig það tókst. Svona er þetta, í stórum dráttum. Ég get útskýrt frammistöðuna en ekki úrslitin ef ég á að vera hreinskilinn."
Fróðleikur:
- Alex Oxlade-Chamberlain spilaði í fyrsta sinn á tímabilinu.
- Eftir leiki dagsins er Liverpool enn í 7. sæti með 16 stig eftir 11 leiki.
- Forest lyftu sér af botninum og eru í 19. sæti með níu stig eftir 12 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan