| Sf. Gutt
Goðsagnir Liverpool og Celtic mættust á Anfield Road í dag. Liverpool hafði betur 2:0. Sem fyrr safnaðist stórfé til góðra málefna. Því miður er þörfin víða!
Leikmenn gengu til leiks í glampandi sólskini. Skotar fjölmenntu og hermt var að Celtic hafi átt 4.000 stuðningsmenn á leiknum. Alls voru um 45.000 áhorfendur á leiknum. Að þessu sinni sungu allir You´ll Never Walk Alone saman fyrir leikinn enda söngurinn góði sögur beggja félaga.
Leikurinn var lengi vel tíðindalítill. Um miðjan hálfleikinn fékk Robbie Keane gott skallafæri fyrir Celtic en hann náði ekki að stýra boltanum á markið. Robbie spilaði fyrri hálfleikinn með Celtic. Hann kom svo til leiks í búningi Liverpool í síðari hálfleik. Celtic var betra framan af en Liverpool komst yfir á 37. mínútu.
Martin Skrtel tók þá rispu inn í vítateig Celtic þar sem hann var felldur. Steven Gerrard tók vítið og skoraði af öryggi. Hann fagnaði innilega fyrir framan stuðningsmenn Celtic sem voru fyrir aftan markið. Hann, Gregory Vignal, Charlie Adam og Gary McAllister fengu að heyra það frá stuðningsmönnum Celtic vegna tengsla sinna við Rangers.
Steven sagðist ekki hafa getað sleppt því að fagna hraustlega fyrir framan aðdáendur Celtic! Hann var auðvitað framkvæmdastjóri Rangers og náði skoska titlinum eftir að Celtic hafði unnið níu ár í röð. Reyndar hentu stuðningsmenn Celtic hinu og þessu í átt að Steven og félögum hans þegar hann fagnaði og var það langt frá því í lagi!
Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik og skoraði á annarri mínútu. Djibril Cissé stakk boltanum fram á Mark Gonzalez. Hann lék inn í vítateiginn og skoraði örugglega í stöng og inn fyrir framan Kop stúkuna. Vel afgreitt. Gaman að sjá Mark í góðu formi eftir veikindi hans um árið.
Eftir þetta var sigur Liverpool ekki í hættu. Liverpool hefði getað bætt við mörkum og vann sanngjarnan sigur.
Liverpool: Westerveld, Kvarme, Skrtel, Klavan, Hyypia, Vignal, Diao, Adam, Gerrard, McManaman og Kuyt. Varamenn: Dudek, Riera, Gonzalez, Sissoko, Garcia, McAllister, Aurelio, Cisse og Keane.
Celtic: Boruc, Lustic, Petrov, O'Dea, Ledley, Crosas, Izaguirre, Wallace, McGinn, Vennegoor of Hesselink og Keane. Varamenn: Given, Naylor, Brattbakk, Donnelly, Donati, Loovens, Sinclair, Vega og Ferry.
Áhorfendur á Anfield: Um 45.000.
Liðshópur Liverpool.
Markmenn: Jerzy Dudek og Sander Westerveld.
Varnarmenn: Fabio Aurelio, Sami Hyypia, Ragnar Klavan, Bjorn Tore Kvarme, Martin Skrtel og Gregory Vignal.
Miðjumenn: Charlie Adam, Salif Diao, Steven Gerrard, Mark Gonzalez, Gary McAllister, Steve McManaman, Albert Riera og Momo Sissoko.
Sóknarmenn: Djibril Cisse, Luis Garcia, Robbie Keane og Dirk Kuyt.
Framkvæmdastjóri: Sir Kenny Dalglish.
Aðstoðarmenn: John Aldridge, John Barnes og Ian Rush.
TIL BAKA
Goðsagnirnar unnu!
Goðsagnir Liverpool og Celtic mættust á Anfield Road í dag. Liverpool hafði betur 2:0. Sem fyrr safnaðist stórfé til góðra málefna. Því miður er þörfin víða!
Leikmenn gengu til leiks í glampandi sólskini. Skotar fjölmenntu og hermt var að Celtic hafi átt 4.000 stuðningsmenn á leiknum. Alls voru um 45.000 áhorfendur á leiknum. Að þessu sinni sungu allir You´ll Never Walk Alone saman fyrir leikinn enda söngurinn góði sögur beggja félaga.
Leikurinn var lengi vel tíðindalítill. Um miðjan hálfleikinn fékk Robbie Keane gott skallafæri fyrir Celtic en hann náði ekki að stýra boltanum á markið. Robbie spilaði fyrri hálfleikinn með Celtic. Hann kom svo til leiks í búningi Liverpool í síðari hálfleik. Celtic var betra framan af en Liverpool komst yfir á 37. mínútu.
Martin Skrtel tók þá rispu inn í vítateig Celtic þar sem hann var felldur. Steven Gerrard tók vítið og skoraði af öryggi. Hann fagnaði innilega fyrir framan stuðningsmenn Celtic sem voru fyrir aftan markið. Hann, Gregory Vignal, Charlie Adam og Gary McAllister fengu að heyra það frá stuðningsmönnum Celtic vegna tengsla sinna við Rangers.
Steven sagðist ekki hafa getað sleppt því að fagna hraustlega fyrir framan aðdáendur Celtic! Hann var auðvitað framkvæmdastjóri Rangers og náði skoska titlinum eftir að Celtic hafði unnið níu ár í röð. Reyndar hentu stuðningsmenn Celtic hinu og þessu í átt að Steven og félögum hans þegar hann fagnaði og var það langt frá því í lagi!
Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik og skoraði á annarri mínútu. Djibril Cissé stakk boltanum fram á Mark Gonzalez. Hann lék inn í vítateiginn og skoraði örugglega í stöng og inn fyrir framan Kop stúkuna. Vel afgreitt. Gaman að sjá Mark í góðu formi eftir veikindi hans um árið.
Eftir þetta var sigur Liverpool ekki í hættu. Liverpool hefði getað bætt við mörkum og vann sanngjarnan sigur.
Liverpool: Westerveld, Kvarme, Skrtel, Klavan, Hyypia, Vignal, Diao, Adam, Gerrard, McManaman og Kuyt. Varamenn: Dudek, Riera, Gonzalez, Sissoko, Garcia, McAllister, Aurelio, Cisse og Keane.
Celtic: Boruc, Lustic, Petrov, O'Dea, Ledley, Crosas, Izaguirre, Wallace, McGinn, Vennegoor of Hesselink og Keane. Varamenn: Given, Naylor, Brattbakk, Donnelly, Donati, Loovens, Sinclair, Vega og Ferry.
Áhorfendur á Anfield: Um 45.000.
Liðshópur Liverpool.
Markmenn: Jerzy Dudek og Sander Westerveld.
Varnarmenn: Fabio Aurelio, Sami Hyypia, Ragnar Klavan, Bjorn Tore Kvarme, Martin Skrtel og Gregory Vignal.
Miðjumenn: Charlie Adam, Salif Diao, Steven Gerrard, Mark Gonzalez, Gary McAllister, Steve McManaman, Albert Riera og Momo Sissoko.
Sóknarmenn: Djibril Cisse, Luis Garcia, Robbie Keane og Dirk Kuyt.
Framkvæmdastjóri: Sir Kenny Dalglish.
Aðstoðarmenn: John Aldridge, John Barnes og Ian Rush.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan