| Sf. Gutt
Liverpool vs Leeds United
Eftir velheppnaða ferð til Amsterdam þar sem Evróuvegferðarfarseðill til næsta árs var tryggður er komið að næsta deildarleik. Leeds United kemur í heimsókn til Liverpool. Eins og stuðningsmenn Liverpool vita hefur ekkert gengið hjá liðinu að ná upp neinum almennilegum stöðugleika það sem af er sparktíðar. Allir héldu að stórsigurinn á Bournemouth myndi koma liðinu í fullan gang en svo varð ekki. Sigurinn á Manchester City var talinn myndu koma liðinu almennilega af stað en sú varð ekki raunin. Einhverjir töluðu svo um sigurinn á Ajax í Amsterdam hljóti að koma á skrið. Það á eftir að koma í ljós hvort sú verður raunin.
Leeds United hefur verið í vandræðum í síðustu leikjum. Framkvæmdastjóri Leeds segist vera búinn að fá nóg af gengi liðsins upp á síðkastið. Hann hafi aldrei á ferli sínum tapað jafn mörgum leikjum og þannig fram eftir götunum. Það ætti því að vera heppilegt fyrir Liverpool að mæta þeim Hvítu á þessum tímapunkti. En það sama héldu margir þegar Liverpool sótti Nottingham Forest heim um síðustu helgi. Allir muna hvernig það fór!
Að sjálfsögðu bættist á meiðslalistann í síðasta leik. Jordan Henderson fór meiddur af velli eftir að hafa fengið högg á hné. Sem stendur er ekki vitað hvort hann verður leikfær annað kvöld. Thiago Alcântara er búinn að ná sér eftir eyrnasýkinguna og getur spilað. Annað er ekki að frétta af meiðslum.
Ekki er ólíklegt að liði Liverpool verði eitthvað breytt frá leiknum við Ajax. Þó svo að Liverpool hafi unnið góðan 0:3 sigur þá byrjaði liðið ekki vel og aðeins óheppni Ajax kom í veg fyrir að Liverpool kæmist yfir í leiknum. Það hefur varla komið fyrir að Liverpool hafi byrjað leiki sína almennilega það sem af er leiktíðar. Hverju er um að kenna? Það er ekki gott að segja en hver sem ástæðan er þá verður þetta að breytast. Það gengur ekki að lenda undir aftur og aftur. Þó Liverpool hafi vissulega snúið mörgum leikjum við þá fer mikil orka í svona.
Ég spái því að Liverpool spili vel annað kvöld og vinni sigur. Á síðusut leiktíð vann Liverpool Leeds 6:0 á Anfield. Sigurinn verður ekki jafn stór núna en ég spái því að Liverpool vinni 3:0!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Leeds United
Eftir velheppnaða ferð til Amsterdam þar sem Evróuvegferðarfarseðill til næsta árs var tryggður er komið að næsta deildarleik. Leeds United kemur í heimsókn til Liverpool. Eins og stuðningsmenn Liverpool vita hefur ekkert gengið hjá liðinu að ná upp neinum almennilegum stöðugleika það sem af er sparktíðar. Allir héldu að stórsigurinn á Bournemouth myndi koma liðinu í fullan gang en svo varð ekki. Sigurinn á Manchester City var talinn myndu koma liðinu almennilega af stað en sú varð ekki raunin. Einhverjir töluðu svo um sigurinn á Ajax í Amsterdam hljóti að koma á skrið. Það á eftir að koma í ljós hvort sú verður raunin.
Leeds United hefur verið í vandræðum í síðustu leikjum. Framkvæmdastjóri Leeds segist vera búinn að fá nóg af gengi liðsins upp á síðkastið. Hann hafi aldrei á ferli sínum tapað jafn mörgum leikjum og þannig fram eftir götunum. Það ætti því að vera heppilegt fyrir Liverpool að mæta þeim Hvítu á þessum tímapunkti. En það sama héldu margir þegar Liverpool sótti Nottingham Forest heim um síðustu helgi. Allir muna hvernig það fór!
Að sjálfsögðu bættist á meiðslalistann í síðasta leik. Jordan Henderson fór meiddur af velli eftir að hafa fengið högg á hné. Sem stendur er ekki vitað hvort hann verður leikfær annað kvöld. Thiago Alcântara er búinn að ná sér eftir eyrnasýkinguna og getur spilað. Annað er ekki að frétta af meiðslum.
Ekki er ólíklegt að liði Liverpool verði eitthvað breytt frá leiknum við Ajax. Þó svo að Liverpool hafi unnið góðan 0:3 sigur þá byrjaði liðið ekki vel og aðeins óheppni Ajax kom í veg fyrir að Liverpool kæmist yfir í leiknum. Það hefur varla komið fyrir að Liverpool hafi byrjað leiki sína almennilega það sem af er leiktíðar. Hverju er um að kenna? Það er ekki gott að segja en hver sem ástæðan er þá verður þetta að breytast. Það gengur ekki að lenda undir aftur og aftur. Þó Liverpool hafi vissulega snúið mörgum leikjum við þá fer mikil orka í svona.
Ég spái því að Liverpool spili vel annað kvöld og vinni sigur. Á síðusut leiktíð vann Liverpool Leeds 6:0 á Anfield. Sigurinn verður ekki jafn stór núna en ég spái því að Liverpool vinni 3:0!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan