| Sf. Gutt
Liverpool hefur verið langt frá sínu besta á þessari leiktíð. Nú er liðið úr öllum bikarkeppnum og það kemur í ljós í þeim deildarleikjum sem eftir eru hvort Liverpool kemst í Meistaradeildina.
Virgil van Dijk segir að Liverpool þurfi nýja leikmenn í sumar. Ekki bara nýja leikmenn heldur góða leikmenn sem styrkja liðið vel.
„Það er búið að tilkynna að leikmenn munu yfirgefa félagið. Ef við viljum vera áfram á þeim stalli sem við höfum verið á síðustu fimm ár verðum við að bæta við okkur nýjum gæðaleikmönnum. Sérstaklega þarf nýja menn í stað þeirra sem fara."
„Allir vita að það verður hægara sagt en gert. Það verður mjög erfitt að finna rétta leikmenn en félagið verður að vinna sitt verk í þessum efnum."
Nú er að sjá hvort Liverpool nær Meistaradeildarsæti í vor. Það eru býsna margir leikir eftir í deildinni fram til loka leiktíðar og Virgil vonar að Liverpool nái sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili.
„Við eigum enn marga leiki eftir og við viljum spila í Meistaradeildinni. Það að spila í keppninni hjálpar okkur að laða bestu leikmenn heims til okkur. Það er ekki sjálfgefið en hjálpar til."
Segja má að Virgil hafi þarna talað út. Það þarf nýja leikmenn til Liverpool sem styrkja liðshópinn svo um munar.
TIL BAKA
Þurfum nýja og góða leikmenn!
Liverpool hefur verið langt frá sínu besta á þessari leiktíð. Nú er liðið úr öllum bikarkeppnum og það kemur í ljós í þeim deildarleikjum sem eftir eru hvort Liverpool kemst í Meistaradeildina.
Virgil van Dijk segir að Liverpool þurfi nýja leikmenn í sumar. Ekki bara nýja leikmenn heldur góða leikmenn sem styrkja liðið vel.
„Það er búið að tilkynna að leikmenn munu yfirgefa félagið. Ef við viljum vera áfram á þeim stalli sem við höfum verið á síðustu fimm ár verðum við að bæta við okkur nýjum gæðaleikmönnum. Sérstaklega þarf nýja menn í stað þeirra sem fara."
„Allir vita að það verður hægara sagt en gert. Það verður mjög erfitt að finna rétta leikmenn en félagið verður að vinna sitt verk í þessum efnum."
Nú er að sjá hvort Liverpool nær Meistaradeildarsæti í vor. Það eru býsna margir leikir eftir í deildinni fram til loka leiktíðar og Virgil vonar að Liverpool nái sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili.
„Við eigum enn marga leiki eftir og við viljum spila í Meistaradeildinni. Það að spila í keppninni hjálpar okkur að laða bestu leikmenn heims til okkur. Það er ekki sjálfgefið en hjálpar til."
Segja má að Virgil hafi þarna talað út. Það þarf nýja leikmenn til Liverpool sem styrkja liðshópinn svo um munar.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan