| Sf. Gutt
Liverpool tryggði sér áframhald upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni í Amsterdam í kvöld. Liverpool vann góðan 0:3 sigur á Ajax og nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Evrópuvegferð Liverpool þessa leiktíðina sé á enda runnin.
Eftir skellinn í Nottingham á laugardaginn var ekki um annað að gera en að bretta upp ermarnar. Nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu en ekki ýkja margar. Trent Alexander-Arnold kom inn í sína stöðu og það sama má segja um Jordan Henderson. Darwin Núñez kom svo inn eftir meiðsli.
Ljóst var fyrir leik að Ajax þurfti að vinna sigur ef liðið ætti að eiga möguleika á að komast lengra í keppninni. Liverpool nægði á hinn bóginn jafntefli til að komast áfram. Það var ekki að undra að Hollandsmeistararnir byrjuðu af krafti. Á þriðju mínútu endaði frábært samspil heimamanna á því að Steven Berghuis fékk boltann í vítateignum. Hann lék á varnarmann í miðjum teig og allt leit út fyrir mark en skot hans fór neðst í stöngna hægra megin. Liverpool slapp sannarlega með skrekkinn.
Ajax spilaði mjög vel framan af en Liverpool varðist. Eftir rúman hálftíma náði Ajax hraðri sókn sem endaði með því að Dusan Tadic fékk boltann í góðu færi. Aftur leit út fyrir mark en Trent Alexander-Arnold kom í veg fyrir skotið.
Leikur Liverpool batnaði undir lok hálfleiksins en samt kom það frekar á óvart þegar liðið skoraði á 42. mínútu. Jordan Henderson fékk boltann vinstrqa megin og sendi frábærlega utanfótar fyrir. Vörn Ajax svaf á verðinum og markmaðurinn var kominn allt og langt út. Mohamed Salah skaut sér fram og sendi boltann viðstöðulaust í markið. Falleg afgreiðsla hjá Egyptanum. Þegar mínúta var eftir af hálfleiknum sundurspilaði Liverpool Ajax. Roberto Firmino fékk boltann hægra megin í vítateiginn og stað þess að skjóta sjálfur renndi hann boltanum til vinstri á Darwin Núñez. Stuðningsmenn Liverpool voru farnir að fagna þegar boltinn small í stönginni. Lygilegt að Úrúgvæinn skyldi ekki skora fyrir opnu marki.
Stuðningsmenn Liverpool voru trúlega margir enn að velta fyrir sér hvernig Darwin hafði ekki skorað þegar hann skoraði! Á 49. mínútu tók Andrew Robertson horn frá vinstri. Hann hitti beint á höfuðið á Darwin sem skallaði neðst í fjærhornið stöng og inn. Þremur mínútum seinna gerði Liverpool út um leikinn. Mohamed stakk boltanum inn í vítateiginn vinstra megin á Harvey Elliott. Hann lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum svo upp í þaknetið úr frekar þröngri stöðu. Sérlega vel gert hjá þessum unga og efnilega leikmanni.
Eftir þetta gerðist ekki margt markvert. Liverpool varði forystu sína og þegar flautað var til leiksloka gátu leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fagnað ferðaávísun á áframhaldandi Evrópuvegferð.
Liverpool spilaði ekki vel framan af en þrjú mörk sitt hvoru megin við leikhlé tryggðu fjórða Evrópusigur Liverpool í röð. Vonandi nær liðið nú meiri stöðugleika en hingað til á leiktíðinni!
Ajax: Pasveer, Sánchez, Timber, Bassey, Blind (Wijndal 58. mín.), Klaassen (Kudus 58. mín.), Álvarez (Grillitsch 85. mín.), Berghuis (Fernandes da Conceição 85. mín.), Bergwijn, Brobbey (Taylor 63. mín.) og Tadic. Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Ocampos, Rensch, Gorter, Lucca og Magallán.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson (Tsimikas 87. mín.), Fabinho (Bajcetic 71. mín.), Elliott (Carvalho 71. mín.), Henderson (Milner 71. mín.), Firmino, Núñez (Jones 63. mín.) og Salah. Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Konaté, Ramsay og Phillips.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (42. mín.), Darwin Núñez (49. mín.) og Harvey Elliott (52. mín.).
Áhorfendur á Amsterdam leikvanginum: 53.327.
Jürgen Klopp: ,,Enginn skyldi taka það sem sjálfsagðan hlut að komast í útsláttarkeppnina. Það er nefnileg mjög erfitt. Við erum búnir að því enn og aftur og það er í sjálfu sér mikið afrek. Leikurinn var mjög erfiður fyrir okkur framan af. Sigurinn er enn sætari fyrir þá staðreynd að Ajax er með mjög gott lið og við erum núna búnir að leggja þá tvívegis að velli."
Maður leiksins: Harvey Elliott. Það voru kannski einhverjir betri en unglingurinn en hann stóð sig stórvel eins og yfirleitt hingað til á leiktíðinni. Hann innsiglaði svo sigurinn með frábæru marki. Harvey er enn bara efnilegur en samt er hann búinn að vera með betri leikmönnum Liverpool það sem af er þessarar erfiðu sparktíðar.
- Liverpool tryggði með sigrinum áframhald í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
- Alisson Becker lék sinn 200. leik fyrir hönd Liverpool.
- Alisson hefur 90 sinnum haldið hreinu. Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp þrjú.
- Mohamed Salah skoraði í tíunda sinn á leiktíðinni.
- Darwin Núñez er kominn með sex mörk á ferli sínum hjá Liverpool.
- Harvey Elliott skoraði þriðja mark sitt á sparktíðinni.
- Liverpool vann í annað sinn á tveimur leiktíðum á Amsterdam leikvanginum.
- Liverpool lék í þriðja búningi sínum í fyrsta sinn í opinberum leik.
TIL BAKA
Áframhald tryggt!
Liverpool tryggði sér áframhald upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni í Amsterdam í kvöld. Liverpool vann góðan 0:3 sigur á Ajax og nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Evrópuvegferð Liverpool þessa leiktíðina sé á enda runnin.
Eftir skellinn í Nottingham á laugardaginn var ekki um annað að gera en að bretta upp ermarnar. Nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu en ekki ýkja margar. Trent Alexander-Arnold kom inn í sína stöðu og það sama má segja um Jordan Henderson. Darwin Núñez kom svo inn eftir meiðsli.
Ljóst var fyrir leik að Ajax þurfti að vinna sigur ef liðið ætti að eiga möguleika á að komast lengra í keppninni. Liverpool nægði á hinn bóginn jafntefli til að komast áfram. Það var ekki að undra að Hollandsmeistararnir byrjuðu af krafti. Á þriðju mínútu endaði frábært samspil heimamanna á því að Steven Berghuis fékk boltann í vítateignum. Hann lék á varnarmann í miðjum teig og allt leit út fyrir mark en skot hans fór neðst í stöngna hægra megin. Liverpool slapp sannarlega með skrekkinn.
Ajax spilaði mjög vel framan af en Liverpool varðist. Eftir rúman hálftíma náði Ajax hraðri sókn sem endaði með því að Dusan Tadic fékk boltann í góðu færi. Aftur leit út fyrir mark en Trent Alexander-Arnold kom í veg fyrir skotið.
Leikur Liverpool batnaði undir lok hálfleiksins en samt kom það frekar á óvart þegar liðið skoraði á 42. mínútu. Jordan Henderson fékk boltann vinstrqa megin og sendi frábærlega utanfótar fyrir. Vörn Ajax svaf á verðinum og markmaðurinn var kominn allt og langt út. Mohamed Salah skaut sér fram og sendi boltann viðstöðulaust í markið. Falleg afgreiðsla hjá Egyptanum. Þegar mínúta var eftir af hálfleiknum sundurspilaði Liverpool Ajax. Roberto Firmino fékk boltann hægra megin í vítateiginn og stað þess að skjóta sjálfur renndi hann boltanum til vinstri á Darwin Núñez. Stuðningsmenn Liverpool voru farnir að fagna þegar boltinn small í stönginni. Lygilegt að Úrúgvæinn skyldi ekki skora fyrir opnu marki.
Stuðningsmenn Liverpool voru trúlega margir enn að velta fyrir sér hvernig Darwin hafði ekki skorað þegar hann skoraði! Á 49. mínútu tók Andrew Robertson horn frá vinstri. Hann hitti beint á höfuðið á Darwin sem skallaði neðst í fjærhornið stöng og inn. Þremur mínútum seinna gerði Liverpool út um leikinn. Mohamed stakk boltanum inn í vítateiginn vinstra megin á Harvey Elliott. Hann lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum svo upp í þaknetið úr frekar þröngri stöðu. Sérlega vel gert hjá þessum unga og efnilega leikmanni.
Eftir þetta gerðist ekki margt markvert. Liverpool varði forystu sína og þegar flautað var til leiksloka gátu leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fagnað ferðaávísun á áframhaldandi Evrópuvegferð.
Liverpool spilaði ekki vel framan af en þrjú mörk sitt hvoru megin við leikhlé tryggðu fjórða Evrópusigur Liverpool í röð. Vonandi nær liðið nú meiri stöðugleika en hingað til á leiktíðinni!
Ajax: Pasveer, Sánchez, Timber, Bassey, Blind (Wijndal 58. mín.), Klaassen (Kudus 58. mín.), Álvarez (Grillitsch 85. mín.), Berghuis (Fernandes da Conceição 85. mín.), Bergwijn, Brobbey (Taylor 63. mín.) og Tadic. Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Ocampos, Rensch, Gorter, Lucca og Magallán.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson (Tsimikas 87. mín.), Fabinho (Bajcetic 71. mín.), Elliott (Carvalho 71. mín.), Henderson (Milner 71. mín.), Firmino, Núñez (Jones 63. mín.) og Salah. Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Konaté, Ramsay og Phillips.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (42. mín.), Darwin Núñez (49. mín.) og Harvey Elliott (52. mín.).
Áhorfendur á Amsterdam leikvanginum: 53.327.
Jürgen Klopp: ,,Enginn skyldi taka það sem sjálfsagðan hlut að komast í útsláttarkeppnina. Það er nefnileg mjög erfitt. Við erum búnir að því enn og aftur og það er í sjálfu sér mikið afrek. Leikurinn var mjög erfiður fyrir okkur framan af. Sigurinn er enn sætari fyrir þá staðreynd að Ajax er með mjög gott lið og við erum núna búnir að leggja þá tvívegis að velli."
Maður leiksins: Harvey Elliott. Það voru kannski einhverjir betri en unglingurinn en hann stóð sig stórvel eins og yfirleitt hingað til á leiktíðinni. Hann innsiglaði svo sigurinn með frábæru marki. Harvey er enn bara efnilegur en samt er hann búinn að vera með betri leikmönnum Liverpool það sem af er þessarar erfiðu sparktíðar.
Fróðleikur
- Liverpool tryggði með sigrinum áframhald í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
- Alisson Becker lék sinn 200. leik fyrir hönd Liverpool.
- Alisson hefur 90 sinnum haldið hreinu. Hann hefur skorað eitt mark og lagt upp þrjú.
- Mohamed Salah skoraði í tíunda sinn á leiktíðinni.
- Darwin Núñez er kominn með sex mörk á ferli sínum hjá Liverpool.
- Harvey Elliott skoraði þriðja mark sitt á sparktíðinni.
- Liverpool vann í annað sinn á tveimur leiktíðum á Amsterdam leikvanginum.
- Liverpool lék í þriðja búningi sínum í fyrsta sinn í opinberum leik.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan